Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. Ssetir verkstjórar. Jóhanna Gunnarsdóttir, Fjóla Leósdóttir, Einar Vigiundsson, Anna Sigurðar, Björn G. Jónsson og Jóhanna Einarsdóttir. FÓLK ÁSGEIR TÓMASSON Svavarsérum sína og Þröstur feríBrunabót Nú hefur umsóknarfresturinn um stöðu forstjóra Brunabótafélags íslands verið framlengdur. Ekki mun það stafa af mannfæð í eftirsótta toppstöðu. Bæjarslúðrið segir, að staðan sé ætluð Þresti Ólafssyni hagfræðingi, aðstoðarmanni Ragnars Amalds fjár- málaráðherra. Hafi hann ekki sótt málið fast heldur hafi þvert á móti þurft að ganga á eftír honum með grasið í skónum til aö þiggja stöðuna. Hefði enn vantað herzlumuninn þegar fresturinn rann út og hafi hann því verið framlengdur. Svavar Gestsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra veitir stöðuna. „Gunnlaugsbúð sér um sína,” aug- lýsti Gunnlaugur Stefánsson, kaup- maður í Hafnarfirði í gamla daga, afi Finns Torfa og Gunnlaugs Stefáns- sona, fyrrum þingmanna. Svavar sér líka um sína. Ogsvokom loksins kœlir ígamla Verzlunar- félagiö.... Þrátt fyrir að Egilsstaðir séu nokkurs konar þjónustumiðstöð Austurlands er ekki þjónustan jafn- góð á öllum sviðum. Á Egilsstöðum er eins og víðast hvar annars staðar á landinu kaupfélag og einnig er þar Verzlunarfélag Austurlands. Hið siðarnefnda rekur tvær verzlanir. önnur er í þorpinu sjálfu, en hin (sú eldri) norðan við Lagarfljótið. Nú bar svo við að kælirinn í nýrri verzluninni var farinn að gefa sig þannig að kjötvörur skemmdust æði oft. Fólk var farið að kvarta undan vondum kjötvörum og gekk svo nokkurt skeið. Eigandi Verzlunar- félagsins, sem þykir með sparsöm- ustu mönnum, dreif sig í að fá nýjan kæli í verzlunina og réðu húsmæður í þorpinu sér ekki fyrir kæti. En húsmæður norðan fljótsins eru ekki jafnhressar í bragði. Eftir áralangt þras um að reyna að fá eigandann til að fá kæli í eldri verzlunina kom jú kælir þangaö, en hann reyndist þá eftir allt saman sá ónýti úr þorpinu. Segja sögur að húsmæður sem búa norðan Lagarfljóts líti gamla Verzlunarfélagið illum augum um þessar mundir og brenni þangað framhjá daglega og verzli í kaup- félaginu. Nokkuð er mismunandi eftir lönd um hvernig tekið er á bílstjórum sem hafa gerzt sekir um ölvun við akslur. Í marzhefti fréttabréfsins Vegamál birt- ist eftirfarandi klausa: Bakkusog bílstjórar 1 Suður-Afriku fær drukkinn öku maður ýmist tiu ára fangelsi, 10.000 dollara sekt, eða hvort tveggja. í Ástraliu eru nöfn drukkinna öku manna send fjölmiðlum þar sem þau eru birt undir fyrirsögninni „Hann ók drukkinn og er.í fangelsi." i Malaysiu er ökuntaður fangels aður. Ef hann er kvæntur er konan fangelsuðlíka. Í Tyrklandi ekur lögreglan drukkn- unt ökumanni þrjálíu kílómetra út fyrir bæjarmörkin. Þaðan er hann neyddur til að ganga heim — i lögreglufylgd. Í San Salvador taka aftökusveiiir drukkna ökumenn og skjóta þá. Í samanburði við slikar og þvilikar reglugerðir má islenzka lögreglan teljast fremur umburðarlynd. Voðalega er gaman að vinna í nýju húsi Ósköp var hann Óli nú ánægður og glaður er hann þurfti ei lengur að blása I fiautuna. Nú er hann svo broshýr og allur annar maður og iðar hreint af kæti við að telja ormana. Eggert, hann er stúrinn og varla sést á vakki og vist er það hann linnir ekki sínum kvörtunum, ;það er ekkert fjör að vera í þessu fjandans hakki, nú fæ ég ekki lengur að