Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 12
MPÆBIAÐIÐ Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aöstoðarrítstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri rítstjómar: Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöalstoinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrfanur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gisli Svpn Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnloifsson, Einar Ólason, rtagnar Th. Sigurösson, Siguröur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlerfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valg^rður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Slðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsfani blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskrif tarverö á mánuöi kr. 70,00. Verð í lausasölu kr. 4,00. Landsvirkjun fórflatt Svo virðist sem mistök Landsvirkjun- ar í viðskiptum við innlendan verktaka Búrfellsvirkjunar hafi ráðið meiru um óhagkvæma orkusölu til ísals heldur en beinir samningar islenzka ríkisins við svissnesku álmennina. Hingað til hefur gagnrýnin einkum beinzt að orkusölusamningnum við álverið. Talað hefur verið um, að íslenzku samningamennirnir hafi ekki haft roð við þrautþjálfuðum sendiherrum fjöl- þjóðafyrirtækis og hreinlega samið af sér. Einnig hefur verið bent á, að siðferðilega rangt sé að skipa samningamenn orkusölu í stjórn þess fyrirtækis, sem við var samið. Það geti myndað hættu á, að þeir þurfi að þjóna tveimur herrum, í samningum um orku- verð. Birgir Frímannsson verkfræðingur birti í Dagblað- inu á mánudaginn upplýsingar, sem benda til, að ís- lenzku orkusölumennirnir séu ekki eins sekir og af er látið. Þeir hafi ekki vitað betur en að verðið mundi standa undir orkukostnaði. Landsvirkjun kippti hins vegar grundvellinum und- an hagkvæmninni með því að semja við verktaka, sem réði ekki við Búrfellsvirkjun og hleypti umsömdum kostnaði upp um 50%, með samþykki Landsvirkjunar fyrir hönd greiðenda orkureikninga. Þrjár samsteypur fyrirtækja lögðu fram lægstu til- boðin, nokkurn veginn alveg jöfn. Ein var belgísk, önnur frönsk og hin þriðja íslenzk-dönsk-sænsk. Það var Fosskraft hf. í eigu Almenna byggingafélagsins, E. Phil & Sön og Sentab. Stjórn Landsvirkjunar braut reglur um meðferð al- þjóðlegra útboða. Hún leyfði Fosskraft að breyta til- boði sínu, en bauð ekki hinum tveimur lægstbjóðandi slíkt hið sama. Þar með varð fyrirtækið hagstæðast á pappírnum. Eftir að tilboð voru komin fram, var áætlað, að orkuverið við Búrfell mundi kosta 47 milljónir dollara að meðtöldum vöxtum á byggingartíma. Þegar upp var svo staðið, kostaði orkuverið 70 milljónir dollara eða 50% meira. Þetta stafaði ekki af erlendum kostnaði virkjunar- innar. Tilboð í vélar og tæki stóðust. Það, sem fór úr skorðum, var innlendi byggingarkostnaðurinn, ekki í verðbólgnum krónum reiknaður, heldur í dollurum, hinni stöðugu mynt þess tíma. Landsvirkjun féllst á að taka mismuninn á sig til að hindra gjaldþrot verktakans. Með því átti að koma í veg fyrir tímatöf og önnur óþægindi. Birgir Frímanns- son benti í greininni á nokkur dæmi um aukareikninga, sem afgreiddir voru á færibandi. Verðhækkun orkuvers úr 47 milljónum dollara í 70 milljónir ræður auðvitað úrslitum um orkuverð, af því að 99% þess eru afborganir og vextir, en aðeins 1% fara í rekstur, það er stjórnun, gæzlu, viðhald og eftir- lit. Orkuverðið til ísals var byggt á fjármagnskostnaði af 47 milljón dollara orkuveri. Þetta var fastur samn- ingur, sem ekki var hægt að breyta, þegar 70 milljón dollara kostnaðurinn