Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ1981. FÓLK FÓLK LJÓSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIFS30N flcira , FOLK Syrpurnaraf svarta listanum Enn hefur ekki verið ráðizt í að skera niður dagskrá hljóðvarpsins svo að neinu nemi. Málið er hins veg- ar í gaumgæfílegri athugun og eru ýmsir þættir komnir á svartan lista. Á honum var meðal annars einn al-' vinsælasti þáttur útvarpsins um lang- an tima, eftirmiðdagssyrpumar. Þegar farið var að kanna hversu margar krónur hver þáttur útvarpsins kostar miðað við minútu var syrpun- um gefið grænt ljós. I Ijós kom að hver mínúta kostar um 11 krónur. Til samanburðar má geta þess að fram- haldssögur eru aðeins dýrari og leik- ritin kosta litlar 264 krónur per mín- útu. Óliklegt er þó að sá liður lendi nokkum tíma á svörtum lista. Veiztu hver?... Getraun: Hver er mesti vinur hinn- ar pólsku verkalýðshreyfingar, Soli- darnosc, á Islandi? Þess skal getið að hann ber tvö merki hreyfingarinnar í barminum og þrjú utan á bílnum sínum. Rétt svar skal sent til DB merkt „Vinnan”. Fyrir rétt svar er veitt frítt eintak af sama blaði. Hasshundurinn og símaskráin Þrír góðglaðir íslendingar héldu einu sinni í skemmtireisu til Köben. Þeir höfðu engan farangur meðferðis en hins vegar tóma ferðatösku. Skemmtu þeir sér konunglega við drykkju og dóp en síðan leið að heim- ferð. Einn þeirra stakk þá upp á því að þeir tækju með sér eitt eintak af símaskránni — svona til að hafa eitt- hvað í töskunni er þeir kæmu heim. Segir síðan ekki af ferðum þeirra fyrr en við komuna til landsins. Vom þeir enn vel við skál eða undir áhrif- um annarra vímugjafa og vöktu um- svifalaust mikla athygli tollvarða, sem leituðu á þeim jafnt útvortis sem innvortis. Ekki fundu þeir neitt hass en ráku þá augun í ferðatöskuna góðu. Var hún spennt upp í flýti og í ljós kom simaskráin. Eftir að hún hafði verið strokin hátt og lágt, hnusað af henni og guð má vita hvað var gripið til þess ráðs að ná í hasshundinn fræga. Var símaskráin því næst glennt upp fyrir framan trýnið á hvutta en þá var einum þremenninganna öllum lokið og sagði: „Ég hef nú aldrei vit- að til þess fyrr á íslandi að þýzkur hundur hafi verið sóttur til að lesa danska símaskrá!!!! ” Hva, fœ ég ekki stól? Einn af utangarðsmönnum borgar- innar er sagður hafa gengið góðglað- ur á fund háskólarektors sl. haust — svona meira af rælni en ásetningi einum saman. Þegar inn var komið var honum boðið sæti og síðan hóf- ust samræður, sem fengu svo snögg- anendi. — Jæja, væni minn, ertu búinn að velja þér grein? — Hva, fæ ég ekki stól eins og hinir?! ELIN ALBERTSDÓTTIR Norræn landskeppnifatlaðra ífullum gangi: „Erfiðast er að ná til allra” segir Guðni Þór Arnórsson, 25 ára, sem ver öllum sínum fiístundum til hjálpar fötluðum með þessa fyrstu daga eru mjög glaðir og hafa mikla ánægju af þessu. Margt af þessu fólki kemur aldrei út og það er fegið tilbreytingunni. Við reynum líka að finna nýjar gönguleiðir á hverjum degi tii aðauka tilbreytinguna. Um næstu helgi ætlum við til dæmis að ganga í öskjuhlíðinni. Fæst- ir geta keyrt hjólastólana sjálfir þannig að við höfum reynt að fá alla sem við getum náð til okkur til hjálpar.” Alltaf einhverjir neikvæðir — Vilja allir fatlaðir taka þátt eða hafið þið orðið vör við neikvæðar undirtektir? „Það eru auðvitað alltaf einhverjir neikvæðir og vilja ekki vera með. Þó er almennara að fólk sé ánægt með þetta. Bæði vegna tilbreytingarinnar svo og vegna hreyfingarinnar sem það fær út úr þessu. 