Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981.
Ci
lltvarp
31
Sjónvarp
ERINDIDR. STEFÁNS AÐALSTEINSSONAR
— útvarp kl. 22,35:
IÞROTTIR—sjónvarp kl. 20,45:
Um uppruna hús-
dýra á íslandi
— niðurstöðurnar þykja renna stoðum undir frásagnir forn-
sagnanna um landnámið
Dr. Stefán Aðalsteinsson búfjár-
fræðingur flytur í kvöld fyrra erindi sitt
um uppruna húsdýra á íslandi. Síðara
erindið flytur Stefán næsta fimmtu-
dagskvöld.
Þessi erindi hans eru að mestu fyrir-
lestur sá sem hann flutti á vegum Líf-
fræðifélags tslands 10. febrúar í vetur.
í samtali við DB sagðist Stefán þó ætla
að segja ítarlegar frá ýmsum atriðum,
meðal annars baksviði landnáms-
tímans, víkingaöldinni og víkingaferð-
um.
Aðaluppistaðan í erindi hans er
samanburður á íslenzkum húsdýrum og
húsdýrum í nágrannalöndum okkar. Sá
samanburður er gerður i fyrsta lagi út
frá fornleifarannsóknum, einkum
beinamælingum húsdýra, i Ööru lagi
því sem ritað hefur verið um húsdýr til
forna, og í þriðja lagi eru þau húsdýr
sem nú finnast á íslandi og í nágranna-
löndunum borin saman.
Stefán hefur stundað rannsóknir á
þessu sviði í 20 ár, þó aðallega sem
tómstundagaman að eigin sögn. Hann
er deildarstjóri við Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
Niðurstöður hans og áiyktanir hafa
vakið nokkra athygli því hann telur að
húsdýr á íslandi séu af norrænum
uppruna. Þykir það styðja það sem
fomsögurnar segja um landnám
Islands. -KMU.
Knattspymuáhugamenn fá eitt-
hvað við sitt hæfi í íþróttaþætti
Bjarna Felixsonar í kvöld. Sýnd
verða nokkur mörk Ásgeirs Sigur-
vinssonar sem hann hefur gert með
iiði sínu, Standard Liege, auk þess
sem kaflar úr fimm undanúrslita-
leikjum í Evrópukeppnum verða
sýndir. Sýnt verður úr leik Real
Madrid og Inter Milanó i Evrópu-
keppni meistaraliða, leik Dinamo
Tblisi og Feyenoord þar sem Pétri
Péturssyni bregður fyrir og leik Carls
Zeiss Jena og Benfica í Evrópu-
keppni bikarhafa og úr UEFA-
keppninni verður sýnt úr leikjum
Ipswich og Kölnar annars vegar og
Sochaux og AZ ’67 Altmar hins
vegar. Liverpool-aðdáendur fáeinnig
aö sjá lið sitt spreyta sig.
Kalott-keppnin í sundi fór fram í
Sundhöllinni við Barónsstíg um pásk-
ana og verður brugðið upp svip-
myndum þaðan, meðal annars sigur-
sundi Ingólfs Gissurarsonar af Akra-
nesi í 200 metra bringusundi.
Einnig er ætlunin að sýna mynd frá
keppni í samsíða svigi sem var liður í
heimsbikarkeppninni á skíðum.
Keppa þá tveir einstaklingar i einu á
samliggjandi brautum. Engin stig eru
veitt til einstaklinga í þessum lið
heimsbikarkeppninnar heldur gilda
stigin í keppni á milli þjóða.
Auk þess sem hér hefur verið upp-
talið verður ýmislegt fleira á dagskrá,
líklega það helzta sem var að gerast á
íþróttasviðinu innanlands um
helgina. -KMU.
--------------m.
Nokkur marka Ásgeirs Sigurvins-
sonar verða sýnd i iþi óttaþættinum.
DB-mynd: Bjarnleifur.
Video — Tœki — Fiimur
Leiga — Saia — Skipti
Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480.
Skólavörðustíg 19 (Klapparstigsmegin).
KVIKMYNDIR
AFSLATTUR
IHill
HILLUSKILVEGGJUM
OG VEGGSAMSTÆÐUM OKKAR
10% SUMARAFSLÁTTUR
Mjög hagstœðir greiösluskilmálar.
Staðgreiðsluafsláttur
Þessi einstöku kjörgilda í nokkra
daga, látið ekki happ úr hendi sleppa.
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími73100
Dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur. Á hnénu er hann með sérkennilegan ullar-
lagð sem kominn er frá Hólum I Hjaltadal en þar standa yfir tilraunir með ræktun á
ýmsum afbrigðum ullar.
1VIDEO1
n
BÆJARINS MESTA
ÚRVALAFENSKUM
í
MATREIÐSLU-
0G VÍNBÚKUM
■
HUSGOGN
Um leið og við
óskum viðskipta-
vinum okkar og
öðrum landsmönn-
um gleðilegs
sumars viljum við
vekja athygli á
þessum hagstæðu
skilmálum! 10%
sumarafsláttur.
YFIR CA TITLAR - VERÐ FRÁ
ww KR.11,80 TIL 249,35
1 llillllllllllllllllllll ■1 w
BOftA
HUSIÐ
LAUGAVEG 178. SÍMI 86780.
(NÆSTA HÚS VH) SJÓNVARPtD).
Knötturinn fær að
rúlla á skjánum