Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1981. 5 Reyna grænfriðungar að sökkva íslenzkum hvalveiðiskipum íhöfn, líkt og á Spáni i fyrra?: AUKIN VAKT UM BORD í ÖLLUM HVALVEIDIBÁTUNUM — orðrómur um nýjar aðgerðir Greenpeace-manna gegn íslenzku hvalveiðibát unum. „Reynum að passa bátana eins og við getum,” segir forst jóri Hvals hf. Stöðug og aukin vakt er nú í hval- bátunum í Reykjavíkurhöfn vegna ótta við aðgerðir Greenpeace manna. Hvalvertíðin hefst senn og er unnið við það að gera bátana klára. Líkur eru taldar á, að Greenpeace-menn snúi sér að íslenzku hvalveiðiskipun- um á nýjan leik í sumar en vertiðin í fyrrasumar var friðsamleg. Láti grænfriðungar til sin taka er jafnvel búizt við breyttum baráttuaðferðum. Samkvæmt upplýsingum Dag- blaðsins hafa borizt boð um það frá Bretlandi að likur séu á að grænfrið- ungar reyni að sprengja gat á hval- báta í höfn. Dæmi eru fyrir sliku frá Spáni. Þá er einnig haft í huga að fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins um breytingar á stofnskrá hefst í Reykja- vík í dag. „Við reynum að passa bátana eins og við getum,” sagði Kristján Lofts- son forstjóri Hvals hf. í gær. „Það er vakt í bátunum allan sólarhringinn og hún hefur verið aukin, því betur sjá augu en auga. Við höfum heyrt ýmislegt erlendis frá og viljum ekki lenda i sömu súp- unni og Spánverjar í fyrra. Þá voru sprengdir upp tveir hvalveiðibátar í höfn og þeir sukku þar.” Kristján var að því spurður hvort hann hefði heyrt um ákveðinn Breta, sprengjusérfræðing og froskmann, sem hingað væri kominn til þess að kanna aðstæður á vegum Green- peace. „Maður veit ekki hvað er á ferð- inni en ef maður er vel á verði ætti að vera hægt aö komast hjá að Pétur og Páll séu hér að flækjast. En ég kannast ekki við þennan tiltekna Breta.” Vakthafandi aðalvarðstjóri iögreglunnar í Reykjavík sagðist ekki vitað til þess að hvalbátarnir væru vaktaðir sérstaklega af lögreglu. Varðstjóri á Miðbæjarstöð sagðist heidur ekki vita um vakt yfir bátun- um og ef hún væri ættu þeir að vita þaö, „nema um leynivakt væri að ræða”, eins og hann orðaði það. „Eru þeir bátar ekki alitaf i hættu,” sagði Bjarki Elíasson yfír- lögregluþjónn er málið var borið undir hann. -JH/ASt. Hvalveiðibátarnir I Reykjavikurhöfn í gær. Vakt um borð hefur verið aukin enda I unni og Spánverjar í fyrra, en þar var tveimur hvalveiðibátum sökkt I höfn. segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvais hf., að hann vilji ekki lenda I sömu súp- | DB-mynd Sigurður Þorri. Bolungarvík: Sjúkraskýlinu gef ið fyrir myndsegulbandi - f 50 ára afmæli verkalýðs- og sjómannafélagsins Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur varð 50 ára 27. apríl. í því tilefni bárust félaginu tvö málverk að gjöf og blómakörfur, en sjálft afhenti félagið kr. 10.000,- til sjúkra- skýlisins og Lifeyrissjóður Bolungar- vikur afhenti skýlinu kr. 20.000.- og eru báðar upphæðirnar ætlaðar til kaupa á myndsegulbandstæki og efni. Hálfdán Einarsson, formaður stiómar sjúkraskýlisins, tók viö þessum gjöfum úr hendi formanns félagsins Karvels Pálmasonar alþingis- manns í hófi er haldið var í félags- heimili Bolungarvíkur að kvöldi laugardagsins 2. maí og fór hið bezta fram. Magnús Jónsson söng einsöng og fjölmargar ræður voru fluttar. Meðal gesta vom Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi forseti ASÍ og Ásmundur Stefánsson núverandi forseti sambandsins. -FG/KF, Bolungarvik. i M I H f ! 1 ! ' Í j i ': > | ■ ' • j :;1 1 1 á 1 Hálfdán þakkar Karvel góðar gjafir á afmæli verkalýðs- og sjömannateiags Bolungarvíkur. DB-mynd: Kristján Friðþjófsson. Max regnföt gera muninn Veðrið skiptir ekki öllu máli, ef þú ert í regnfatnaði frá Max. Margar stærðir, margir litir ÁRMÚLA 5 — SÍMAR 86020 OG 82833 TOYOTA- SALURINN SÍMI44144 Nýbýlavegi 8 (bakhús) Opið laugardaga kl. 13—17 Aifa Rómeó Alfetta 2000 árg. ’78. 2ja blöndunga, 5 gfra, Litur: grár sans. Verð: 75.000,- Skipti möguleg. Toyota Cressida DL árg. ’79. Ekinn: 18.000, gulur. Verð. 88.000.- (Sílsilistar, grjótgrind, sumardekk, vetrardekk., útvarp.) Toyota Corolla KE-30 ’78. Ekinn: 60.000, gulur, verð: 54.000.- Toyota Cressida station árg. ’80. Ekinn: 21.000. Litur: Gold metalic. Verð: 110.000.- Toyota Cressida Grand Lux árg. ’80. Beinsk. 5 glra. Ekinn: 8.000 km. Litur: brúnn metalic. Verð: 115.000.- Toyota Cressia Grand Lux árg. '80. Sjálfskiptur. Ekinn: 6.000 km. Litur: brúnn metalic. Vcrð: 120.000.- Toyota Corolla KE-30 ’78 4ra dyra. Rauður. Ekinn aðeins 27.000 km. Verð: 65.000,- (Vetrardekk á felgum, útvarp.) ATH. Okkur bráö- vantar allar gerðir Toyota- bifreiöa á sölu- skrá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.