Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ1981.
11
■v
Vinnuslysið í Sandgerði:
„UNGUNGUR A EKKIAB
VINNA VIÐ SVONA VÉLAR”
—segir Hjalti I. Þórðarson tæknif ræðingur hjá Vinnueftir-
liti ríkisins
„Hausingarvél þessi er reyndar af
eldri gerð en þegar öryggisbúnaður
var prófaður reyndist hann í lagi.
Hitt er svo annað mál að þaö þarf
fullfrískan karlmann til að mata
þessa vél. Unglingur á ekki aö vinna
við hana”, sagði Hjalti I. Þórðar-
son, tæknifræðingur hjá Vinnueftir-
liti rikisins í viðtali við DB í gær.
Hann fór suður í Sandgerði, þegar
Ragnhildur Guðmundsdóttir, 16 ára
gömul stúlka úr Keflavík, slasaðist
alvarlega á hendi í vinnu við haus-
ingavél hjá Miðnesi hf. í Sandgerði 1
fyrramorgun.
„Þetta er mikið áfall fyrir ungt
fólk og alla, sem nærri standa,”
sagði Bergur Sigurðsson, verkstjóri í
Miðnesi hf. í viðtali við DB. „Við
fylgjumst öll með því, hvemig til
hefur tekizt um þessa miklu aðgerð.
Allir vona það bezta,” sagði Bergur.
„Hér koma auðvitað viðvaningar.
Engin námskeið eru haldin í sam-
bandi við þessi störf og engin starfs-
þjálfun önnur en sú sem fæst með
tilsögn samverkafólks og vinnuþjálf-
un,” sagði Bergur.
Hann kvað hausingavélina sem
Ragnhildur slasaðist í vera orðna 20
ára gamla. Ekkert slys hefði komið
fyrir í vinnu við hana allan tímann.
„Ragnhildur var víst að losa fisk,
sem stóð eitthvað á, og teygði sig þá
fram fyrir sig. Þegar það er gert, á að
stöðva vélina”, sagði Bergur verk-
stjóri.
Eins og fram kom í frétt DB í gær,
er hausingavél í raun hraðgeng vél-
sög, sem tætir sig í gegnum það, sem í
hana kemur. Virðist svo sem sagast
hafi yfir skáhallt handarbak á hægri
hendi Ragnhildar.
„Við héldum, að hún myndi halda
þumalfingrinum”, sagði samstarfs-
maður hennar, sem DB hafði tal af.
„Annars var hún í gúmmihanzka
og blóðið alveg voðalegt, svo það
sást eiginlega ekkert, hvernig þetta
var”, bætti vinnufélaginn við.
„Það var mikið happ, að héraðs-
læknirinn, Kjartan Ólafsson, skyldi
einmitt vera staddur hér í Sandgerði,
þegar þetta gerðist”, sagði Bergur
Sigurðsson verkstjóri. „í hann náðist
strax. Hann spelkaði þetta og setti í
loftpoka og gekk frá eins vel og hægt
var. Síðan var farið með hana til
Reykjavíkur um leið og hann var
búinn að þessu”. -BS.
Höfuðstöðvar Miðness hf. i Sandgerði: hausingavélin hefur verið í notkun i tvo
áratugi og ekki orðið slys við hana fyrr.
f f f r ;i i a 5 ■
Elín Ingólf sdóttir, móðir Ragnhildar Guðmundsdóttur:
Góðs von að f ing-
umir era heitir
Elin Ingólfsdóttir: „Óskaplegt að
slikt skuli geta gerzt.”
DB-mynd: Sig. Þorri.
„Ég hringdi í hádeginu og þá var
mér sagt að Ragnhildi liði vel, eftir
því sem við er að búast eftir svona at-
vik,” sagði Elín Ingólfsdóttir í gær.
Elin er móðir Ragnhildar Guðmunds-
dóttur, sextán ára stúlku sem varð
fyrir því slysi í fyrradag að lenda meö
hægri höndina í hausingarvél í
söltunarstöð Miðness hf. í Sandgerði.
