Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1981. (§ Erlent Erlent Erlent Erlent Afgreiðslu banná brezk skip Bandarískir hafnarverkamenn hafa boðað sólarhrings afgreiðslubann á brezk skip vegna dauða Bobby Sands. Samfélag þrettán milljón tra í Banda- ríkjunum brást ókvæða við fréttinni um dauða Sands og hefur fengið því framgengt að mótmælt verði með því að afgreiða ekki brezk skip i einn sólar- hring. Líbanon: Stórveldin reyna að miðla málum Dauði Sands vekur mótmæli víða um heim: Þúsundir vottuðu Sands virðingu sína Þessir tveir IRA-félagar fóru i langt hungurverkfali á siðasta ári en létu um siðir af því. Nú munu sjötiu féiagar þeirra reiðubúnir að fara í hungurverkfall. Þúsundir lýðveldissinna á Norður- frlandi vottuðu IRA-félaganum Bobby Sands hinztu virðingu með því að ganga framhjá líki hans, sem komið hafði verið fyrir í likkistu á heimili hans. Dauði Sands hefur vakið mótmæli víða um heim og tii talsverðra átaka kom á Norður-frlandi í gær með þeim afleiðinguni að 23 menn særð- ust. Þannig fékk til dæmis lögreglu- maður í Belfast skot í handlegginn er sex skotum var skotið að lögreglubif- reið. Fjórir þeirra sem slösuðust í átökunum munu vera alvarlega særðir. Steinum og bensínsprengjum var kastaö að öryggissveitum í Bel- fast. í London stöðvuðu póststarfs- menn böggul sem stílaður var á Karl prins og reyndist hann vera með sprengju í. Sérfræðingar lögreglunn- ar gerðu sprengj una óvirka. Útför Sands verður gerð á morgun og er óttazt að þá komi til alvarlegra átaka þó stuðningsmenn Sands hafi hvatt til stillingar og segja þær óskir i samræmi við vilja Sands. Þeir segjast með þeim hætti hafa útförina virðu- lega en segja jafnframt að til óeirða kunni að koma að útförinni lokinni. Þrír félagar í IRA eru nú orðnir langt leiddir vegna hungurverkfalls og sjötiu félagar þeirra segjast reiðu- búnir að hefja sams konar verkfall. FRANKINN HEFUR FALLIÐ í VERÐI — vegna möguleikans á sigri sósíalista í f orsetakosningunum Bandaríkin og Sovétríkin reyna nú að miðla málum milli stríðandi afla í Líbanon og hafa bæði stórveldin sent sendiboða til Miðausturlanda í þeim til- gangi. Fyrsti aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Georgey Krni- yenko, kemur til Sýrlands í þriggja daga heimsókn og Philip Habib, sendi- maður Bandaríkjastjórnar, mun leggja upp í dag. Sýrlendingar hafa nýverið komið fyrir sovézkum loftvarnabyssum í Líbanon og hefur sú ákvörðun þeirra mætt harðri gagnrýni ísraelsmanna. Hafa menn jafnvel óttazt að styrjöld kynni að brjótast út á milli Sýrlendinga og ísraelsmanna í kjöifar átakanna í Líbanon undanfarnar vikur. Skærurá landa- mærum Kfna og Víetnam Vietnamar hafa sakað Kínverja um að hafa aukið hernaðaráreitni á landa- mærum þjóðanna. Kínverjar hafa svar- að slíkum ásökunum með því að full- yrða að víetnamskar hersveitir hafi ráð- izt inn í Fakashun fjallahéraðið og myrt þar ótilgreindan fiöldamanna. Talið er að sjónvarpseinvígi þeirra Valery Giscard d’Estaing og Francois Mitterrand, sem nú leiða saman hesta sína í forsetakosningunum, muni hafa minni áhrif á úrslit kosninganna næst- komandi sunnudag en fyrirfram var búizt við. Síðustu skoðanakannanir, sem leyfðar voru, sýndu að Mitterrand hafði fylgi 51,5 prósent kjósenda en forsetinn hafði 48,5 prósent fylgi. Sá munur þykir þó tæpast marktækur í ljósi þess að milljónir kjósenda höfðu ekki gert upp hug sinn. Sjónvarpseinvígið fór friðsamlega fram og greinilegt var að báðir fram- bjóðendurnir forðuðust að taka of stórt upp í sig. Giscard hvatti Mitter- rand til að svara því hvort hann hygðist veita kommúnistum sæti í ríkisstjórn. Mitterrand vék sér enn einu sinni undan því að svara spurningunni beint. Hann kvaðst mundu leysa upp þingið og stjórna með aðstoð þess meirihluta sem yrði til eftir kosningarnar. Mitterrand gagnrýndi efnahags- stefnu forsetans, sem hann sagði, að hefði leitt til atvinnuleysis 1,7 milljónar manna og 14 prósent verðbólgu. For- setinn sagði að hann mundi leggja höfuðáherzlu á að tryggja ungu fólki atvinnu og sagði að áætlun sósíalista um þjóðnýtingu og aukin ríkisútgjöld mundi ríða efnahag landsins að fullu. Möguleikarnir á sigri sósialista í kosningunum á sunnudag virðast hafa orðið þess valdandi að frankinn hefur fallið og hefur ekki verið lægri gagn- vart vestur-þýzka markinu í tvö ár. Eiginkonu Sutciiffes var sparkað Sonja Sutcliffe, eiginkona vörubif- reiðarstjórans Peters Sutcliffe, sem er fyrir rétti í London þessa dagana sak- aður um að vera Yorkshire-morðing- inn svonefndi, er ákaflega bitur. Hún er bitur vegna þeirrar meðhöndlunar sem henni þykir hún hafa hlotið af hendi samfélagsins. Strax eftir að eiginmaður hennar var handtekinn og ákærður fyrir að vera Yorkshire- morðinginn var henni sagt upp starfi sínu sem kennsiukona í Bradford, heimabæ þeirra hjóna. Hún hefur nú ákveðið að leita rétt- ar síns fyrir dómstólunum vegna þessa máls. Skólayfirvöld í Bradford neita því hins vegar að ástæðan fyrir uppsögn hennar sé ákæran á hendur eiginmanni hennar. Skólastjórnin heldur því fram að einungis hafi verið um að ræða nauðsynlega fækkun í kennaraliði því sem var lausráðið. Sonja Sutcliffe hefur mætt við rétt- arhöldin yfir manni sínum þrátt fyrir að henni hafi borizt beiðni frá honum um að gera það ekki. Hún hefur setið í dómsalnum án þess að sýna nokkur svipbrigði. Svo undarlega hefur borið við að vinnuveitandi manns hennar hefur ekki séð ástæðu til að segja honum upp þrátt fyrir að hann hafi þegar játaö á sig þrettán morð. „Sutcliffe var góður starfsmaður. Ákæran á hendur honum snertir starf hans ekki neitt,” sagði vinnuveitandinn. ■ : Hjónin Sonja og Peter Sutclilfe lifðu hamingjusöitHi jölskyldulifi. Nú hefur Peter játað að vera sá morðiii"! Bretlands- sem mest hefur verið leitað . Yorkshire- morðinginn. Hann ber þvi við að sér hafi ekki venú stalfrátt. Mitterrand hefur ekki viljað svara því hvort hann taki kommúnista i rikisstjórn. HAGSTÆÐUSTU KAUPIN í DAG. .

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.