Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. (MB Erlent Erlent Erlent Erlent ]] ' - - - -. .. MIKIL SPENNA Á STJÓRN- MÁLASVIÐINU í FINNLANDI —Hröður Mauno Koivisto hefur aukizt m jiig og f innska þjöðin vill nú fá hann fyrir forseta Mikil spenna hefur verið á stjóm- málasviðinu í Finnlandi að undan- fömu og var svo komið á tímabili að útlit var fyrir að ríkisstjórnin hrökkl- aðist frá völdum. Erfiðleikamir hjá ríkisstjórn Mauno Koivisto eiga rætur sínar aö rekja til árekstra milli stjórnarflokkanna en þó kannski enn frekar ágreinings innan flokkanna sjálfra. Ekki á þaö minnstan þátt í þessari spennu að mjög skiptar skoðanir eru um hver eigi að verða eftirmaður Uhro Kekkonens sem næsti forseti landsins. Sú spurning hefur mjög fléttazt inn i hinar pólitisku deilur f landinu. Sagt er að spennan sé mest innan Kommúnistaflokksins sem lengi hefur verið klofinn i tvær andstæðar fylkingar sem eiga i harðri innbyrðis baráttu. Ástæða þess að flokkurinn hefur ekki endanlega klofnað f tvo flokka er einfaldlega talin sú að bróðurflokkurinn í Sovétríkjunum leyfi það ekki. En klofningurinn kemur skýrast fram i því að meiri- hlutinn hefur átt aðild að ríkisstjóm- inni en minnihlutinn verið í stjómar- andstööu. Sósialdemókrataflokkurinn, sem er stærsti flokkur landsins, hefur einnig átt í erfiðleikum vegna innan- flokksátaka. Hópur flokksmanna stendur þétt við bakið á flokksleiö- toganum Kalevi Sorsa en aðrir fylkja Hveragerði Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni í Hvera- gerði. Uppl. ísíma 99—4628 eða 91—27022. Óiafsvík Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Ólafsvík. Uppl. ísíma 93—6373eða 91—27022. Hettissandur Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni strax á Hellissandi. Uppl. ísíma 91—27022. meajaa •Hv ' t ' •/ X ■ • \>Q t{.>.>. ; í:> <■: ■ X • .> □ □□□□.□ •/' ;•-«<*» «••? hyp I »«•' ■ c.u\ ' > Mn,! □ □□.□,□□ 5 j > -<U ---fe •• •>;'>=■'> Md aaaa□□ B Q| o b b mm tmm msm nsn iSb wm IPI WM illfl 18 £1B8 £1 @188 18 fiB FX-310 BÝÐURUPP Á: • Algebra og 50 visindalegir möguleikar. • Slekkur á sjálfri sér og minn- ið þurrkast ekki út. • Tvær rafhlöður sem endast í 1000 tíma orkunotkun. • Almenn brot og brotabrot. • Aðeins 7 mm þykkt i veski. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. Verð: 487,- B-811 BÝÐUR UPP Á: • Klukkutima, mín., sek. • Mánaðardag, vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu um mánaðamót. • Rafhlöðu sem endist í ca 5 ár. • Er högghelt og vatnshelt. • Ljóshnappur til aflestrar i myrkri. • Ryðfritt stál. • 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón- usta. Verð: 544,50 CASIO-EINKAUMBOÐIÐ BANKASTRÆTI8, SÍMI27510. Koivlsto (S) er nú þjóðhetja og iik- legastur til að verða kosinn næsti forseti landsins. sér um forsætisráðherrann, Mauno Koivisto. Auk þess er innan flokksins róttæk vinstri hreyfing sem er þó ekki eins öfiug nú um stundir og oft áður. Miðfiokkurinn skipti um leiðtoga síðastliöið sumar er Paavo Váyrynen vann sigur yfir Johannesi Virolainen. Einnig þarna er um innanfiokksátök að ræða. Hinn