Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. UM — ekki skyndisamráð við stjórnvöld um alvarlegar ef nahagsráðstafanir Hörð gagnrýni á verkalýðssamtökin: Verkalýðssamtökin haf i frumkvæði ||U^IFERÐAR —eftir Charlotte Dubreuil og fimmtán ára dóttur hennar Bflbeltin hafa bjargað Móöir mín var af kvennakynslóðinni sem var fórnað en það líf sem ég og dóttir mín getum lifað er henni að þakka þótt hún fengi ekki notið þess sjálf. DB-mynd Sig. Þorri. með þeim. Þær vilja þetta sjálfar og það er hryllilegt! Þær vilja lifa lífinu gegnum börnin sín. En böm eiga að vera upplifun á ' ákveðnu skeiði — ekki uppbót fyrir það sem maður hefði átt að fram- kvæmasjálfur.” — Það getur verið erfitt er það ekki? (Til dæmis ef foreldrana langar að hlaupast á fjöll í staðinn fyrir að stunda vinnu og búa börnunum gott heimili). „Dóttur minni fannst ég afskaplega seinþroska, en huggaði mlg með þvi að ég gæti lagazt — með mlkilli vinnul” DB-mynd Sig. Þorri. Charlotte og dóttur hennar, en per- sónur hennar og atvik eru skáldskapur. Hún er sögð „sjarmerandi” fremur en dramatísk. „Eins og kvikmyndavélin hafi gægzt inn um skráargat hjá venju- legu fólki,”segir Charlotte, „þar sem engar miklar sálkreppur eru á ferð.” Hún hefst á fæðingu dótturinnar, en lýkur á endurfæðingu móðurinnar. Þá fer dóttirin burt, uppeldi hennar er lokið, nýr kapítuli hefst. ,,Það er sárt, eins og þegar ástar- ævintýri lýkur,” segir Charlotte. — Ganga þær þá sterkar hvor í sína átt? „Nei, þær eru berskjaldaðar og við- kvæmar. Lífið er aldrei auðvelt og þær þrá báðar hamingju, en þú veizt að vonbrigðin eru svo mörg. En kannski eru þær veikar og sterkar á annan hátt en áður. Og þær hafa áhyggjur hvor af ann- arri. Þegar dóttirin kveður og segist ætla að fara og lifa sínu eigin lífi, segir móðirin: Ég vona þú getir það. ,,Ég vona lika að þú getir það,” svarar dóttirin. -IHH Kvikmyndaleikstjórinn Charlotte r uhreuil er sæt og sjarmerandi eins og hún hefði gengið ljóslifandi út úr ein- hverri blaðsíðu tízkublaðsins Elle. Augun eru blá, hárið koparlitt og and- litskremið var einnig koparlitt með fínum gljáa. Blaðamenn fengu kampa- vín og það var ekki um að villast að frönsk kvikmyndavika er byrjuð í bænum. Hún stendur fram á næsta sunnudag og sjö myndir verða sýndar. Mynd Charlotte heitir Ma cherie (elskan mín) og hún skrifaði handritið með dóttur sinni sem þá var fimmtán ára. Fjallar hún um mæðgur tvær sem búa saman í miklu ástríki. „Myndin var gerð af vanefnum og við bjuggumst ekki við að hún mundi vekja sérstaka athygU,” segir Charlotte. (Hún talar aðeins frönsku, en Torfi TuUníus túlkaði með prýði.) „En henni var slegið upp sem stórviðburði í fjöl- miðlum og á Bandaríkjamarkað fór hún og var þar vel tekið. Ég held samt það hafi verið efni hennar að þakka, fremur en mér eða leikurunum.” Mjög fáar stelpur segja mœðrum sínum leyndarmál sín Myndir sem fjallar um ást milli móður og dóttur hafa ekki margar verið gerðar. Það er heldur ekki oft sem talað er um það hvað mæður og dætur eiga oft erfitt með að sýna hvor annarri hreinskUni. En það vandamál er ekkert fremur franskt en íslenzkt. Ég veit um bekk í gagnfræðaskóla í Reykjavík þar sem tvær af stúlkunum geta sagt mæðrum sínum frá þvi sem þær í raun og veru eru að hugsa. Þannig mun það vera alltof víða. „Dóttir mín var fimmtán ára þegar við fórum að vinna saman að handrit- inu,” segir Charlotte Eubreuil. „Viö komumst fljótt að því að við vorum ekki tvær heldur fjórar. Ég eins og ég var, ég eins og ég hélt ég væri, hún eins og hún var, og loks hún eins og hún „Jú, auðvitað,” svarar Charlotte, „alveg óskaplega erfitt, og stundum alls ekki hægt. Samt er það það eina rétta.” Sektarkenndin er versta böl mannkynsins „Og eigi maður að vera foreldrum sínum allt og eitt, þá getur maður ekki samtímis lifað samkvæmt sinni eigin hjartans