Dagblaðið - 06.05.1981, Page 3

Dagblaðið - 06.05.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1981. 3 Umfóstrurog dagheimili: Vissu ekki hvað þær voru nýbúnar að skrifa undir —ég vil að allir geri út á sinn eigin kostnað en heimti ekki allt af ríki og bæ Regina, Eskifirði, hringdi: Að undanförnu hafa dunið í fjöl- miðlum fréttir af þvi að fóstrur væru að fara í verkfall eða vaeru i verkfalli. Fóstrur sömdu eins og fleiri stéttir um kaup sitt í vetur en blekið var ekki þornað þegar þær vildu fá hærra kaup. Eitthvað hljóta þær að hafa verið miður sin fyrst þær vissu ekki hvað þær voru nýbúnar að skrifa undir. Dagheimilin eru orðin þungur baggi á bæjarfélögum viðs vegar um land. Ég held að það yrði heillaráð að bæjarfélögin byðu þeim Raddir lesenda rJHr'-'''•• k,;V». j r ■ V j Reginu finnst að forcldrar ættu að taka meiri þátt i rekstri barnaheimila. r foreldrum sem ekki nenna að vera heima og gæta bama sinna afnot af húsnæði dagheimilanna en foreldrar borguðu annan kostnaö. Það væri gaman að vita hvort for- eldrar myndu mæta í stómm hópum eins og í vetur þegar fóstrur á Akur- eyri og Kópavogi fóru i verkfall. Þá funduðu foreldrar á þessum stöðum og heimtuðu að strax yrði samið við fóstrur. Ég er alveg viss um að það kæmi annað hljóð í strokkinn ef foreldrar þyrftu sjálfir að greiða þann mikla kostnað sem er af daglegum rekstri þessara heimila. Hér á Eskifirði hefur verið rekið dagheimili í mörg ár. Á sumrin em þar um 40 börn og margar mæður hafa börn sín þarna þó þær séu ekki að vinna úti. Ég vil að allir geri út á sinn eigin kostnað en heimti ekki allt af ríki og bæ. Bréfritari vlll heyra meira frá Sigurði Karissyni trommuleikara. DB-mynd Jim Smart. F Islenskkjötsúpa: Frábær plata sem ekki f ékk verðugar viðtökur — kom þvímiður bara útá vitlausum tíma Poppunnandi skrifar: Ég skora á fólk að hlusta á hina stórgóðu plötu „íslensk kjötsúpa” þó langt sé liðið síðan hún kom út. Textarnir á plötunni fjalla um lif popparans eins og það er og finnst mér að Jóhann G. haft þarna gert góða hiuti. Hljóðfæraleikur og söngur er nokkuð góður og finnst mér söngur Sigurðar passa aiveg sérstaklega vel inn i verkið. Ekki kemst ég hjá því aö minnast á stórgóðan trommuleik Sigurðar Karlssonar, hann er hreint og beint stórkostlegur. Hvað er eigin- lega oröið af þessum sniliingi? Ég ætla nú ekki að hafa þessi orð mikið fleiri en þetta er bezta ísienzka hljómplatan sem út hefur komið. Hún kom því miður bara út á vitlaus- um tíma. VERKSM/DJU ! SAMBANDSVERKSMIÐJANNA Á AKUREYRI SÝNINGAHÖLLINNIBÍLDSHÖFDA M 4.-9.MAÍ Frá Gefjun: Ullarteppi, teppi, teppabútar, áklæði, glugga tjöld, buxnaefni, kjólefni, ullarefni, garn, loð- band, lopi. Frá Fataverksmiðjunni Heklu: Ulpur, gallabuxur, peysur, samfestingar og sokkar. Frá Ylrúnu: Sængur, koddar, svefnpokar, rúmteppi. Frá lager: Tízkuvörur úr ull, peys- ur, fóðraðir jakkar, pils, vesti, ofnar slár og káp- ur. Frá verksmiðjunni Skinnu: Mokkakápur, mokka- jakkar, mokkahúfur, mokkalúffur. Frá Torginu: Dömu-, herra- og barna fatnaður, herraföt, karl- mannaskór, kvenskór, unglingaskór, barna- skór, vinnuskór og tré- klossar. Það kostar ekkert að líta inn og með smáviðbót má tryggja sér margt eigulegt Strætisvagna- ferðir frá Hlemmi með leið 10. Spurning Hafa auglýsingar áhrif á vörukaup almennings? Sigríður Illugadóttir húsmóöir: Já, það hafa þær ábyggilega. Ef maður sér eitt- hvað auglýst þá fer maður á staðinn og athugar verð og gæði. Þröstur Þorvaldsson vélstjórí: Eflaust hafa þær áhrif. En fyrir fólk úti á landi er það mjög óþægilegt að ekki skuli fylgja verð með í auglýsingum. Sigurður Korniliusson húsgagna- smiður: Nei, maður á alltaf að vega og meta kosti og galla. Rannveig Jónasdóttlr húsmóðlr: Nei, það held ég ekki. Ég held aö fólk geri það alveg upp við sjálft sig hvað það kaupir. Svanborg Guðjónsdóttir nemi: Já, stundum. Ólöf Þórðardóttlr verkakona: Ég veit það ekki, auglýsingar hafa lítil áhrif á mig.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.