Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. d Erlent Erlent Erlent Erlent I Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna ígær: Slagurinn verður á milli d’Estaing og Mitterand — Þeir höfðu umtalsverða yf irburði yf ir aðra f rambjóðendur í gær og mætast því í síðari umf erðinni 10. maí næstkomandi Valery Giscard d’Estaing forseti og Francois Mitterand frambjóðandi sósíalista urðu sigurvegarar i fyrri umferð frönsku forsetakosninganna og munu mætast i siðari umferðinni sem fram fer 10. maí næstkomandi. Úrslit kosninganna í gær benda til þess að mjög mjótt verði á mununum milli þeirra d’Estaing og Mitterand f síðari umferðinni. Forsetinn og Mitterand lýstu því báðir yfir er úrslitin voru ljós að þeir væru ánægðir meö útkomuna þar sem þeir höfðu umtalsvert forskot á helztu keppinauta sína, nýgaullistann Jacques Chirac og kommúnistann Georges Marchais. Giscard fékk tæplega 7,7 milljónir atkvæða eöa 27,97 prósent greiddra atkvæða. Mitterand fékk næstum 7,2 milljónir atkvæða eða 26,14 prósent. Chirac, borgarstjóri 1 Paris, veitti sigurvegurum kosninganna talsvert minni keppni en búizt hafði verið við. Hann fékk 4,9 milljónir atkvæða eða Valery Giscard d’Estaing. 17,96 prósent og Marchais fékk 4,2 milljónir eða 15,32 prósent. Sfðari umferö kosninganna, 10. maí, verður nokkurs konar endur- tekning kosninganna 1974 þegar þeir Giscard og Mitterand mættust i síðari umferðinni og sigraði Giscard Francois Mitterand. þá með innan við hálfrar milljónar atkvæða mun af um 27 milljón at- kvæðum. Mitterand gerir nú þriðju atlöguna að forsetaembættinu og sýna skoðanakannanir, svo og úrslitin 1 gær, að munurinn á fram- bjóðendunum verði sáralítill f síðari Jacq aes Chirac. umferðinni, svo lftill aö fæstir treysta sér til að spá um hvor muni sigra. Kosningaþátttaka nú var rúm 80 prósent sem er talsvert minna en i kosningunum 1974. Aðrir frambjóðendur fengu mun minna fylgi en þeir sem áður eru Georges Marchais. nefndir. Brice Lafonde fékk 3,89 prósent, Arlette Laguiller, fékk 2,33 prósent, Michel Crepeau, 2,23 prósent, Michel Debre 1,67 prósent, Marie-France Garaud d 1,32 prósent og Huguette Bouchardeau 1,11 prósent. Líbanon: Óvænt bjart- sýni utanríkis- ráðherra Utanrlkisráðherrar Sýrlands og Lfbanon létu í gær í ljós óvænta bjart- sýni um möguleika á friði 1 Libanon þrátt fyrir stöðuga bardaga sýrlenzkra hersveita og kristinna hermanna í Libanon. Abdel-Halim Khaddam, utanrikis- ráðherra Sýrlands, sagði, eftir að hafa átt viðræður f Damaskus við Fuad Butros, utanríkisráöherra Líbanon, að hann vonaöist til að þau skref yrðu stigin sem myndu leiða til öryggis og friðar í Líbanon. Butros sagði að við- ræðurnar hefðu verið gagnlegar, já- kvæðar og árangursrfkar. Khaddam kvaðst þess fullviss að forsetar Sýr- lands og Líbanon væru báðir ákveðnir i aðkomaáfriði. Jarðskjálfti í Kaliforníu Jarðskjálfti varð í Kaliforniu f gær og mældist hann 5,7 stig á Richters- kvarða. Hans varð einkum vart í West- morland þar sem margar byggingar skemmdust nokkuö og vatnsleiðslur eyðilögðust. Bretland: Flugumferð- arstjórar í verkf all Flugfélagið British Airways hefur afboðaö níu flugferðir frá London í dag vegna verkfalls flugumferðar- stjóra. Flugumferðarstjórar f West Drayton, við Heathrow og f Prestwick f Skotlandi munu leggja niður verkfall í nokkrar klukkustundir i dag tii aö leggja áherzlu á kröfur sínar um 15 prósent kauphækkun. Flugumferðarstjórar hafa hafnaö til- boði rikisvaldsins um 7 prósent kaup- hækkun og hótaö ítrekuðum verkfalls- aðgerðum á næstunni ef ekki verður komiö til móts við kröfur þeirra. REUTER Búizt er við að miklar óeirðir brjótist enn einu s'.nni út á Norður-lrlandi ef IRA- skæruliðinn og þingmaðurinn Bobby Sands (á innfelldu myndinni) lætur Iffið eins og ekkert virðist nú geta komið I veg fyrir. Fjölskylda Bobby Sands beðin að vera í kallfæri þar sem búizt er við dauða hans á hverri stundu Fjölskylda írska skæruliðans og þingmannsins Bobby Sands hefur veriö beðin að vera við simann þar sem búizt er við dauða hans á hverri stundu. Sands hefur nú veriö f hungurverkfalli f 58 daga til að leggja áherzlu á kröfur sínar að lýðveldissinnar sem sitja í brezkum fangelsum á Norður-írlandi verði meöhöndlaðir sem pólitískir fangar. Fangelsislæknar sem stöðugt hafa verið við rúm Sands síðustu sólarhringa sögðu fjölskyldu hans að lff hins 27 ára gamla Sands, sem kosinn var á brezka þingið fyrir hálfum mánuði, hefði nær fjaraðútlgær. Fram til þessa hafa allar tilraunir til að binda enda á hungurverkfall Sands farið út um þúfur. Almennt er búizt við að miklar óeirðir brjótist út á Noröur-írlandi ef Sands lætur lffið af völdum hungur- verkfallsins. öryggissveitir eru við öllu búnar og undanfama daga hefur komið tif átaka á milli þeirra og upp- þotsmanna f Londonderry. Hafa þrír menn látið lifiö I þeim átökum, sem þó err talin barnaleikur miðað við það sem muni verða ef Sands lætur lffið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.