Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 15
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1981.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ1981.
15
«
Sþróttir
Iþróttir
iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
Ásgeir skrifaði undir 3ja ára
samning við Bayern MUnchen
— „ Allt klárt milli mín og Bayern en félögin eiga eftir að semja sín á milli,” sagði Ásgeir Sigurvinsson í gærkvöldi
„Ég er í sjöunda hlmnl. Mjög
ánægður með lifið. Þetta er toppurinn i
knattspymuheiminum. Ég fór til
Miinchen i Vestur-Þýzkalandl um heig-
ina og skrifaði undir samning við Bay-
ern Miinchen, eitt frægasta knatt-
spyrnufélag heims, á mánudag. Samn-
ingurinn er tll þriggja ára og það er allt
klárt milli min og félagsins,” sagði Ás-
gelr Sigurvinsson, þegar DB hringdi til
hans f gærkvöld til Llege en Ásgeir var
þá aftur kominn tll Belgiu.
„Ég hafði um þrjú félög að velja,
auk Bayem Múnchen, Ajax í Hollandi
og Köln i Vestur-Þýzkalandi. Samning-
urinn minn við Standard Liege rennur
út um þessar mundir og það var létt
fyrir mig að velja Bayem. Ég verð 26
ára nú í vikunni og þetta er síðasti
möguleikinn að koma sér betur fyrir.
Ég hefði ekki farið frá Standard Liege
nema til algjörs toppfélags og Bayern
MUnchen er það. Ég vil heldur vera í
MUnchen en Köln. Það er failegri borg
og léttara yfir fólki þar,” sagði Ásgeir
ennfremur.
„Þó allt sé klárt milli mín og Bayern
eiga Standard og Bayern eftir að semja
sín á milli um kaupverðið. Ég veit að
Petit, stjórnarformaður Standard,
verður harður eins og hann hefur alltaf
verið. Erfiður. En það breytir vonandi
engu fyrir mig. Ég er ákveðinn að fara
til Bayem. Ef félögin ná ekki sam-
komulagi þá hætti ég hjá Standard.
Kem heim til islands og ég hef ekki trú
áað Petit viljiþað.”
Blööin í Miinchen nefna ákveðnar
tölur i samningum félaganna. Bayern
vUjl greiða eina milijón marka. Hvað
segir þú um það?
„Það er auðvitað út í hött að vera að
nefna einhverjar ákveðnar tölur þegar
félögin hafa ekki samið sín á milli. Það
á eftir að koma i ljós á næstu dögum og
ég vona að það verði á næstu dögum.”
SETTl NYTT NORSKT
METíTUGÞRAUT
Norðmaðurinn Guðmund Olsen frá
Sigdal náði nýlega 7823 stigum i tug-
þraut á móti i Pennsylvaniu i Banda-
rikjunum. Það er nýtt norskt met. Það
eldra áttl Olsen sjálfur, 7718 stig. Bætti
þvi árangur sinn um lOSstig. Rétt er að
taka fram að handtimataka var i hlaup-
unum á mótlnu i Bandarikjunum.
Árangur Guðmund Oisen i einstök-
um greinum var þannig:
100 m hlaup
langstökk
kúluvarp
hástökk
400 m hlaup
110 m grindahlaup
kringlukast
stangarstökk
spjótkast
1500 m hlaup
11.5
6.85
14.96
2.00
51.9
15.3
45.24
4.50
66.16
4:27.4
Hilmar Oddsson skrif ar f rá Vestur-Þýzkalandi:
Eru dagar Bundeslígunnar taldir?
Áhorfendum fækkar stöðugt. Flest félög eiga við fjárhagsvandræði að etja. Eru laun leikmanna of há?
