Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. 13 Lúðvík Gizurarson Það er sagt, að stórir hlutir gerist oft rneð hljóðlátum hætti. Svo er t.d. um þá miklu breytingu, sem orðið hefur á fiag sparifjáreigenda með verðtryggingu innlána. Raunar er réttara að tala um byltingu, þar sem nú er hægt að geyma fé á 6 mánaða verðtryggðum reikningum, án þess að það sé í hættu vegna verðbólgu. Verðtryggingaröld er þar með hafin og hefur ekki farið af stað með neinum hávaða eða látum. Annað má segja um húskofann í Keflavik, sem gerður hefur verið að stórmáli, en með þeim orðum er átt við fyrir- hugaða byggingu flugstöðvar. Flugstöðin í Keflavík Stjómvöld hér á landi hafa aldrei haft neinn áhuga fyrir byggingu flug- stöðva, þannig að sæmilega væri búið að flugfarþegum. Nægir í þessu sambandi að benda á Reykjavíkur- flugvöll. Þar hefur lengst af verið notast við gamlan bragga, sem flug- amerískt hótel sem íslenzka flugstöð, en tímarnir breytast. Ný flugstöð Byggja þarf nýja flugstöð á Kefla- víkurflugvelli eins og raunar þurfti fyrir 20 árum. Við eigum að gera það einir og sjálfir og hún á ekki að vera stærri en svo, að allir geti orðið sam- mála um að reisa hana. Ef í ljós kemur, að hún reynist of lftil, má byggja við hana síðar, eins og núver- andi flugstöð eða gamla ameríska hótelið hefur verið aukið og endur- bætt. Það er fráleitt að gera þennan hús- kofa þarna suður frá að úrslitamáli í íslenzkum stjórnmálum. Á hinn bóginn ætti þessi síðbúni áhugi fyrir flugstöðvarbyggingu að verða til þess, að allir fagni nýrri flugstöð, hvort sem hún verður stór eða smá. Við missum ekki af neinu, þótt Bandarikjamenn eigi áfram framlag sitt. Annað eins hefur gerzt í samskiptum Bandaríkjamanna og íslendinga. Fjörutíu ára afmœlið Eftir 3 mánuði eru 40 ár síðan amerískar liðsveitir stigu vopnaðar hér á land. Það var 10. júlí 1941, sem fyrstu bandarísku hermennirnir komu til Reykjavíkur. í stað þess var brugðið á það ráð, að biðja Vamarliðið um að láta eftir hótelið á Vellinum. Það voru skiptar skoðanir um þetta mál hjá yfir- mönnum Vamarliðsins, en Islend- ingar fengu hótelið afhent og hafa síðan notað það sem flugstöð. Núverandi flugstöð er því að stofni til gamalt hótel, kostað og byggt af Bandaríkjamönnum. Það var aldrei gagnrýnt þá, að við værum að nota Við höfum því í sumar lifað 40 ár í skjóli bandarískra vopna. í ljósi þessara 40 ára, er húskofi á Kefla- víkurflugvelli (þó stór sé og kallaður flugstöðvarbygging) varla til að rífast um. En samskipti Bandaríkjamanna og Islendinga síðustu 40 árin eru efni iaðra blaðagrein. Lúðvik Gizurarson hæstaréttarlögmaður. klukkustundum saman mega farþegar, sem frá Íslandi fara, oft hírast i „flugstöúvar”-salmim þar sem aúeins eru harúir stólar. Oft er lokaó fyrir alla fyrirgreióslu vió farþega nema aógang aó salernum. A „Núverandi flugstöð er aö stofni til ^ gamalt hótel, kostað og byggt af Banda- ríkjamönnum. Það var aldrei gagnrýnt þá, að við værum að nota amerískt hótel sem íslenzka flugstöð, en tímarnir breytast... ” Húskofinn og ríkisstjómin stöð. Á Reykjavíkurflugvelli ráða íslendingar öllu og geta því ekki kennt öðrum um eitt eða neitt. Eins er þetta á Keflavíkurflugvelli. Það var ljóst fyrir um 20 árum að flytja varð flug íslendinga milli landa af Reykjavíkurflugvelli til Kefla- víkur. Fyrir því voru margar ástæður. Benda má á, að flugvöllur- inn á Reykjavík var orðinn of lítill fyrir millilandaflug. Kaupa þurfti nýjar flugvélar og þær gátu einungis notað hinar stóru og löngu flug- brautir í Keflavík. Fyrir 20 árum vantaði aðstöðu á Keflavikurflugvelli fyrir Loftleiðir hf. og Flugfélag tslands hf. til þess að þessi flugfélög gætu flutt millilanda- flugið suður eftir. Ekki sýndu íslenzk yfirvöld þá (1960) neinn áhuga á byggingu nýrrar flugstöðvar sem mikil nauðsyn var á. Kjallarinn X J 2. Afnám nýlenduskipunar og kyn- þáttamisréttis. 