nýi flokksleiðtogi hefur í nógu að snúast sem utanríkisráöherra og hefur kannski vanrækt flokkinn af þeim sökum. Það hefur leitt tii þess að ýmsir þeirra sem studdu Váyrynen í fyrra hafa nú á nýjan leik hallað sér að fyrri leiðtoga flokksins, Virolainen, sem þykir skynsamur og hrífandi stjómmálamaður. Ýmsir gætu af þeim sökum vel hugsað sér hann sem stjórnmálamann. Á hinn bóginn hefur stjarna Ahti Karjalainens lækkað á himni stjórn- málanna þrátt fyrir að lengi hafi verið litiö á hann sem nokkurs konar „krónprins” Kekkonens. Karja- lainen gegnir nú embætti ríkisbanka- stjóra og hefur því lítið að segja á sviði stjórnmálanna. Viss taugaóstyrks virðist gæta innan Miðflokksins þrátt fyrir að síðustu skoðanakannanir sýni fram á aukiö fylgi flokksins. Fylgisaukning- in hefur raunar verið skýrð á þann hátt aö kommúnistar hafi tapað fylgi vegna atburðanna í Póllandi. Einkum virðist fylgi Miðflokksins hafa aukizt i sveitum landsins. Taugaveiklunin innan Miðflokks- ins er einkum fram komin vegna þess að mönnum sýnist svo sem hinu póli- tíska og efnahagslega valdakerfi sem byggt hefur verið kringum Kekkonen forseta sé nú alvarlega ógnað. Finnska þjóðin vill fá Mauno Koi- visto fyrir næsta forseta og Koivisto er í flokki sósíaldemókrata. Vandinn sem Miðflokkurinn stendur nú frammi fyrir er sá hvernig hin pólitíska valdastaða verði tryggð, sú valdastaöa sem var grundvölluð þegar Kekkonen varð forseti árið 1956. Mikil barátta á sér nú stað bak við tjöldin af þessum sökum. Miðflokkurinn hefur nú 17,4 prósent atkvæða kjósenda og flokkurinn hefur lengst af fylgt hinni svokölluðu K-línu í stjórnmálunum sem kennd er við þá Kekkonen og Karjalainen. Þessi lína hefur þótt gefast vel. Flokkurinn hefur þó átt við umtalsverða erfiðleika að etja upp á síökastiö. Fyrstu erfiðleikarnir komu fram í dagsljósið þegar Virolainen var sparkaö. Síðan birtust erfiðleik- arnir í því að reynt var að sprengja ríkisstjórnina i þeim tilgangi aö koma Koivisto frá völdum. Þrátt fyrir að sú tilraun nyti stuðnings vissra afla innan Sósíaldemókrataflokksins fór hún út um þúfur þegar Koivisto óvænt neitaði að segja af sér fyrir hönd ríkisstjórnarinnar á þeim forsendum að hún nyti trausts þingsins. Koivisto varð þjóðhetja og ríkisstjórnin komst í gegnum erfið- leikana. Skoðanakannanir sýna að ríkis- stjórnin nýtur trausts kjósenda þrátt fyrir margháttuð áföll að undan- förnu og einkum nýtur Koivisto mik- illa vinsælda meðal hins almenna kjósenda. Þeir segja að hann sé heiðarlegur og að hann hafi aldrei reynt að upphefja sig á annarra kostnað. Hann einn þykir hafa verið fær um að sætta þau ólíku sjónar- mið sem gætt hefur innan ríkis- stjómarinnar. Kekkonen forseti . Valdakerfið sem byggt var f kringum hann verður f mikilll hættu þegar hinn aldni forseti lætur af störfum. Virolainen (M) er að ná sér á strik að nýju. Karjalainen (M). Möguleikar hans á að verða næsti forseti Finnlands hafa minnkað verulega. Sorsa (S). Hópur flokksmanna stendur með honum á móti forsætis- ráðherranum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.