Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. - MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981 - 94. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—ADALSÍMI 27022. f Iskyggilegt þegar fór að flæða yfir stígvélin —segir Ólafur Torfason, en hann ásamt þremur öórum bsið á örlitluskeri ámeðanÁgústGuðmundssonsyntiílandeftirhjálp -siábaks/ðu DB-mynd Sig. Þorri. Hér sjúsl nokkrir lciturmunnu sem leitað hafa konunnar sem týnd er. Hundruð manna tóku þútt I leitinni um helgina. Á innfelldu myndinni er Rannveig Jónsdóttir. Leit að 69ára konu enn án árangurs Hundruð manna hafa um helgina leitað að 69 ára gamalli konu, Rann- veigu Jónsdóttur, sem fór að heiman frá sér að Stuðlaseli 26 á laugardags- morguninn. Ýmsir telja sig hafa séð konuna síðan en þrátt fyrir alla leitina, sem einnig hefur verið gerð úr þyrlu og einkaflugvélum, hefur konan ekki fundizt. Lögreglan biður alla sem telja sig hafa séð þessa nær hvíthærðu full- orðnu konu að gefa sig fram. Einnig er treyst á að fólk sem á skúra, bústaði eða önnur skjól á svæðinu frá Reykja- vík til Hafnarfjarðar að huga að Rannveigu. Hún er í ljósbrúnni kápu, rauðsanseraðri, stígvélum og með græna prjónahúfu. Hún er í meðallagi há og frekar þrekin. Rannveig er líkam- lega hraust en þjáist af minnisleysi og geturekkisagttil sín. í dag verður enn leitað og stjórnar Magnús Einarsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn leitinni. Treystir lögreglan á aðstoð sem flestra viö leitina. -A.Sl. ..' .......................................................... .............................. Stjómarf ramvarp um aðhald í verðlags- og peningamálum: Aukin bindiskylda Seðlabankans heimil, stóraukið vakf veridagsskrifstofunnar vaxtalækkun 1. júní — stööugtgengi 5% niðurskurðurríkisframkvæmda Frumvarpið sem ríkisstjórnin legg- ur fram á Alþingi i dag felur í sér rúmlega þriggja milljarða g.króna niðurskurð á rekstrarútgjöldum ríkis- sjóðs og framlögum tii framkvæmda og vissra sjóða. Stefnt er að þvi áður yfirlýsta markmiði að verðbólgan fari ekki yfir 40%. Nokkrar niðurgreiðslur verða auknar á þeim vörum og þjón- ustuþáttum sem áhrif hafa á vísitöl- una. Gosgjaldið verður lækkað. Að- gerðimar miðast við stjóniun peninga- mála og verðlagsmála með sjálfsögð- um áhrifum á vísitöluna. Ekki verður með neinni vissu séð hvort launa- hækkun 1. júní verður að ráði meiri eðaminnien 8%. Frumvarpið miðar að þvi að tryggja stöðugt gengi íslenzku krón- unnar að minnsta kosti þar tii séð verður nýtt fiskverð 1. júni. Frumvarpið gerir ráð fyrir vaxta- lækkun 1. júni, auk þess sem i þvi mun felast heimild Seðlabankans til aukinnar bindiskyldu gagnvart viss- um lánastofnunum, með öðrum orðum meiri bindiskyldu viðskipta- bankanna gagnvart Seðlabankanum en 28% eins og hún hefur verið. Inn í bankakerfið hafa runnið vax- andi innlánspeningar. Heimild Seðla- bankans til aukinnar bindiskyldu, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, er hugsuð sem liður i stjórn peninga- mála ef ástæða þykir til að hamla gegn auknum útlánum bankanna á þessu fé og þannig almennt vaxandi peningaflæði. Verðlagsstjóri og verðlagsskrif- stofan fá með frumvarpinu nýtt veru- lega aukið lagalegt vald til virkara að- halds i verðlagsmálum en nokkru sinni fyrr. Getur verðlagsskrifstofan krafizt þess að fyrirvaralaust lögbann verði lagt við ólöglegum verðhækk- unum svo dæmi sé nefnt um aukið sjálfstæði og vald hennar. Frumvarpið er eindregið mat rikis- stjórnarinnar á því að verðlags- og peningamál þurfi að taka föstum tökum og hafa á þeim markvissa stjórnun. Niðurskurður framkvæmda sem fjármagnaðar eru úr ríkissjóði að mestu eða öllu leyti verður að líkind- um um 5%. Hafa ráöherrar þó svig- rúm til að móta það nánar hvernig dregið verður úr framkvæmdum inn- an einstakra meginútgjaldaþátta. Frumvarp þetta um aöhald í verð- lags- og peningamálum veröur að öilum líkindum lagt fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp í dag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.