3. Virt sé sjálfstæði og sjálfs- ákvörðunarréttur allra þjóða. 4. Virt sé friðhelgi landamæra. 3. íhlutunarieysi um innanrikismál allra þjóða. 6. Vísindum og menningu sé beitt til að varðeita friðinn og til velferðar mannkynsins. 7. Friðsamleg sambúð ríkja sem búa við mismunandi þjóðfélagskerfi. 8. öll deilumál, sem upp koma, skulu leyst við samningaborðið en ekki meö vopnavaldi. Óhætt er að, segja að stefnuskrá þessi hafi fengið nokkuð góðan hljómgrunn meðai margra þjóða heims og hún hefur verið tekin upp í stjórnarskrá nokkurra ríkja. Fyrst til að taka hana sem heild i stjórnarskrá sina var Bangla Desh, síðan Indland og siðast Sovétríkin sem tóku hana upp í hina nýju stjórnarskrá sem þau samþykktu árið 1977. Kommúnistar og erindrekar Sovétríkjanna? Til að gefa nokkra yfirsýn yfir þekkta menn, sem eru heiðursfor- setar Heimsfriðarráðsins, má til dæmis nefna dr. Martin Niemuller, þýskan prest, sem lengi var í fanga- búðum Hitlers; friðarverðlaunahaf- ann Mac Bride; bandaríska prestinn sr. Ralph Abernaty, formann friðar- hreyfingarinnar sem kennd er við Martin Luther King; Elinor Bernal, ekkju breska eðlisfræðingsins John Bernal sem var forseti Heimsfriðar- ráðsins eftir dauða Frederic Juliot- Curie. Á síðari árum hefur Heimsfriðar- ráðinu bæst allverulegur liðsauki og er það nú fjölmennara en nokkru sinni fyrr. Til liðs við það hafa meðal annarra komið ýmsir fyrrverandi hershöfðingjar NATO sem ofboðið hefur vígbúnaðurinn og ákveðið að helga krafta sína baráttunni fyrir varðveislu friðarins. Má þar sem dæmi nefna itaiska þingmanninn Nino Pasti sem um mörg ár var yfir- maður kjarnorkuvopnaforða NATO. Einnig er þar Costa Gomes, portú- galski herforinginn, sem hafði for- göngu um að kollvarpa herforingja- stjórninni í Portúgal. Verður víst hvorugur þessara manna vændur um að vera kommúnisti og enn síður að ganga erinda Sovétríkjanna. íslenska f riðarnef ndin Islenska friðarnefndin var stofnuð sama ár og Heimsfriöarráðið, 1949. Aðalhvatamaður að stofnun hennar var Kristinn E. Andrésson og var hann í forsvari fyrir hana svo lengi sem honum entist heilsa. Þótt margjr einstaklingar hafi komið við sögu friðarmála á Islandi mun þó jafnan bera hæst nöfn Kristins og Þóru Vigfúsdóttur konu hans. Sigríður Eiríksdóttir, þáverandi formaður Hjúkrunarkvennafélags Islands, var virkur félagi í tsiensku friðarnefnd inni og átti sæti í Heimsfriðarráð- inu, en hún og Kristinn sóttu flest þing þess meðan kraftar þeirra entust. Enn ber að nefna til öflugan stuðningsmann friðarmála hér á landi frá sjötta tug aldarinnar, séra Emil Bjömsson, sem nú er frétta- stjóri sjónvarpsins. Einnig má nefna Halldór Laxness og fleiri þekkta Islendinga sem léð hafa friðarmálum lið gegnum árin, en þessi upptalning skal látin nægja. í flestum þeim löndum, þar sem friðarnefndir eru starfandi, eru þær og hafa verið virt samtök sem ekki hafa orðið fyrir aðkasti, jafnvel ekki á dögum kalda stríðsins. Þessu er öfugt farið hér á landi. íslenska friðamefndin hefur frá öndverðu verið ofsótt af afturhaldsöflunum hér á landi og afturhaldssamir fjölmiðlar hafa ávallt valið henni og þeim sem í henni hafa starfað hinar háðulegustu nafngiftir. Þannig fengu þau Kristinp E. og Sigríður Eiríksdóttir mörg óþvegin orð I eyra frá borgaralegum fjölmiðlum fyrr á árum, en þau létu það ekki á sig fá. Sá munur var þó á að á árum kalda stríðsins hafði Þjóðviljinn ekki