Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 13
13 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ1981. Kjallarinn Q „Þótt oft hafi veriö leikinn skollaleikur meö vísitöluna má fullyrða að enginn dæmi séu um viðlíka fölsun hennar og nú. 40- 50 verðhækkunarbeiðnum er skotið á frest fram yfir útreikningstíma vísitölunnar. Örfáar hækkanir á opinberri þjónustu eru skammt- aðar mörgum sinnum minni en hækkun kostn- aðar við aö veita þessa þjónustu nemur. Hvort tveggja er beinlínis gert til að falsa vísitöluna og skjóta verðhækkunarvandanum á frest.” STÓRFEUDARIFÖLSUN VÍSI- TÖLU EN DÆMIERU UM f nýjum lögum um „verölagsað- hald” o.fl. sem öðluðust gildi á hátíðisdegi verkamanna 1. mai sl. felst í raun ekkert sem bitastætt er i viðureigninni við verðbólguna. Þar voru að visu lögfest illvigustu verð- lagshöft sem gripið hefur verið til hér á landi frá striðslokum, ef frá er talin sú „herta verðstöðvun” sem verið hefur i gildi frá áramótum. Slik verð- lagshöft hafa aldrei borið árangur i baráttu gegn verðbólgu, en þau eru á hinn bóginn ágæt uppskrift fyrir at- vinnuleysi og versnandi lifskjörum á meðan þeim er beitt. Athyglisvert er að stórfelld fölsun framfærslu og þar með kaupgjaldsvisitölu er ráðgerð af hálfu rlkisstjórnarinnar í tengslum við þessa lagasetningu. Þótt oft hafi verið leikinn skollaleikur með vlsitðl- una má fullyrða að engin dæmi séu um viðlíka fölsun hennar og nú. öll- um verðhækkunarbeiðnum á milli 40 og 50 að tölu, sem fyrir liggja, hefur verið skotiö á frest fram yfir út- reikningstima visitölunnar, nema örfáum hækkunum á opinberri þjón- ustu sem eru augljóslega skammtaðar mörgum sinnum minni en hækkun kostnaðar við að veita þessa þjónustu „Hækkanir sem koma eftir 1. mai mælast ekki i varðar hverja einustu fjölskyidu i landinu. kaupgjaldsvisitölu fyrr en 1. september,” segir greinarhöfundur. Málið mælanlegar verðhækkanir 1. mai og þar með lækka verðbætur 1. júnl. Með því er slegið á frest um marga mánuði launabótum vegna hækkana á framfærslukostnaði. Hjá Verðlags- stofnun eru um 40 óafgreiddar verð- hækkunarbeiönir á almennri vöru og þjónustu. Engin þessara beiðna var afgreidd fyrir 1. mai. Hér er um aðskiljanlegar vörur að ræða, brauð, sement, skipafargjöld, vinnuföt, svo eitthvað sé nefnt. Ástæðan er aug- Ijós fyrir tregðu í þessu efni. Hækk- anir sem koma eftlr 1. mai mælast ekld f kaupgjaldsvfsitölu fyrr en 1. sept.I Sex hækkanir á opinberri þjón- ustu voru leyfðar og koma þvi inn í vísitölu. Beiðnir þessara aðila voru Rætt hefur verið um að ríkisstjórnin auki niðurgreiðslur sem nemur 1/2% í verðbótavisitölu. Þvi má búast við nálægt 9% hækkun verðbóta 1. júni. Þjóðhagsstofnun spáir 9% hækkun framfærsluvisitölu 1. ágúst og 11% 1. sept. Ef ekkert verður að gert má búast við að þessar hækkanir verði meiri vegna áðurnefndra frestana á verðhækkunum til þess aö fela vand- ann í bili og dylja hann þjóöinni í margslungnum þykjustuleik núver- andi valdhafa. Eitt er víst. Verðbólg- an lifir góðu lífi og magnast fremur en hitt þegar líður á árið ef að likum lætur. Lárus Jónsson alþingismaður. skornar þannig niður að augljóst er að verið er með því að skjóta verð- hækkunum þessarar þjónustu á frest til þess að lækka vísitöluna. Þetta hefur taprekstur og skuldasöfnun þessara fyrirtækja í för með sér næstu mánuöi og óhjákvæmilega meiri verðhækkanir en ella í framtíð- inni. Hœkkar verðbótavísi- tala samt yf ir 9% l.júní? Hagstofan spáir nú að framfærslu- visitala