var kominn í ljós, enda allur á ís- lenzka ábyrgð. Landsvirkjun gat ekki komið kostnaðinum af mis- tökum sínum yfir á ísal, kaupanda helmings orkunnar frá Búrfelli. Til þess að standa undir vöxtum og af- borgunum varð hún því að setja allan kúfinn á hinn kaupandann, íslenzkan almenning. Skýringar á ótrúlega háu orkuverði hér á landi er því ekki fyrst og fremst að leita í forréttindum ísals, heldur í örlagaríkum mistökum, sem Landsvirkjun gerði við undirbúning, eftirlit og uppgjör Búrfellsvirkjunar. DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 6. MAÍ1981. Fatiaðir leika körfuknattieik. ,JRIMM FYRIR FATLAÐA” Fatlaðir íþróttamenn hvetja til al- mennrar þátttöku í Norrænu lands- keppninni, „Trimm fyrir fatlaða” sem hófst um síðustu helgi og stendur yfir allan maimánuð. Þátttaka í hvert skipti varir minnst 30 mínútur. Reyndu að ná einu stigi á dag. Keppnisgreinar eru: Hjólreiðar Margir minnast ánægjustunda á reiðhjóli i æsku. Innan skamms verður heimilt að hjóla á gangstétt- um. Þá opnast nýjar öruggar leiöir fyrir okkur til að njóta útiveru og hæfilegrar áreynslu. Að hjóla um Reykjavík, skoða garða og útivistar- svæði í ró og næði, veitir afslöppun fyrir alia, er bráðnauðsynlegt að gera það sem fyrst því að þegar aldur færist yfir verður fólk oft meira og minna hreyfihamlað, en sund getur veitt þvi mikla bót og vellíðan. Stórátak landsmanna við að koma upp sundlaug Sjálfsbjargar hér i Reykjavík sýnir mátt samvinnunnar. Á sama hátt þarf að breyta eldri laugum. Ég vil hér með skora á sveitarstjómir og einkaaðila sem eiga góðar innisundlaugar að opna þær frekar til afnota fyrir aimenning, t.d. til kl. 22 á kvöldin mánudaga til föstudaga, til kl. 18 á laugardögum og ’ 1. 15 á sunnudögum. Aukum vellíðan aldraðra og annarra yngri fatlaðra manna með því að gefa þeim Kjallarinn A „Gangstéttarbrúnir á götuhornum eru hindranir sem sveitarstjórnir ættu aö ryðja úr vegi sem fyrst til hagsbóta fyrir hjól- reiðamenn og hjólastólanotendur.” sem margir þrá en finna ekki. Reið- hjólaverslanir ættu að efna til nám- skeiða og hvetja fullorðna til aö hefja hjólreiðaráný. Hjólastólaakstur Hjólastólanotendur finnast víða bæði í einkaíbúðum og á stofnunum. Útivist í góðu veðri er þessu fólki einnig nauðsynleg. Hér geta margir orðið að liöi, ekið stólum þess í veðurblíðunni og kynnst kátu og skemmtilegu fólki. Gangstéttarbrúnir á götuhornum eru hindranir sem sveitarstjórnir ættu að ryðja úr vegi sem fyrst til hagsbóta fyrir hjólreiða- menn og hjólastólanotendur. Sund Flestir geta stundað sund. Á hita- veitusvæðum og víðar eru til góðar úti- og innisundlaugar sem stundum eru ekki nægilega vel notaöar. Ef breyta þarf bað- og búningsklefum og fieiru, svo að laugin verði aðgengileg Vigfús Gunnarsson tækifæri til að nota betur innisund- laugarnar sem þegar eru til. „Allirisund" Ganga Granni minn er nýlega orðinn 72 ára. Daglega fer hann i heilsubótar- göngu. Hann gengur hægt og rólega og hefur ábyggilega tækifæri til að ná einustigi á dag og getur þannig gert sitt til að færa ísiandi sigur. Fylgjum fordæmi hans. Hlaup Einn einhentur og annar blindur hiaupa saman og vinna stig. Kajakróður Bogfimi er góð iþrótt bæði fyrir heilbrigða og fatlaða. Ymsir siglingaklúl jar eru starf- andi. Geta þeir veitt aðstoð í þessari keppnisgrein? „Trimm fyrir fatlaða í maí 1981” getur orðið mikil hvatning til al- mennrar þátttöku I íþróttum til heilsubótar og ánægju fyrir fjölda manna sem nú þjást af kyrrsetum og hreyfingarleysi. „Allir I trlmm” Vigfús Gunnarsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.