Nú fer senn að liða að lokum
Bundesligunnar (þýzku 1. deildarinnar)
og spennan er i algleymingi, bæði á
toppnum, þar sem Hamborgarar reyna
nú sem mest þeir mega að endurheimta
meistaratitilinn sem þeir glopruðu i
hendur Bæjara á sfðasta ári og á botn-
inum, þar sem hvorki meira né minna
en flmm llð berast á banaspjótum. Vist
er að þrjú þeirra munu fylla flokk
„lltlu” liðanna næsta keppnistimabil,
þ.e. falla i hina nýstofnuðu sameinuðu
2. deild. t fljótu bragði hljómar þetta
prýðilega; knattspyrna er keppni og
keppni á að vera spennandi. En er ekki
eitthvað meira en lítið að, þcgar þriðj-
ungur iþróttafréttaþýzkrudagblaða og
timarlta fer i þá glórulausu og
örvæntingarfullu keppni sem fer aðal-
lega fram á bankaskrifstofum og á
stjórnarfundum knattspyrnufélaganna.
Vist er þessi keppni utan vallar ekki
siður spennandi en sú sem fram fer
leikvöngunum, en hún á þó altént
meira skylt vlð bissness og brask en
knattspyrnu.
Mergurinn málsins er nefnilega sá,
að samtals skulda öll félög Bundeslig-
unnar og hinna tveggja annarra deilda
u.þ.b. 74 milljónir marka (Upp með
litlu tölvumar!). Þetta eru þó smápen-
ingar miðað við þær 300 milljónir
marka sem vafalaust fjölga andvöku-
stundum italskra knattspyrnubossa. Og
ástandið er víða slæmt. Þannig sitja
deildirnar í Englandi, Frakklandi,
Hollandi og Belgiu allar í hnausþykk-
um skuldasúpum.
Áhorfendum fœkkar
en kaup leikmanna
hœkkar
En litum nánar á ástandið innan
þýzku knattspyrnunnar: Ein höfuðors-
sök þessa mikla fjárhagsvanda er sú að
áhorfendum fækkar stöðugt á pöllun-
um — aðgangseyrir er dýr og svo finnst
mörgum það ólikt hentugra að njóta
hinnar ágætu þjónustu þýzku sjón-
varpsstöðvanna og sjá öll mörk bæði í
slóvmósjon og riplei. Sé tekið mið af
vertíðinni 1977—78, þá hafa u.þ.b. 2
milljónum færri áhorfendur mætt til
leiks á þessari vertið, sem senn er á
enda.
önnur veigamikii orsök þessa vanda
er einfaldlega sú að útgerð hvers
félags er of dýr. Á síðustu 10 ámm hafa
grunntekjur leikmanna hækkað um
helming og nú er svo komið að
mörgum leikmönnum finnst kominn
tími til að spoma við þessari þróun. En
leikmenn fá ekki aðeins greiðslur frá
illa stöddum félögum sinum; þeir verða
jú að lifa eins og hver annar. Stórfyrir-
tæki sjá til þess að þeir lendi ekki á
vergangi með fjölskyldur sínar.
Franz Beckenbauer, 35 ára knatt-
spyrnumaður og fyrir löngu milljóner
fær 500 þýzk mörk í mánaðarlaun að
viðbættum þeim 1500 mörkum er hann-
fær fyrir hvert unnið stig. En svo hann
eigi fyrir hinu sihækkandi bensíni, fær
hann árlega 1 milljón marka frá BP
fyrir að bera merki þess á barmi sér
(sem og aðrir HSV-leikmenn) og fyrir
að sjá um þáttinn „Fit mit Franz” á
síðum fyrirtækisbæklings þessa vold-
uga oliufyrirtækis. Þar gefur hann
ungu fólki holl ráð og kennir því að
forðast eiturlyf ýmiss konar. En sagan
er ekki öll. Þrátt fyrir að bifreiðafyrir-
tækið Lancia greiði honum 350.000
mörk fyrir auglýsingar og skóverskmiðj-
an Adidas 250.000 mörk nær Franz
kallinn þó ekki að þéna jafnmikið og
Kevin Keegan tókst síðasta ár sitt f
Hamborg. Margur er knár, þó hann sé
smár. f gegnum auglýsingasamninga
við BP og önnur fyrirtæki tókst Tjalla
þeim að koma árstekjum sinum i upp í
3 milljónir marka (brúttó).
