Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 28
frjálst, úhád dagblað MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1981. Belgíski togarinn Henri Jeanne: Dreginn út á trollvírunum Belgiski togarinn Henri Jeanne, sem strandaði á sandeyri í Vestmannaeyja- höfn í gærmorgun, náðist á flot á sjötta tímanum í gærdag. Hinn belgíski tog- arinn, Pelagus, dró Henri Jeanne út á trollvírunum. Pelagus var bundinn við bryggju og voru trollvírar hans settir í Henri Jeanne. Spilið var síðan sett á fullt og hafðist Henri Jeanne þá út, að vísu með þjarki. Lóðsinn aðstoðaði. Henri Jeanne var kominn nokkuð langt upp á sandeyrina því á fjöru stóð hann nær allur upp úr. Rétt þar hjá sem hann strandaði er verið að byggja skipalyftu og sögðu menn í gríni að Henri Jeanne hefði ætlað sér að verða fyrstur til að nota hana. -KMU/FÓV, Vestmannacyjum. Góð kaup gerð á listaverka- uppboði Það er áreiðanlegt að margir gerðu góð kaup á myndverkauppboði því sem haldið var á vegum Styrktarfaags Sogns að Hótel Sögu i gærkvöldi. Indriði G. Þorsteinsson bauð upp tæp 60 verk sém ýmsir vinir Sogns höfðu safnað og listamenn gefið. Hæst verð var greitt fyrir málverk eftir Gunnar örn Gunnarsson eða 4500 kr., þar næst fengust 4000 krónur fyrir pastelmyndir eftir Jóhannes Geir og Hring Jóhannes- son. Mörg verk fóru á óvenjulega lágu verði, m.a. nýleg grafík eftir Jón Reyk- dal (600 kr.) og myndir með blandaðri tækni eftír Jóhannes Jóhannesson (2000 & 1200 kr.), málverk eftir Kristján Davíðsson (2200 kr.) og loks vatnslitamynd frá 1958 eftir Þorvald Skúlason (2000). -AI. Lögleysa að ríkið notiekkiaura ígreiðslum — Fjármálaráðherra svarafátt Ragnar Arnalds gat ekki nefnt hvar í lögum þau fyrirmæli Ríkisbókhaldsins ættu stoð að nota ekki aura í greiðslum af ríkisins hálfu, m.a. við uppgjör launa og við greiðslu tryggingabóta og lífeyris frá Tryggingastofnuninni. Um þessa lögleysu hafði Eiður Guðnason (A) gert fyrirspurn á þingi. Ráðherrann vísaði tíl og las svar við fyrirspurn Matthíasar Á. Mathiesen á sl. hausti um notkun aura í greiðslum ríkisins. Sagði ráðherrann m.a. að afar dýrt væri að breyta tölvukerfum þannig að þar yrði aftur rúm fyrir kommu. Þess vegna hefði þessi leið verið valin. Eiður kvað það lélega afsökun að af- saka sig með kostnaði við tölvubreyt- ingu. Sá kostnaður hefði verið jafn réttlætanlegur og annar við gjaldmið- ilsskiptin. ,,Það sýnir ekki mikla trú ráða- manna á gjaldmiðlinum þegar ráðherra segir: „Þverrandi gildi aura á verð- bólgutímum hvetur tíl að dregið sé úr notkun aura”,” sagði Eiður. -A.St. Lítið fer fyrir kynslóðabilinu i áhöfn trillunnar sem hér sést róið í smábátahöfninni i Hafnarfirði á dögunum. Nú fer i hönd uppáhalds árstími smábátaeigenda. Þá sjósetja þeir fleyin sin og halda til hafs, ýmist til skemmtisiglingar eða til að renna færi i sjó. Vonandi að viðri vel á þá í sumar ekki síður en landkrabbana. DB-mynd: Magnús Hjörleifsson Hóf munnlegt próf í læknisf ræði með 30 jarðfræðinema viðstadda: LÆKNISFRÆÐIPRÓFESSORINN NÁNAST HENTISIGURDIÚT — segir einn jarðf ræðinemanna sem urðu vitni að makalausri uppákomu íHáskólanumígær „Við, þrjátíu