Eins og fram kom í DB í gær tók
vélin höndina nær af.
Kjartan Ólafsson héraðslæknir var
staddur í Sandgerði er slysið varð og
kom hann þegar á staðinn og bjó um
meiðslin. Stúlkan var síðan flutt til
Reykjavíkur, þar sem Rögnvaldur
Þorleifsson skurðlæknir gerði þá
einstæðu tilraun hérlendis að freista
þess að sauma höndina við aftur.
„Ragnhildur var í aðgerð til kl.
þrjú í fyrrinótt,” sagði Elín. „Hjúkr-
unarfræðingur sá, sem ég talaði við,
gat ekki sagt mér um horfur á því
hvort aðgerðin tækist, en sagði það
góðs von, að fingurnir á slösuðu
höndinni eru heitir. Það bendir til
þess að blóðrásin sé í lagi. Þetta lítur
þvi óneitanlega betur út en í upphafi.
„Þegar við hjónin komum á
Borgarspítalann á mánudag, var
Ragnhildur komin á skurðstofuna.
Við gátum því ekkert annað gert en
að fylgjast með.” Eiginmaður Elínar
og faðir Ragnhildar er Guðmundur
Þ. Jónsson í Keflavík.
„Ragnhildur verður 17 ára í
nóvember”, sagði móðir hennar.
„Hún vann í tvo mánuði í Miðnesi í
haust og hefur siðan unnið þar sam-
— það bendir
til þessað
blóðrásin
séílagi
fleytt frá jólum. Hún hafði unnið af
og til við þessa vél. Verkstjóri í
Miðnesi sagði mér, að öryggiseftir-
litið hefði athugað vélina eftir slysið
og ekki fundið neitt athugavert. En
það er óskaplegt að slíkt skuli geta
gerzt”.
Foreldrar Ragnhildar heimsóttu
hana í gærkvöldi og var hún þá orðin
vel málhress eftir hina miklu aðgerð,
sem gerð var á henni.
-JH.
Barnaheimilið Ösp lokað frá síðustu mánaðamótum:
Deilur f húsf élaginu um launa-
hækkanir fóstranna
—sextíu börn misstu dagvistun sína—Rey kjavíkurborg vill
taka við rekstrinum en samstaða næst ekki í hússtjóm
Um sextíu börn í Breiðholti og víðar
hafa nú misst dagvistun sína þar sem
barnaheimilið ösp, Asparfelli 10 hefur
verið lokað frá mánaðamótum.
Lokunin stafar af deilum sem risu um
launahækkun fóstra hjá húsfélaginu.
Barnaheimilið ösp er rekið af húsfélag-
inu Asparfelli 2—12 með styrk frá
Reykjavíkurborg. Fóstrur á Ösp hafa
fengiö laun sem em einum flokki hærri
en hjá fóstrum Reykjavikurborgar. Er
ástæða þess viðtækara starfsvið þeirra.
Asparfóstrur vildu fylgja kjarabaráttu
Reykjavíkurborgarfóstra og sögðu þær
því upp störfum frá og með 1. maí.
Fóstrurnar, sem eru þrjár, lögðu
fram samning við húsfélagið sem
myndi gilda þar til fóstmr hjá Reykja-
víkurborg hefðu samið. Hefði þá ekki
komið til lokunar barnaheimilisins.
Meirihluti húsfélagsins hafnaði
samningnum sem fól i sér eins launa-
flokks hækkun hjá hverri fóstru. Var
öðru starfsfólki barnaheimilisins sagt
upp í kjölfar þess.
Þá óskaði foreldraráð barnaheimilis-
ins eftir að húsfélagið gengi þannig frá
málum að fóstrur gætu starfað áfram.