Vafasamur leikur
En það eru ekki aðeins stjömur HSV
sem fá sitt (og vel það) frá BP. Þannig
fær gjaldkeri Hamborgarliðsins 4,8
milljónir marka tii ráðstöfunar á næstu
fjómm ámm. Forseti féiagsins, Dr.
Wolfgang Klein hefur viðurkennt að án
þessa stuðnings stórfyrirtækja, væri
ekki einu sinni hægt að greiða leik-
mönnum laun. Útgerð hinna fyrrver-
andi (og e.t.v. tilvonandi) Þýzkalands-
meistara kostar 1 milljón marka á
mánuði og mun reyndar vera sú dýrasta
i Bundesligunni.
Auðvitað eru önnur Bundesligulið
einnig háð utanaðkomandi hjálp.
Bayern MUnchen þiggur árlega 750.000
mörk frá Magirus-Deutsch-tmkkasam-
steypunni fyrir auglýsingar, FC Köln
650.000 mörk frá Pioneer-hljómtækj-
um og Bomssia Dortmund fær 400.000
mörk fyrir að auglýsa UHU, sem bók-
staflega límir allt.
Samningur á borð við þann er HSV
og BP hafa gert með sér, gerir það að
verkum að reksturinn „gengur” jafn-
vel með hálftómum áhorfendastæðum.
En fyrir hvern eru þá þessir 25 menn
(með dómara og línuvörðum) að erfiða
viku hverja? Maður hefur hingað til
staðið i þeirri trú að atvinnuknatt-
spyrna væri hugsuð sem eins konar
skemmtun eða dægrastytting fyrir háa
sem Iága og reyndar tíðkuðust ekki
ósvipaðar múgssamkundur á dögum
Rómarveldis, þótt leikreglur væru
kannski dálitið annars eðlis. í staö þess
að reyna að lokka til sín áhorfendur
með opnari og liflegri knattspyrnu (eða
öðmm tiltækum ráðum t.d. lækkun
aðgangseyris) er reynt að treysta fjár-
haginn með auglýsingaskmmi og
„mjólkun” auðhringja, sem félögin
em þ.a.l. háð. Reynslan hefur þegar
sýnt að þetta er vafasamur leikur: TSV
1860 (Miinchen), hugsanlegur fall-
kandídat, hefur að undanförnu
rambað á barmi gjaldþrots og hafa
stjórnarherrar féiagsins því nánast
gripið tii hinna undarlegustu ráða svo
bæta mætti slakan árangur og hressa
mætti upp á hinn ótrúlega siæma fjár-
hag. Þannig fékk dr. Erich Riedl, for-
seti „Ljónanna”, eins og félagið er
gjarnan nefnt, fasteignasalann Roland
Holly til að kaupa fyrir sig fjóra leik-
menn fyrir samtals, 2,55 milljónir
marka, sem Holly leigir svo félaginu.
Fasteignasalanum er það að sjálfsögðu
i mun að „ljónin” sin falli ekki í verði
og þjálfari liðsins er þ.a.l. undir
stöðugum þrýstingi, þvi aldrei skal
neinn þessara fjögurra verma vara-
mannabekkinn.
„Þettaerhreineridaleysa” erhaft
eftir Hermanni Neubeger, forseta
þýzka knattspyrnusambandsins, en
hann gleymir þvi hins vegar að knatt-
spymusambandið er einmitt að stuðla
að aukinni skuldasöfnun nokkurra
félaga, sem skipa munu hina nýju sam-
einuðu 2. deild, með kröfur á hendur
þeim um áhorfendastæði fyrir 20.000
manns og fullkominn nóðljósaút-
búnað. Þó eru litlar iíkur taldar á að
þessar tuttugu þúsund hræður láti
nokkurn tima sjá sig og enn minni líkur
á þvi að leikið veröi aö kvöldlagi.