hækki um 9,34% hinn 1. maí þrátt fyrir þennan hrikalega vlsitölu- leik, falsanir og frestanir sem áður er lýst. Verðbótavisitala hækkar um 0,13% að auki vegna lagaákvæða um útreikning á verði áfengis og tóbaks. nemur. Hvort tveggja er beinlínis gert til þess að falsa visitöluna og skjóta verðhækkunarvandanum á frest. Pólitískar stjórnvalds- ákvarðanir um verð Verðstöðvanir eru I eðli sínu efna- hagsaðgerðir sem útilokað er að gripa til nema um örskamman tima og þurfa þá að vera tengdar víðtækum ráðstöfunum á öðrum sviðum til við- náms gegn verðbólgu til þess að hafa einhvern tilgang. „Verðstöðvanir” eins og tíðkazt hafa hér á landi undanfarinn áratug eru ekki einvörð- ungu gagnslausar, eins og bitur reynsla sýnir, heldur eru þær stór- hættulegar stjórnvaldsaðgerðir sem draga úr vaxtarþrótti atvinnulifsins og lífskjörum alls almennings. í þessu efni kastar þó fyrst tólfunum, þegar öll verðákvörðun á innlendum framleiðsluvörum og þjónustu á al- gerlega að lúta pólitískri geðþótta- ákvörðun rikisvaldsins, þrátt fyrir allar staðreyndir um kostnaðarhækk- anir óg afkomu einstakra fyrirtækja og atvinnugreina. Þetta er kjarni hinnar nýju löggjafar um verðlagsaö- hald sem öðlaðist gildi 1. mai. Þar er kveðið á um að sett skuli pólitísk „ársfjórðungsleg meginmarkmið” I verðlagsmálum og að „heildarverð- hækkun verði ekki 'umfram þessi tímasettu mörk” eins og forsætisráð- herra komst að orði á Alþingi. Það er athyglisvert að fram hefur komið leynt og ljóst að þessari spennitreyju er ætlað aö binda hendur íslenzkra framleiöenda vöru og þjónustu ein- vörðungu og þar með að beinast gegn atvinnuöryggi islenzks verkafólks. Innflutt vara eða þjónusta á að seljast á því verði sem framleiðendur hennar krefjast á íslenzkum markaði án slíkra verðlagshafta. Vísitöluleikurinn 1. júní Vísitölu framfærslukostnaðar á sem kunnugt er að reikna út 1. mai og verður hún grunnur verðbótavisitölu á kaup o.fl. 1. júnl nk. Stjórnvöld hafa oft með ýmsum ráðum reynt að hafa áhrif á þessa útreikninga. Að þessu sinni er engum vettKngatökum tekið i þessu efni til þess að fresta og minnka Lárus Jónssson - Megi Alþingi standa undir nafni Ég hef heyrt það haft eftir Winston ChurchiU að hann hafi komist þannig að orði: Lýðræðið er óþvcri i ert það er samt það besta sem völ er á. Ég býst við að viö getum verið sammáia um að þrátt fyrir sína gaUa sé lýðræðið það besta sem völ er á. Á þeim forsendum að það sé öUum fyrir bestu, jafnt einstaklingum sem þjóðum, að hver fái notið þess frelsis að vera sinnar eigin gæfu smiður. Það hlýtur því að vera okkar kostur sem aðhyUumst lýðræði að rækta það og fullkomna, reyna að afnema þá galla sem á því eru og siöast en ekki síst, aö leitast viö aö gera það virkara. En hverjir eru gallarnir á íslensku lýðræði og hvemig mætti afnema þá? Við búum við svokaUað fulltrúa- lýðræði. Þessa fuUtrúa sína fá kjós- endur að velja úr þröngum hópum sem em í framboði fyrir vissar gmnd- vallarstefnur i stjórnmálum. Meirihluti kjósenda aðhylUst að visu einhverjar af þessum stefnum, að einhverju leyti frekar en aðrar, en þær em oft óljósar og hljóta oft stuðning manna vegna fárra mála. Sumir virðast ákveða á unga aldri aö halda með vissum flokki eins og íþróttafélagi. Ennfremur eru lifsskoð anir fólks þaö óUkar að enginn getur í raun og vem taUst fuUtrúi neins annars með réttu, enda em þeir margir sem nota ekki atkvæðisrétt sinn i þingkosningum og þeir eru líka margir sem gera það aðeins með hálfum huga. Ég