enn skipað sér í raðir þeirra sem ofsóttu íslensku friðarnefndina, þannig að á þeim árum var hægt að fá inni fyrir skrif um friðarmálin í því blaði. Isienska friðarnefndin hefur aldrei verið neinn leynifélagsskapur og því síður hefur hún gengið annarlegra erinda. Hún hefur frá stofnun sinni reynt að láta rödd íslands hljóma í þágu ffiðar og afvopnunar á alþjóða- vettvangi og að koma einhverju af því sem rætt er um þessi mál á erlendri grundu til eyrna íslenskra les- enda og útvarpshlustenda. Hitt er önnur saga að hún hefur ekki alltaf átt greiðan aðgang að fjölmiðlum. Ef undan eru skilin nokkur útvarps- erindi, sem María Þorsteinsdóttir hefur flutt á undanförnum árum, hefur lítið pláss gefist í fjölmiðlum þessa lands fyrir boðskap hennar. Um þetta má geta glænýs dæmis. Greinargerð með sömu upplýsingum og finna má i þessari grein var send til allra dagblaöa og ríkisfjölmiðla 6. apríl sl. Hún hefur hvergi verið birt. Jafnvel ekki í Þjóðviljanum sem þó reið á vaðið með furðuskrifin og þaðan af síður í Morgunblaðinu sem lapið hefur í sibylju rakaiausan óhróður Hjalta Kristgeirssonar um nefndina. (Ekki í fyrsta sinn sem H. K. reynist dyggur haukur í horni íhaldsins; nefndi einhver fimmtu her- deild í Alþýðubandalaginu?) Friðlýsing Norður-Atlantshafs Árið 1973 gekkst íslenska friöar- nefndin fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um afvopnunarmál og friölýsingu Norður-Atlantshafsins. Einar Karl Haraldsson var starfsmaður friðar- nefndarinnar meðan á undirbúningi stóð og leysti það verk af hendi með sóma. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá Evrópu, Kanada og Bandaríkj- unum. M.a. voru þar Moses Olsen hinn grænlenski og nokkrir fulltrúar ungkrata í Noregi. Tillöguna um frið- lýsingu Norður-Atlantshafsins flutti Stefán Jónsson þingmaður af miklum skörungsskap. Mun það hafa verið í fyrsta sinn sem tillaga um þetta efni var flutt á alþjóðavett- vangi. Árið 1972 komu hingað í heimsókn Romesh Chandra forseti Heims- friðarráðsins, Matti Kekkonen, sonur Kekkonens Finnlandsforseta og einnig pólskur starfsmaður Heimsfriðarráðsins. Friðarnefndin hélt opinn fund þar sem gestimir fluttu ræður og einnig var haldinn blaða- mannafundur, en lítið sáu fjölmiðlar sér fært að birta frá þeim fundi. Þó skal þess getið að þeir Romesh Chandra og Matti Kekkonen komu fram í sjónvarpinu. Á síðasta vetri komu hingað aftur gestir frá Heims- friðarráðinu. Það voru þau Gordon Shaffer, frammámaður i breska verkamannaflokknum, og Kathy Hannikainen, starfsmaður Heims- friðarráðsins. Þar endurtók sagan sig: Blaðamannafundur var haldinn þar sem aðeins tvö blöð sáu ástæðu til að mæta. Þó kom Gordon Shaffer fram í sjónvarpinu. Ég hef reynt að gefa nokkra mynd af þessum tveim samtökum, Heims- friðarráðinu og íslensku friðarnefnd- inni, í þessari grein. Það er óhjá- kvæmilegt að gróflega sé í málin farið, enda plássi skorinn stakkur. En ég vil að lokum láta þess getið að Islenska friðarnefndin er opin öllum sem af heilum hug vilja vinna að efl- ingu friðar í heiminum, afvopnun og stöövun vígbúnaðarkapphlaupsins — einkum og sér í lagi stöðvun þess vit- firringslega kapphlaups um eflingu kjarnorkuvopna sem augljóst er að draga mun mannkynið fram á hengi- flug gereyðingar innan fárra ára ef al- menningur heimsins spyrnir ekki við fótum. Haukur Már Haraldsson formaður íslensku friðamefndarinnar Á þingi Heimsfriðarráðsins 1980 var Melina Mercouri í sendinefnd Grikklands. Þar.var rætt um málefni Palestinumanna og af því tilefni kom Yasser Arafat lil þingsins. Hér sjást þau i samræðum í þinghléi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.