Bœjarfólög veigra
sór við að veita aðstoð
I Þýzkalandí eru iþróttaleikvangar
yfirleitt almenningseign. Borgar- og
bæjarfélög hafa verið iðin við að skatt-
leggja atvinnufélögin, en gjarnan
gengizt i ábyrgð fyrir þau og hlaupið
undir bagga með þeim er illa hefur
árað. En timamir breytast. Nýlega
neitaði borgarráð Bremen að fjár-
magna endurnýjun á úr sér gengnum
áhorfendastæöum og fyrir skömmu
barst stjóm HSV tUkynning um að
vallarleiga fyrir Volksparkstadion,
heimavöll liðsins, næmi héðan i frá
10% tekna féiagsins í stað þeirra 6%
sem félagið hefur hingað til greitt.
„Bundesliga"!
Hvað er nú það?
Sálfræðiprófessorinn Fritz Stemme
frá Bremen hefur gert athugun á þvi,
hvað almenningur tengi orðinu
„BundesUga”. Komið hefur í ljós, að
sifellt fleiri nefna orð í Ukingu við
„peningar”, „lán”, „tekjur” og
„skuldir”, en æ sjaldnar dettur
mönnum í hug orð eins og „íþrótt”,
„spenna”, „fristundaeyðsla” eða
„mörk”, Það er þvi ljóst að BundesUg-
an hefur tapað sinni réttu ímynd.
En em leikmenn tilbúnir að koma til
móts við félögin og t.d. sætta sig við
tUtölulega lág grunnlaun, en viðbótar-
greiðslur eftir frammistöðu? Komið
hefur á daginn að 116 af 198 leikmönn-
um sem vikublaðið Stern spurði
þessarar spurningar em tU umræðu um
slika hluti. Nú, hvernig væri þá að
hefja viðræður áður 'en gengið hefur
verið af atvinnuknattspymunni
dauðri? Dæmi em tU þess að 18 ára
pattar, nýsetztir á varamannabekkinn,
þéni 12.000 mörk mánaðarlega, sem að
sjáifsögðu er langt frá þeirri upphæð
sem sómakær stórstjarna getur sætt sig
við. Já, og svo em menn að setjast á
skólabekk! MUnchen> 27. apríl 1981
Hilmar Oddsson
(Að hluta tU byggt i Stem)
„Við eigum tvo leiki eftir í 1. deUd-
inni í Belgíu og auk þess er Standard
komið í undanúrsUt belgisku bikar-
keppninnar. Ég mun leika þá leiki með
Standard og eins ef liðið kemst i úrsUt i
bikarkeppninni. KeppnistimabUinu
lýkur 7. júní og eftir það held ég og
unnusta mín tU Milnchen. Við fáum
þar ágæta íbúð. Ég mun ekki selja hús
mitt í Liege þó ég breyti nú til, heldur
leigja það, að minnsta kosti tU að byrja
Ásgeir Sigurvinsson samdi til þriggja
ára við Beyern Miinchen.
yfir ÍFH
Samúel Grytvlk, sem gekk úr ÍBV i
Val hér fyrr i vetur, hefur nú haft fé-
lagaskipti yfir i FH og mætti á sina
fyrstu æfingu f gærkvöld. Samúel er 18
ára framherji og ætti að geta orðið FH
iiðsstyrkur i sumar. -SSv.
með,” sagði Asgeir að lokum.
Ásgeir Sigurvinsson hefur leikið með
Standard Liege í átta ár. Gerðist at-
vinnumaður hjá félagmu aðeins 18 ára.
Varð strax einn af máttarstólpum Uðs-
ins og hefur undanfarin ár verið í hópi
beztu knattspyrnumanna Evrópu. Ekki
þarf að efa að frami hans verður enn
meiri þegar hann byrjar að leika með
frægasta knattspyrnuUði knattspyrnu-
þjóðarinnar miklu, Vestur-Þýzkalands.
Hjá Bayern eru meðal annars Karl-
Heinz Rummenigge, knattspyrnu-
maður Evrópu 1980, Paul Breitner og
fleiri frægir kappar. hsím.