vil hins vegar ekki bera brigður á að góðir menn á réttum stöðum geta unnið ómetanleg störf, þó valda- mikUr heimskingjar séu einnig hættu- legir. Stjórnmálamenn em oft sakaðir um að tala fagurlega fyrir kosningar en framkvæma svo ekkert eða jafn- vel allt annað en þeir sögðust ætla að gera. Eigin metnaður er oft talinn vega þyngra en málefnaleg köllun hjá stjórnmálamönnum. Þeir beita oft órökstuddum áróöri og æsingum, tala illa hver um annan en það er illa falUð tU árangurs í þeirri samvinnu sem verður að vera um góða ríkis- stjórn. Stundum er minnst á hinn þögla meirihluta sem talinn er vera i andstöðu við hinar ýmsu fram- kvæmdir. Búast má við að þöguU meirihluti geti einnig verið fyrir hendi fylgjandi þeim ýmsu málum sem mættu verða til umbóta en eru ekki framkvæmd, sökum þess að ráðamönnum hefur Kjallarinn Daníel Sveinn Daníelsson ekki orðið ljós nauðsyn þeirra. Skoðanamyndun þjóðarinnar virðist vera í fárra höndum og flestir sem leggja orð í belg tala fyrir daufum eyrum. Fólk er vant því að vera matað í gegnum fjölmiðla af hinum ýmsu aðilum sem hafa atvinnu af að fjalla um mál á sinum sérsviðum. Menn hugsa sem svo. Hvað get ég gert? Þó að ég gæti komið fyrir mig orði mundu fáir hlusta og þó að einhverjir hlustuðu mundu þeir vera enn fleiri sem hlustuðu ekki og þó að alUr hlustuðu er ekki vist að allir yrðu á sömu skoðun, og þó að allir væru á sömu skoðun mundi enginn gera neitt. Enginn hefur faUð mér að bera ábyrgð á þessu. Þetta veldur þvi aö almenn umræða um pólitík verður yfirborðskennd og gagnslaus, enda eru fiestir orðnir leiðir á henni. Sá sem telur sig hafa lítið vald telur sig einnig hafa Utla ábyrgð, en ábyrgðar- leysi þegnanna og valdhafa í sundr- uðu valdakerfi og þjóðfélagi þrýsti- hópa er hættulegt. En hvernig má afnema þessa gaUa í lýöræðisskipulaginu án þess að þaö bíði hnekki? FuUkomið lýðræði felst i því að alUr hafi sama rétt og sömu aðstöðu tU aö koma skoðunum sinum og hugmyndum á framfæri, að þjóðin sjálf samþykki þau mál sem koma tU framkvæmda og aö kosið sé beint um einstök málefni en ekki menn. En hvemig má það vera? Ég legg til að Alþingi gefi út blað, sem sent skal öllum kjósendum, þar sem aUar tillögur tU þingsályktunar séu birtar ásamt þeim tillögum sem almenningur gæti sent til birtingar í þvi. Blaðinu skal fylgja kjörseðill sem kjósendur geta útfyllt og sent tU Alþingis eftir hæfilega umræöu manna á mUIi og í fjölmiðluut. Þau atkvæði sem hver tillaga hlýtur mætti síðan telja á fljótan og öruggan hátt í tölvustýrðri vél. Nú vaknar sú spurning hvort Al- þingi mundi ekki verða óþörf stofnun eða jafnvel til trafala ef þessi hug- mynd kæmi til framkvæmda? Spyrja mætti hvort þingmenn gætu ekki bara setið heima, eins og aðrir og samið sfnar tiUögur þar. Ég held varla í náinni framtíð. Fara ber varlega í aUar breytingar og ég tel nauðsynlegt að ákveðinn hópur manna hafi atvinnu sína af því að sjá um stjórn landsins. Þó mætti hugsa sér að menn fengju greidd laun fyrir þær hugmyndir sem samþykktar verða og hefðu þannig atvinnu af stjórnmálum. Því má ekki gleyma að allar uppfinningar þurfa sína þróun og að þær þurfa að mótast af reynslunni tU þess aö full- komnast. Megi Alþingi standa undir nafni. Daniel Sveinn Danfelsson Sauðárkróki. £ „Sá sem telur sig hafa lítið vald telur sig einnig hafa litla ábyrgð. Ábyrgðarleysi þegnanna og valdhafa í sundruðu valdakerfi og þjóðfélagi þrýstihópa er hættulegt.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.