Kom m.a. fram á fundi sem foreldra-
ráð og fóstmr héldu að foreldrar væru
reiðubúnir til aö greiða hærri dvalar-
gjöld fyrir börn sín þannig að fóstmr
gætu starfað áfram og fengið launa-
hækkun.
Minnihlutinn í stjórn húsfélagsins,
það er einn maður, skrifaði síðan
fréttabréf um gang barnaheimilisins
þar sem kemur fram að mikill hagn-
aður var af rekstri þess á sl. ári. Frétta-
bréfiö var sett í alla póstkassa hússins.
Meirihlutinn í húsfélaginu svaraði
þessu bréfi strax þar sem segir að
fóstrur sem starfi við barnaheimilið séu
meira en einum launaflokki hærri en
fóstrur hjá Reykjavíkurborg. Þá telur
meirihlutinn að margar af fullyrðing-
um Gisla Karels Halldórssonar sem rit-
aði fréttabréfið séu rangar. Meirihlut-
inn minnist einnig á að boð hafi komið
frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur um
hugsanlega leigu á húsnæði Aspar
Á meðan félagar i húsfélaginu þrasa
sín á milli ríkir neyðarástand hjá for-
Asparfell 2—12. Þar hafa staðið yfir miklar dcilur vegna barnaheimilisins, en fðstrur
hættu þar störfum frá 1. mai vegna launadeilna.
eldrum barnanna. Reykjavikurborg
vill taka alfarið við rekstri barna-
heimilisins, en samkomulag virðist ekki
geta náðst í hússtjórn. Aðalfundur
hefur verið boðaður eftir viku og
vænta foreldrar að málin skýrist á þeim
fundi. Þó er búizt við miklum deilum á
þeim fúndi. Sagði einn íbúi hússins t.d. í
samtali viö DB í gær að meirihlutinn
væri ákveðinn í að leggja niður barna-
heimilið. 'Væri það fyrst og fremst
vegna þess að meirihlutinn í húsfélag-
inu væri búinn að koma upp sínum
börnum. -ELA.
24takaþátti
námskeiði
Munaðarnesi:
Námskeið fyrir fólk sem áhuga hefur
á að fara til hjálparstarfa erlendis
stendur nú yfir á vegum Rauða
krossins. Er það haldið i Munaöarnesi,
orlofsbúðum BSRB í Borgarfirði.
Námskeiðið hófst á mánudag og
stendur það fram á miðjan föstudag.
Kennt er allan daginn en á kvöldin fara
fram umræðufundir. Þátttakendur eru
24 talsins á aldrinum frá 25 til
RAUÐIKROSSINN MENNTAR
FÓLK TIL HJÁLPARSTARFA
fímmtugs Umsækjendur um þátttöku
voru mun fleiri en unnt var að taka.
Leiðbeinendur eru aðallega tveir
menn; Rene Carillo og Francis Amar
frá alþjóðaráði og alþjóðasambandi
Rauða krossins. Áuk þeirra munu
Eggert Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Rauða krossins, og Auður Einarsdóttir
sjá um kennslu en einnig koma fjórir
menn sem starfað hafa við hjálparstörf
erlendis í heimsókn til að veita af
reynslu sinni. Þeir eru Pétur Hlöðvers-
son sem var í Úganda, Mik Magnússon
sem var í Kenýa og Úganda, Magnús
Hallgrimsson sem var f Indónesíu og
Jóhannes Reykal sem var i Thailandi.
Nokkru áður en námskeiðið hófst
fengu þátttakendur gögn til að lesa
heima. Allt lesefnið er á ensku en öll
kennsla og umræður fara fram á þvi
máli.
Nemendum er kennt að sinna
hjálparstörfum á svæðum þar sem
ófriður eða önnur óáran ríkir, svo sem
flóð, jarðskjálftar, eldgos eða hungurs-
neyð. Sérstaklega er farið vel í allar
reglur og reglugerðir sem snerta starf-
semi Rauða krossins, þar á meðal
Genfar-sáttmálann .
-KMU.