Hilmar Oddsson símar f rá Miinchen:
Köln bauð Ásgeiri betri samn-
ing en Bayern Munchen
Samningur Ásgeirs við Bayern forsíðuf rétt Miinchenarblaða
Frá Hilmari Oddssyni, fréttaritara DB f
Miinchen i gærkvöid:
Ef marka má skrif tveggja Munchen-
arblaða i dag, virðist svo sem Ásgeir
Sigurvinsson hafi gert samning við
stórveldið Bayern Miinchen og mun
vera um geysUegar upphæðir að ræða.
Bæði Tage- og Abendzeitung siógu
þessari frétt upp á forsíðu og þetta var
einnlg aðalfréttin á iþróttasiðum blaðs-
ins.
„Der Islándische Nationaleif-kapi-
tán nach Bayern” segir í Tagezeitung
og „Der Star von Standard Lúttich
nach Bayem” er á forsíðu Abendzeit-
ung.
Bæði blöðin greina mjög itarlega frá
þessu máli og i öðru þeirra er m.a. við-
tal við Uli Toeness, framkvæmdastjóra
Bayem, þar sem hann segir frá því að
Standard hafi farið fram á 1,5 milljónir
marka fyrir Ásgeir, en Bayern sé
reiðubúið að greiða Liege-Iiðinu 1
milljón marka. Náist ekki samkomulag
um þá upphæð muni Bayern leita til
UEFA sér til stuðnings„Standai dfcetur
ekki krafizt slíkrar upphæðar fynr Sig-
urvinsson,” sagði Hoeness. „Hann er
frábær leikmaður en 1,5 milljón marka
er of mikið.”
Bayern hefur lengi fylgzt með Ás-
geiri og fyrir tveimur árum fór njósnari
á vegum liðsins til að fylgjast með hon-
um. Fleiri þýzk félög, þ.á m. Köln og
Hamborg, hafa einnig sýnt honum
mikinn áhuga, en útslagið hefur lík-
ast til ieikur Kölnar og Standard í
UEFA-keppninni á dögunum gert. Þar
átti Ásgeir frábæran leik og aðstoðar-
maður Pal Czernai, þjálfara Bayern,
hafði umsvifalaust samband við Höe-
ness og sagði honum að þar væri
maður sem Bayem vantaði.
Köln sýndi honum engu minni áhuga
og í öðru áðurnefndra dagblaða i dag
er sagt frá því að Ásgeir hefði aðeins átt
eftir að skrifa undir samninginn viö
Köln þegar Bayem komst í spilið. Köln
bauð Ásgeiri hærri upphæð en Bayem,
en skv. Abendzeitung vildi unnusta Ás-
geirs heldur flytja til Míinchen en Köln-
ar og mun það hafa ráðið miklu um
ákvörðunÁsgeirs.
Að sögn Tagezeitung hefur Ásgeir
um 300.000 þýzk mörk í árslaun og
þarf varla að gera öðm skóna en hann
fái hærri tekjur hjá þessu evrópska
stórveldi. Ásgeir kemst ekki til öllu
sterkara félags, og ekki er að efa að
hann á eftir að standa sig vel þar eins
og annarsstaðar.
-HO, Munchen / -SSv.
MAGNUS SL01GEGN
— skoraði þrjú af f imm mörkum liðsins og allar líkur á að hann leiki
í byrjunarliði Borussia Dortmund næstkomandi laugardag
„Það mi hiklaust segja það að
Magnús Bergs hafi slegið f gegn með
Borussla Dortmund i keppnisferð, sem
lið félagsins fór nýlega i tll Englands,
Spánar og ítalfu. Magnús skoraði þrjú
af fimm mörkum Borussia i keppnis-
ferðinni,” sagði Atli Eðvaldsson, þegar
DB ræddi við hann f gærkvöldi.