1 lokin fá siðan þátt- takendur viðurkenningarskjal,” sagði Guðni Þór Arnórsson. Þess má geta að keppnin stendur yfir allan þennan mánuð. Öll Norður- löndin taka þátt í keppninni og er hún einkum til að auka áhuga og þátttöku fatlaðra í íþróttum. Keppt er í göngu, sundi, skokki, hjólreiðum, hjólastóla- akstri og kajakróðri. Fjölmiðlar verða að sinna þessu betur — Hafa fjölmiðlar sýnt þessari keppni ykkar nægan áhuga? „Nei, þeir mættu gera meira úr þessu. Til dæmis kom bara ein smá- klausa i Morgunblaðinu og sama er að segja um önnur blöð nema Dagblaðið. Það þarf að auglýsa þetta vel upp svo almennur áhugi komi hjá fötluðum fyrir keppninni. Þeir sem hafa verið Allir hafa rétt tilþátttöku / keppninni hvort sem þeir eiga við varanlega fötíun að stríða eða timabundna. Hór er einn keppandi, Ólafur Þ. Jónsson, sem er blindur, á hjóli en aðstoðarmaður hans situr á fremra sæti og stýrir. DB-mynd Bjarnleifur. Vegna mismunandi fólksfjölda hafa þátttökuþjóðirnar mismunandi við- miðunartölu. Til dæmis þegar Svíar fá eitt stig fá íslendingar 36,03 stig, Norðmenn 2,04, Danir 1,62 og svo framvegis. Miðað er við að hver þátt- takandi sé 30 mínútur við æfingar í hvert sinn er hann tekur þátt. Allir fatlaðir hafa þátttökurétt hvort sem um er að ræða langvarandi fötlun eða tímabundna. Iþróttasamband fatlaðra hefur veg og vanda af framkvæmd keppninnar og hefur það ráðið Sigurð R. Guðmundsson skólastjóra til aðsjá um framkvæmdina. - ELA Áhuginn á norrænu trimmkeppn inni fyrir fatlaða er miklu meiri en við bjuggumst við. Á þremur dögum höfum við fengið 120 nöfn á þátttöku listann. Við byrjuðum kl. lOárdegisá föstudag og þá voru þegar komin 100 nöfn. Síðan skráðum við alla sem við sáum í bænum þann dag. Enn fleiri nöfn eiga eftir að bætast við þvi Bjarkarás og Kópavogshælið voru lok- uð um helgina en opna aftur i dag," sagði Guðni Þór Arnórsson í samtali við DB í gær. Guðni Þór er 25 ára inn réttingasmiður sem ver öllum sínum frístundum til hjálparfötluðum. Fékk áhugann í Þórsmörk „Þetta hjálparstarf mitt byrjaði fyrir um fjórum árum. Ferðafélag is- lands bauð fötluðum í Þórsmerkurferð i tilefni af 20 ára afmæli sínu og ég fór 'í þessa ferð með fötluðum kunningja mínum. í þessari ferð fékk ég áhuga á málefnum fatlaðra. Eftir hana gerðist ég styrktarfélagi auk þess sem ég byrjaði að mæta í tíma hjá íþrótta- félagi fatlaðra. Síðan er starfið alltaf að þróast meira og meira og ég hef alltaf meiri ánægju af þessu," sagði Guðni. „Við stefnum að því að vinna nor- rænu trimmkeppnina og eigum eftir að gera það. Verst er að ná til þeirra sem ekki eru í félagssamtökum. Sigurður Guðmundsson, sem er fram- kvæmdastjóri keppninnar, hefur sent um 600 bréf til skóla og sundlauga og á fleiri staði til að hvetja skólastjóra og aðra til að fá fatlaða með í keppnina. Það er eina ráðið okkar til að ná til allra því við vitum ekki hvar fólkið er." Alltaf feginn þegar koma ný andlit — Er ekki sjaldgæft að ungt fólk leggi fyrirsig hjálparstarfsem þetta? „Jú, það eru aðallega systkini fatl- aðra og aðrir tengdir sem láta sig þetta skipta. Þá hafa sjúkraþjálfarar einnig verið hjálpsamir en auQvitað er maður alltaf feginn þegar koma ný andlit. Ég held að sem betur fer sé þetta að breyt- ast. Sumum finnst erfitt að umgangast fatlaða en það er um að gera að vera eðlilegur. Ég hef alltaf talað hreint út um hlutina og ég held að fatlaðir vilji það helzt,” sagði Guðni. Hann hefur auk mikils hjálparstarfs veitt leiðbeiningar hjá, íþróttafélagi fatlaðra, m.a. í boltaleiknum Boccia. Einnig hefur Guðni farið í utanlands- ferð með fötluðum, til Noregs á síðast- liðnu ári. Guðni Þór Arnórsson er innráttíngasmiður að atvinnu en öllum sínum fri- stundum ver hann með fötíuðum. Áhugann fókk henn í Þórsmerkurferð með fötíuðum fyrir um fjórum árum. DB-mynd Sig. Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.