Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. 5 Dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor er dómari i spumingakeppninnl. DB-mynd Bjarnleifur. Keppt um ísraelsför — Alþjóðleg spurninga- keppni um Gamla testamentið Um árabil hafa jsraelar haldiö al- þjóölega keppni annaö'hvert ár i ýms- um ritum Gamla testamentisins og hefur þátttökuþjóðum fjölgað ár frá ári. Sendiherra ísraels á íslandi, Hava Hareli, hefur haft mikinn áhuga á að koma slíkri keppni á laggirnar hér og hefur nú verið skipuð undirbúnings- nefnd og er ætlunin að forkeppni veröi haldin 30. maí nk. Keppendur þurfa þá að svara skriflegum spurningum og geta gert það á heimaslóðum — þar er átt við keppendur utan Reykjavíkur — undir forsjá ábyrgðaftnanna, sem nefndin fengi til starfa. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í keppninni tilkynni það til sr. Bernharðs Guðmundssonar hjá Biskupsstofu fyrir 15. maí og geta þar fengið að vita nánar um tilhögun keppninnar o.fl. Það skal tekið fram, að allir sem eru 18 ára og eldri geta verið með. f keppn- inni er lögð áherzla á ákveðin efni, frið, félagslegt réttlæti og jafnrétti og ein- ingu meðal mannanna. Bækurnar sem spurt verður úr eru Mósebækumar fimm, Jósúabók, Spámennirnir, Dómarabókin, Fyrsta og önnur kon- ungabók, Sálmarnir og Rutarbók. Sá sem ber sigur af hólmi í keppninni í hverju landi heldur síðan til ísraels í byrjun september og standa ísraelar straum af öllum kostnaði við ferð við- komandi og uppihald. Einnig verður keppendum boðið í ferðir um landið o.fl. Þá verður einnig séð til þess að tungumálaerfiðleikar komi ekki upp, því annaðhvort fer formaður dóm- nefndar í hverju landi meö í förina eða túlkur verður innan seilingar. Það skal ítrekað að tilkynninga- frestur er til 15. maí. Sr. Bemharður Guðmundsson er formaður nefndar- innar og með honum eru blaðamenn- irnir Gunnlaugur A. Jónsson cand theol og Jóhanna Kristjónsdóttir og Jónas Jónasson dagskrárfulltrúi. Dr. Þórir Kr. Þóröarson prófessor verður dómari spumingakeppninnar. Gamlir „Verzlingar” krunka saman Árlegt hóf Nemendasambands Verzl- unarskóla fslands verður haldið i Súlnasalnum 30. aprll. Sá dagur var um áratugaskeið hátiðlegur skóladagur Verzlunarskólans. Fóru skólaslit árum saman fram þann dag og gamlir nem- endur hafa haldið tryggð við daginn, gert sér dagamun, hitt gamla bekkjar- félaga og minnzt lokaprófsins og kveðjustundar við skólann. í hófi Nemendasambandsins hittast þeir sem fagna hálfs eða heils tugs af- mæli frá Verzlunarskólaprófi. Oftast liggur við húsfylli á þessum skemmtun- um, enda þykja þær léttar og fjörugar. Ljóst er að mikil aðsókn verður í ár að hófinu. Formaður Nemendasambandsins er ^nstinn Hallsson óperusöngvari og stjórnar Ksnn hófinu. Tveir Þjóðverjar klúbbstjórar á Kef lavíkurf lugvelli: N10TA SKATTFRIÐINDA SEM VARNARLIÐSMENN — einu þriðju þjóðar mennirnir sem vinna hjá varnarliðinu. — Ráðuneytið hefur ekki haft frumkvæði að þvíað þeir greiddu til íslenzka ríkisins, segir Helgi Ágústsson Tveir þýzkir menn hafa starfað í lengri tíma sem klúbbstjórar á Kefla- víkurflugvelli, án þess að greiða skatta eða skyldur af tekjum sínum. Slíkt hefur vakið athygli manna sem þarna vinna, þar sem hvorki er um að ræða Sumarkoman og tilheyrandi veður hefur sett mikinn svip A manniif að iind- anförnu. Allt annar svipur og fas er á fólki. Þetta unga fólk varð i vegi Bjarn- leifs Ijósmyndara i Lækjargötunni i Reykjavik og eltld leynir sér að veturinn langi heyrir nú sögunni tll. bandariska varnarliðsmenn né Íslend- inga. Helgi Ágústsson deildarstjóri varnar- máladeildar utanríkisráðuneytisins sagði að þessir tveir þýzku menn, Bauer og Hochenstetter að nafni, væru einu mennirnir af þriðja þjóðerni sem ynnu hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þessir menn væru taldir til varnar- liðsins. Þeir hefðu verið ráðnir til starfa sem klúbbstjórar af varnarliðinu er- lendis og nytu þeir sömu réttinda og varnarliðsmenn. „Ráðuneytið hefur ekki haft frum- kvæði að því að þessir menn greiddu gjöld til islenzka rikisins og mér er ekki kunnugt um það hvort þeir greiða gjöld til bandariska ríkisins,” sagði Helgi. - JH diet pepsi MINNA EN EIN KAUÓRÍA í FLJÖSKU Sanitas h H n H imTimrrm! Apple þýðir viðskipti segirframkvœmdastjórinn .. eins og Sir Freddie Laker forseti og LRKER framkvæmdastjóri RIRWRYS „Ég tel að framkvœmdastjórar þurfi að hafa aðgang ad nákvæmum upplýsingum tilþess að geta tekid réttar ákvardanirfljótt í haröri samkeppni. Mikill hluti þessara upplýsinga er annaðhvortfjármálalegs- eða tölfræðilegs eðlis og þar af leiðandi erAPPLE tölvan kjörin fyrir vinnslu nauðsynlegra upplýsinga sem hafa áhrifá afköst fyrirtækis eða deildar. ” Ef þú framkvæmdastýrir eða stjórnar fyrirtæki eða deild þá getur APPLE tölvan hjálpað þér. APLLE þýöir... Þú hefur skjótan aðgang að mikil- vægum upplýsingum. Þú getur leiðrétt þessar sömu upplýsingar auðveldlega þannig að breytingar séu skráðar strax og þú getur látið prenta út þær upplýs- ingar, sem þú vilt, hratt og örugglega, þannig veitir APPLE tölvan þér forskot í samkeppni. APPLE þýðir... Leysa vanda en ekki valda! Fram- kvæmdastjórar geta haft gagn af APPLE-kerfinu sínu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeir fá tölvuna í hendur. Þeir sem annast áætlanagerð komast í feitt með aðstoð APPLE. APPLE þýðir... Áreiðanleiki, þjónusta og eins árs . ábyrgð. APPLE þýðir... Basic, Pascal, Fortran, CIs Cobol og APPLE Pilot. APPLE þýðir ... Þú getur notað VISI CALC forritið í tengslum við APPLE PLOT forritið sem gerir mögulegt að prenta allar tölvulegar upplýsingar í línuriti. Auk þess má tengja DESK/TOP PLAN forritið við hin tvö fyrir mjög stór áætlunarverkefni. VISI CALC er forrit sem er geysiöflugt við áætlanagerð. APPLE þýðir... Fjölbreytileiki — með marga nytsama tengimöguleika í vísinda- og kennslunotkun. APPLE þýðir... Deildur vandi er leystur vandi þegar þú deilir honum með APPLE-umboðinu. tappkz tölvudeild, Skipholti 19. Sími 29800. - A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.