„Ég hef mikla trú á því að Magnús
verði i fyrsta sinn í byrjunarliði Boruss-
ia Dortmund á laugardag, þegar
keppnin í Bundesiigunni hefst á ný. Við
eigum fimm leiki eftir og þurfum að
hljóta sjö stig úr þeim til að tryggja
okkur UEFA-sæti. Keppnistimabiiinu
hér í Þýzkalandi lýkur 13. júli og við
Magnús komum ekki heim fyrr en eftir
það. Borussia Dortmund mun leika 24.
maí við Barcelona á Spáni og ef við
Magnús sleppum við að fara í þá ferð
getum við tekið þátt i HM-leik Tékkó-
slóvakíu og íslands 27. mai i Tékkósló-
vakíu. Ekki hefur þó endanlega verið
gengið frá því máli,” sagði Atli enn-
fremur.
Magnús Bergs er hér ásamt félaga sfnum Atla Eðvaldssyni. Magnús átti stórleiki
meó Dortmund i nýafstaðinni keppnisferð liðsins.
Lið Borussia Dortmund lék við
Leeds á Englandi 27. mai — við 1.
deildarlið enska Uðsins. Tapaði 2—0 en
nokkra leikmenn Borussia vantaði. Til
dæmis BilrgsmUller, sem var bundinn
við landsliðið. Síðan var haldið til
Spánar og leikið þar í Paloma 29. mai.
Borussia sigraði 4—3. Magnús kom inn
sem varamaður fyrir Atla í leiknum og
skoraði tvö af mörkum Borussia. Þá
var haldið til Ítalíu og leikið við AC
Milano í Milano. Jafntefli varð 1—1 og
Magnús skoraði mark Borussia í leikn-
um. Hann lék allan leikinn — Atli kom
inn sem varamaður.
Það er nú mikið skrifað um það í
biöðin i Dortmund, að Barcelona hefur
boöið Udo Lattek þjálfarastarf hjá fé-
laginu og umsjón með aðalliöinu. Það
era engir smápeningar þar — Barce-
lona býður Lattek 700 þúsund vestur-
þýzk mörk nettó á ári. Auk þess bón-
usa. Ekki er enn komið í ljós hvað
þjálfarinn frægi gerir i málinu. Samn-
ingur hans við Borussia Dortmund
rennur ekki út fyrr en 1983. -hsim.
Þriðji tapleikur
Portúgal í Izmir
Belgiumenn sigruðu Ungverja i ákaf-
lega tvisýnum leik i B-keppninni i
körfuknattleik i Istanbul i Tyrklandi i
gær. Lokatöiur Belgia 95 — Ungverja-
land 92 eftir að Ungverjar höfðu
tveggja stiga forskot i hálfleik. 59 gegn
47.
Belgíumaðurinn Mens var Ungverj-
um ákaflega erfiður undir körfunni.
Skoraði 29 stig, Vander Bosch var
næstur með 16 stig. Morgen skoraöi
flest stig Ungverja eða 30. Kucsera var
næstur með 18 stig.
I Izmir sigruðu Vestur-Þjóðverjar
Hollendinga í gær, einnig í tvisýnum
leik, með 81—79. Staðan í háifleik
45—42 fyrir þýzka liðið. Pappert skor-
aði flest stig eða 29 fyrir Þýzkaland.
Zander 15 og Heidrich 14. Hjá Hol-
landi var Cramer stigahæstur með 27
stig. Akerboom skoraði 21 og Hagens
14.
f sömu borg vann Rúmenía Portúgal
91—75 eftir 47—32 í hálfleik. Þriðji
tapleikur Portúgal í keppninni. Liaboa
skoraði flest stig Portúgala eða 28,
Santiago 17 og Dias 16.1 Istanbul vann
Grikkland England 80—74 eftir að
hafa haft yfir 42—38 i hálfleik.
Firmakeppni Knattspyrnudeildar
Stjörnunnar utanhúss
Verður haldin helgina 15,—17. maí ef næg þátttaka fæst.
Þátttaka tilkynnist i síðasta lagi miðvikudag. 13. maí.
Nánari upplýsingar í síma 42902 og 77077 á kvöldin.
Stjómin.