sannfæringu. Fjöldamargt fólk eyðir lífi sínu í að vera alltaf að af- saka sig fyrir foreldrum sínum eða fara ábak viðþá. Sektarkenndin er eitt versta böl mannkynsins en hún er óhjákvæmileg undir slíkum kringumstæðum.Barnið hefur aðeins um tvennt að velja, hlýðni eða uppreisn og það eru ekki æskilegir valkostir. Mig langar oft að segja við foreldra: Gefið börnunum ykkar lausan tauminn, verið ekki að ráðskast í þeim. Maöur hefur þá skyldu við börnin sin áð elska þau og hjálpa þeim að vaxa upp. En bömin eiga ekki að lifa líft sínu fyrir foreldrana, og foreldrarnir eiga heldur ekki að fórna sér fyrir þau. Lffið er erfitt og vonbrigðin mörg Myndin Elskan mín er byggð á til- finningum og reynslu þeirra mæðgna, hélt að hún væri. Við lærðum mikið af þessu, bæði um sjálfar okkur og hvor um aðra.” Dóttur minni fannst ág hrœðilega seinþroska — Eruð þið dóttir þín líkar í skap- gerð? „Nei, langt í frá,” sagði Charlotte og fer að hlæja. „Og dóttur minni fannst ég afskaplega seinþroska en hún hélt ég gæti lagazt — með mikilli vinnu!” — Heldurðu að líf þitt og dóttur þinnar verði svipaðra heldur en lif þitt og móður þinnar? „Já, móðir mín var af kynslóðinni sem var fórnað. Ég held að það líf sem við dóttir mín getum lifað sé henni að þakka. En hún fékk ekki að njóta þess sjálf. Móðir mín dó meðan við vorum að gera myndina, og kannski breytti það mér. Þangað til hún dó skynjaði ég sjáifa mig meira eins og móðirin í myndinni, en eftir dauða hennar lifði ég mig meira inn í hlutverk dóttur- innar. Og ég saknaði þess að geta ekki átt með móður minni stundir sem við hefðum samt kannski aldrei getað átt saman.” Konum hœttir til að fela sig bak við börnin „F.n kannski erum við nú á hverfi- punkti,” heldur Charlotte áfram. „Myndin Elskan mín sýnir kannski framtíðina, þegar trúnaðarsamband mæðgna verður algengara en nú. Um það bil sem ég fór að vinna að henni fann ég hvernig ég notaði dóttur mína sem afsökun fyrir að gera ekki vissa hluti. Og konum hættir fjarska mikið til að fela sig bak við börnin sín, ganga undir þeim i staöinn fyrir að vera Frönsk kvikmyndavika: ELSKAN MÍN, MYND MÓÐUR OG DÓTTUR Styrkið og fegríð líkamann Dömur og herrar! IMý 4ra vikna námskeið hefjast 4. maí. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — Innritun og upplýsingar alla virka daga f rá kl. 13-22 ísíma 83295. (®/ Júdódeild Ármanns Armúla 32. segir Landssamband vörubif reiöa stjóra Harðorð ádrepa á heildarstefnu verkaýðssamtakanna felst í samþykkt sem gerð var á 14. þingi Landssam- bands vörubifreiðastjóra um miðjan apríl. Bendir þingið á nauðsyn þess að verkalýðssamtökin taki í sínar hendur frumkvæði að lausn vandamálanna. Það sé vænlegra til árangurs en skyndi- samráð við stjórnvöld hverju sinni þegar nýjar efnahagsaðgerðir eru á döfinni. Verkalýðssamtökunum nægi ekki að sýna, hvaða hugmyndum frá öðrum aðilum þau vilja hafna. Þau verði að sýna hvað þau hafi sjálf til málanna að leggja og berjast fyrir framgangi þess. Skorað er á verkalýðssamtökin að marka grundvallarstefnu í efnahags- og kjaramálum til næstu ára. Verði við þá stefnumörkun gerð glögg skil undir- stöðuatriðum ef nahagssk ip ulagsins, svo sem gengisskráningu, fjárfestingu, vaxtakjörum, verðlagsreglum, skött- um, vísitölubótum og félagslegum framlögum. Verði innan ramma slíkrar heildar- stefnu mótuð launamálastefna, sem verkalýðssamtökin fylgi af fullum þunga, enda feU hún i sér sanngjöm launahlutföll mUli stétta og aukinn launajöfnuð án undanbragða. Ný stjóm var kosin og urðu talsverð mannaskipti í trúnaðarstöðum félags- ins. Var Herluf Clausen kjörinn for- maður. Einar ögmundsson lét af störfum formanns eftir meira en aldarfjórðungs forystu í Landssambandinu. Voru Eir.ari þökkuð frábær störf og sam- þykkt að heiðra hann með sérstöV’jm hætti. - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.