jarðfræðinemar, urðum vitni að því er Þorkell Jóhannesson læknisfræðiprófessor hreinlega hentí Sigurði Þórarinssyni prófessor í jarðfræði út úr kennslu- stund í gær,” sagði jarðfræðinemi í viðtali við DB í gær. „Við jarðfræðinemarnir vorum í kennslustund hjá Sigurði í aðalbygg- ingu háskólans, en i þessari kennslu- stofu höfum við verið lengi. Þegar kennsla var hafin, kom Þorkell inn með þjóstí og sagðist eiga að vera í munnlegu prófi í þessari stofu og hafa til þess leyfi. Sigurði varð svara- fátt og þá rak Þorkell bréf framan í hann og sagðist hafa leyfi tíl að vera þarna í tvo daga. „Reglur eru reglur,” sagði Þorkell. Sigurður bað hann að bíða, þar sem hann ætlaði að ná í kennslu- stjóra háskólans. Þorkell varð þó ekki við þvi, heldur ruddi öllum gögnum Sigurðar út í horn og hóf þegar munnlegt próf, með próf- dómara og kallaði fyrsta læknanem- ann inn til próftöku. Hann byrjaði síðan að prófa læknanemann með alla jarðfræðinemana fyrir framan sig. Það upphófust þegar mikil lætí, þannig að vart heyrðist tíl próf- manns, en alls áttí að prófa þrjá læknanema. Við jarðfræðinemarnir gengum síðan út úr stofunni og fórum í aðra stofu þar sem kennslu var haldið áfram. Við komum siðan öll saman eftír kennslu og sendum háskólaráði bréf, þar sem við mótmæltum yfir- gangi og frekju Þorkels er hann henti Sigurði út. Það hefði verið í lagi að fara í aðra stofu, en Sigurður varð hvumsa vegna framkomu læknis- fræðiprófessorsins. Það var nóg af lausum stofum í grenndinni. Það er makalaust að slíkt skuli geta gerzt,” sagði neminn. -JH. diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Saniliis Keflavík: Lögreglan kærír sjukrahúslækni fyrír ölvun í starfi — Rannsóknarlögregla ríkisins hef ur nú málið til meðferðar Rannsóknarlögregla rikisins hefur nú tíl meðferðar kæru frá lögregl- unni I Keflavík á hendur sjúkrahús- lækni við sjúkrahús Keflavíkur. Að- dragandi málsins mun vera sá, eftir því sem DB kemst næst, aö þegar lög- reglumenn voru að koma með sjúkl- ing á sjúkrahúsið fyrir skömmu hafi læknirinn, sem var við störf, veriö alldrukkinn. Til nokkurs æsings kom á sjúkra- húsinu meðai læknisins og lögreglu sem endaði með því að hringt var til héraðslæknis og hann beðinn að koma á staðinn. Lögreglan tók síðan skýrslu af lækninum sem síðan var send bæjarfógetanum i Keflavík. Bæjarfógetínn mun siðan hafa sent málið til RLR. Hallvarður Einvarðs- son rannsóknarlögreglustjóri sagði i samtali við DB í gær að málið yröi skoðaö strax i dag en þaö barst ekki RLR fyrr en i gær. Steinþór Júliusson bæjarstjóri i Keflavik sem jafnframt situr í stjórn sjúkrahússins ságði í gær að stjómin hefði ekkert rætt um þetta máL heldur biöi úrskurðar frá Rannsókn- arlögreglunni. „Við teljum enga ástæöu til að gera neitt í málinu fyrr en læknirinn hefur verið yftrheyrður og þá að sjá hvort ástæða hafi verið til að kæra manninn. Héraðslæknirinn mun væntanlega verða vitni í málinu,” sagði Steinþór. Hann bættí við að engar kvartanir hafi borizt til stjórn- arinnar út af þessum lækni sem hefði starfað við sjúkrahúsið í mörg ár. -ELA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.