Valurvill leikafyrr
, ákvöldin
flslandsmótinu
Knattspyrnumenn Vals vilja breyta hinum hefð-
bundna leiktlma á leikjum sinum í 1. deildinni i
sumar. í stað þess að hefja leikina kl. 20.00 eins og
verið hefur hafa Valsmenn óskað eftir vlð móta-
nefnd KSÍ að leikirnir hefjlst kl. 18.15 eða fimmtán
min. yfir sex. Áhorfendur gætu þá fariö næstum
beint úr vinnu á Laugardalsvöilinn og siðan heim.
Náð þar sjónvarpsfréttunum.
Heimaieikir Vals eru niu og verða háðir á þessum
dögum samkvæmt mótaskrá:
16. mai — Valur—KR, laugardagur
3. júní — Valur—KÁ, miðvikudagur
21.júní — Valur—UBK, sunnudagur
27. júni — Valur—Þór, laugardagur
S.júlí — Vaiur—ÍA, sunnudagur
27. júlí — Valur—FH, mánudagur
30. júlí — Valur—Vikingur, fimmtu-
dag.
16. ágúst — Valur—ÍBV, sunnudagur
2. sept. — Valur—Fram, miðvikudag.
Fái Valsmenn leiktfma sinum breytt kann vel að
vera að fleiri félög feti i fótspor þeirra, einkum ef
þessi tilraun tekst vel.
Tap og sigur
FH á Húsavík!
FH-ingar héldu til Húsavikur um
helgina og léku tvo leiki við Völsung.
Þann fyrri unnu heimamenn 4—3 og
komu þau úrslit verulega á óvart en
þann siðari unnu FH-ingarnir 1—0.
-SSv.
Fram vann Val
Fram sigraði Val 1—0 á Reykjavikurmótinu i
knattspymu i gærkvöld. Hávaðarok og erfitt um vik
fyrír leikmenn liðanna. Marteinn Geirsson, fyrirliði
Fram, skoraði eina mark ieiksins fimm minútum
fyrir leikslok. Fékk stungubolta frá Pétri Ormslev og
skoraði með föstu skoti frá vitateig.
Liðin hafa lokið leikjum sfnum á mótinu. Fram
hlaut níu stig en Vaiur fjögur. Vikingur er i efsta
sætl með 10 stig en Fylldr, sem leikur við Ármann i
kvöld kl. 20.00, getur komizt i 11 stlg. Sfðasti leikur
mótsins veröur svo milli KR og Þróttar.
-hsim.
Loksins sigur hjá
Liverpool
Liverpool vann loksins leik i gær og það á útivelli.
VannMiddlesbro 2—1. Við sigurinn komst Liver-
pool upp i sjötta sætl i 1. deild. í 2. delld vann Notts
County Cambridge 2—0 f Nottingham. Hefur lokið
leikjum sinum. Hlaut 53 stlg.
Stjórnarformaður Man. Utd., Martln Edwards,
óskaðl eftlr þvf f gær við stjórn Southampíon að fá
leyfl til að ræða við Laurie McMenemy, fram-
kvæmdastjóra Southampton. Svar hafði ekki borizt
honum siðast, þegar fréttlzt. Man. Utd. er nú i
keppnisför i ísrael en stjórnarformaðurinn fór ekki
með liðinu þangað.
Bond búinn
að velja lið sitt
John Bond, stjórí Man. City, valdi í gær liðið,
iem leikur gegn Tottenham i úrslitum ensku bikar-
keppninnar á Wembley-leikvanginum f Lundúnum á
laugardag. Hann valdl sömu leikmenn og slógu
Ipswich út i undanúrslitum. Þeir Tommy Booth og
Dennis Tueart komust þvi ekld i iiðið.
Lið Man. City verður þannlg skipaö. Joe Corri-
gan, Ray Ranson, Bobby MacDonald, Nicky Reld,
Tommy Caton, Paul Power, Tommy Hutchison,
Gerry Gow, Steve McKenzie, Kevin Reeves og Dave
Bennett. Varamaður, 12. leikmaður liðsins, verður
Tony Henry.
-hsim.