klappa stúlkunum. Konurnar við borðin I sæluvimu svífa, svei mér þá, nú getaþær jafnvel hvíslazt á, en Mikki er i kúttun og Mikki brýnir hnifa og Mikki þarf að snúast i ýmsu til og frá. Hjá mannskapnum i vinnusalnum misjafnlega gengur, mikið hugsar Siggi Pétur nú um kvennafar, nú er enginn hávaði og ekki kuldi lengur, svo eru þeir nú sætir, þessir nýju verkstjórar. Anna, hún er drottningin sem allir gcfa gætur, einkum þegar sullar hún í kassaþvottinum, en allur er varinn góður, og ekki sizt um nætur, nú er hún því til húsa hjá sjálfum prestinum. Ásdis Jóhannesdóttir syngur gaman visurnar. Ósköp er hann Þröstur nú ánægður og glaður. Ekki lengur heyrist hann tala um vol né víl, þvf sfðan krónan stækkaði er hann allur annar maður og ætlar nú að kaupa sér finan vörubil. Áður fyrr hjá Hannesi var ekki nokkur friður, út og suður þurfti hann að bera peninga, en nú þarf Hannes bara að hlaupa upp og niður hlýlega samt klappar hann á gömlu töskuna. G.G. — Patreksfirðingarfagna nýja frystihúsinu Árnadætur með eiginmönnum sínum. Frá vinstri eru Dröfn, Einar Jónsson, Stefán Egilsson, Pálmi Stefánsson afíakió, Helena og Hugrún. DB-myndir Elin. Starfsfólk Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar hafði ærna ástæðu til að vera hresst í bragði á árshátið fyrirtækisins nú á dögunum. Þá fyrr um daginn hafði nýja frystihúsið verið tekið í gagnið. Allir voru því glaðir og reifir eftir kokkteil dagsins þegar setzt var að borðum i félagsheimili Patreks- fjarðar. Margt var sér til gamans gert á árs- hátiðinni. Úlfar B. Thoroddsén flutti annál í gamansömum tón. Anna S. Einarsdóttir las sögu um það sem getur gerzt þegar furðufisk ber að garði. Ásdís Jóhannesdóttir flutti gamanvísur og nokkrir kátir starfs- menn frystihússins sungu við undir- leik Sigurjóns Jóhannssonar sem búinn er að vinna hjá fyrirtækinu frá stofnun þess. ÖIl voru skemmtiatriðin heimatilbúin. Áður en skemmtiatriðin hófust álu gestir og drukku af hjartans lyst og að þeim loknum var stiginn dans fram eftir nóttu. Til gamans fylgir hér með einn bragurinn sem sunginn var um kvöldið. Elín Oddsdóttir, Patreksfirði. Lag:.... Fimmeyringurinn. Mikið voðalega er gaman að vinna i nýju húsi, já, vist er þáð hér stórkostlegir hlutir hafa skeð. Einn af þeim sem hcldur sínu embætti er Fúsi. Á upphaflegri teikningu þá var hann hafður með. Oft á nýjum vinnustöðum verður margt til tafa og víst er stundum erfitt að halda sönsum þá, En Jói Jóns og Óskar á Hausastöðum hafa húmorinn i lagi þó gangi sitthvað á. Búin að starfa hjá fyrirtækinu fra byrjun. Sigurjon Jóhannsson, heiðursgestur kvöldsins, Valgerður Jónasdóttir, Aifdís Sigurjónsdóttír og Guðmundur Ólafsson. Bæði Númi og Magnús sér una I aðgerðinni, öðru hvoru Mikki, hann stendur þeim við hlið, en eitthvað hefur ruglazt í útlitsteikningunni þvi auminginn hann Beggi þar lenti utan við. Þegar illa fiskast er litið við að vera en vist er stundum þægilegt að geta verið frjáls, Öðru hvoru í sumar var ekki neitt að gera en alltaf var þó reytingur fyrir Hönnu Páls. Jónas Þór, Vigfús Þorsteinsson, Sabína Sigurðardóttír, Mikaei Þorsteins og Anna Stefania. Það veitti ekkert af þvi að eiga mann til vara sem auðveldiega hlaupið gæti í skarðið litla stund, því forstjórarnir koma og forstjórarnir fara og forstjórarnir þurfa oft að bregða sér á fund.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.