Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. 29 Bflasýning Kvartmfluklúbbsins Sendiferðabflamir vinsælastir Hemi Challangerinn hans Guðmundar Guðmundssonar var kosinn verklegasti kvartmflubfllinn á sýningunni annað árið I röð. Bfllinn á þó ennþá eftir að sanna getu sfna á kvartmflubrautinni. DB-mynd J. A. K. Dragsterinn hans Ludvigs Björnstadts er kraftmesti, fljótasti og hraðskreiðasti bill sem komið hefur til íslands. DB-mynd J. A. K. Kókosbollan hansólafs Vilhjálmssonar var á sýningunni og skartaði þar bikurunum og verðlaunapeningunum sem þau hafa unnið til f sameiningu. Ólafur á fslandsmetið f kvartmfluakstri á fslandi en það er 10.27 sek. DB-mynd J.A.K. Sjötta bílasýning Kvartmíluklúbbs- ins var haldin um páskana og tókst hún vel. Sýningargestir voru þó mun færri en búizt var við og hefur verið á fyrri sýningum klúbbsins. Eru vafalaust margar ástæður fyrir minnkun aðsóknar og má þar fyrst telja óvenju gott veður um páskana en einnig var nýlokið alþjóðlegri bilasýningu á vegum Bílgreinasambandsins. Merkilegasti bíUinn á sýningunni að þessu sinni var vafalaust Dragsterinn hans Ludvigs Björnstadts sem fenginn var á sýninguna frá Noregi. Flestir grindarbílar, eða Dragsterar eru með Hemi vélum og því vakti það nokkra furðu mína þegar ég sá að í bílnum var Chevrolet vél þar sem ég vissi að hann átti Norðurlandametið í Kvartmílu- akstri (6,35 sek. 360 km/klst). En þegar ég sá nafn mannsins sem hannaði og smiðaði vélina á forþjöppunni hefði ég ekki efazt um getu hennar þótt það væri tveggja strokka Trabant vél. Þvf eins og Bob Glidden , heimsmeistari i Pro Stock flokki í kvartmilu síðastlið- in tvö ár, segir: „Vélin hefur ekki hug- mynd um hvaða tegund hún er, það ei maðurinn, sem setur hana saman, sem skiptir öllu máli.” Vél Dragstersins var kirfilega merkt Ed Pink, en hann er einn frægasti vélasmiður Bandarikj- anna í dag. Ed Pink smiðar vélar fyrir margar helztu toppstjörnurnar, bæði i Funny Car flokki og Top Fuel flokki. Má þar t.d. nefna Don Prudhomme sem verið hefur fremstur Funny Car ökumanna í fjölda ára og oftar unnið heimsmeistaratitilinn en nokkur annar. 1976 setti Prudhomme heimsmet sitt i Funny Car flokknum þegar hann fór Indianapolis kvartmílubrautina á 5.93 sek. En það voru fleiri bílar en Dragster- inn á sýningunni og þó þeir hafi verið færri en oft áður má segja að þeir hafi verið vel valdir. Fæstir þeirra höfðu verið sýndir áður og flestir voru óvenju glæsilegir. Eins og áður voru það sýningargestir sem kusu bílana sem fengu verðlaun á sýningunni. í fyrra var það Svarta-María, sendi- ferðabíllinn hans Gylfa Pálssonar sem vakti stormandi lukku og var kosinn bæði athyglisverðasti og fallegasti bill- inn. Sendiferðabilarnir virðast enn eiga hugu og hjörtu áhorfendamra þvi að i ár var annar sendiferðabill kosinn bæði Gamli Lettinn hans Arnar O. Guðjónssonar vakti mikla athygli, enda óvenjuvel uppgerður og vel til hans vandað að öílu leyti. DB-mynd J. A. K. Midnight Express sendiferðabillinn hans Gísla Ólafssonar var kosinn fallegasti og verklegasti billinn á sýningunni. DB-mynd J. A. K. Verklegasti kvartmilubillinn var kosinn 426 Hemi Challangerinn hans Guðmundar Guömundssonar en þessi fallegasti og athyglisverðasti billinn, þó ekki með eins miklum yfirburðum og Svarta-Maria i fyrra. Gisli Ólafsson á sendiferðabilinn sem sigraði i ár og er það Chevy Van, þekktur sem Midnight Express eftir skreytingunum á hliðum bílsins. Í öðru sæti, sem fallegasti bíll- inn, var gamall blæju Chevrolet sem örn Ó. Guöjónsson á. Ólafur Ólafsson átti bilinn sem var í öðru sæti sem athyglisverðasti billinn en það er mikið breyttur VW. sami bíU var einnig kosinn verklegasti bUUnn í fyrra. í öðru sæti sem verkleg- asti bíUinn var Kókosbollan hans Ólafs VUhjálmssonar en sá bUl á islands- metið i kvartmUuakstri og hefur sigraö i fleiri kvartmUukeppnum en nokkur annar bUl hér á landi. Ari ViUijálmsson átti verkiegasta mótorhjólið 1 fyrra og sýndi þá Honda CB 900. 1 ár átti hann einnig verkleg- asta mótorhjólið en sýndi að þessu sinni Kawasaki hjól sem hann hefur verið að byggja fyrir kvartmiluna. í því hjóli er 831 cc vél og er afgasforþjappa áhenni. Jóhann Kristjánsson. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr. 14 - S 21715, 23515 Reykjavík: Skeilan 9- S. 31615. 66915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við utvegum yður afslátt á bílaleigubilum erlendis SKÓLAVÖRDUSTÍG 41 - SÍMI 20235. REYFARAKAUP!! KVEN- OG KARLMANNAREIÐHJOL JÚLiUS P. GUÐJÖNSS0N HEILDVERZLUN SUNDABORG 17 - SÍMI 36880 Aðeins kr

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.