Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ1981. 17 Erlendar hljómplötur pressaðar hér á landi: Verð á plötum lækkar mjög þegar til lengdar lætur Ef fjallið kemur ekki til Múhameðs þá verður Múhameð að koma til fjails- ins. Það ófremdarverðlag sem hefur verið hér á landi á erlendum hljómplöt- um síðan í september 1978 hefur valdið því að eftirspurnin hefur stórminnkað. Til að koma verðinu niður hafa tveir innflytjendur ákveðið að hefja fram- leiðslu á erlendum plötum. Byrjað var að pressa erlendar plötur hér fyrir um það bil tveimur mánuðum og á næstu vikum bætast margir titlar við. Það var hljómplötudeild Fálkans sem reið á vaðið. Safnplata með beztu lögum Dr. Hook, Beatles Ballads, sóló- plata Johns Lennon, Shaved Fish og píanóplata Richards Clyderman, Söngvar um ástina, eru allar pressaðar í hljómplötupressunni Alfa í Hafnar- firði. Að sögn Ólafs Haraldssonar for- stjóra Fálkans hefur útkoman verið ágæt hingað til. Islenzka framleiðslan stenzt fyllilega samanburð við þá er- lendu og salan hefur verið góð. Verð þessara platna er 148 krónur. Plötur framleiddar erlendis kosta 155—200 krónur. Nú næstu daga verður byrjað að pressa plötur fyrir Steina hf. í þessum mánuði verða framleiddir átta titlar. Fjórir frá Chrysalis útgáfunni og fjórir frá Virgin Records. Þarna eru á ferð- inni nýjasta plata hljómsveitarinnar Blondie, Autoamerican; Journeys To Glory með Spandau ballet; Vianna með Ultravox; önnur plata söngkonunnar kynningarstarfsemi. Einnig hefur þessi nýja hlið á útgáfustarfseminni hér það í för með sér að heimsþekktir tónlistar- menn leggja leið sína hingað. Ekki endilega til að spila heldur til að kynna plötur sínar með ýmsum hætti.” Verðlag á erlendum hljómplötum hefur að mestu staðið i stað síðan í desember i fyrra. Ekki er það að þakka batnandi efnahagsástandi heldur miklu fremur því að innflytjendur hafa keypt inn þaðan sem það er hagstætt hverju sinni. Því er það að talsvert er af plötum pressuðum í Þýzkalandi og Hollandi á markaðnum núna. Oft á tíðum eru plötur pressaðar þar betri en þær sem framleiddar eru í Englandi og Bandaríkjunum. Gjaldeyrisstaðan kemur því kaupendum til góða bæði hvað verð og gæði varðar. Fækkar titlum? Innflytjendurnir gera ráð fyrir þvi að þeim takist að halda verðinu á erlend- um plötum framleiddum hér á landi stöðugu fram eftir ári. Hins vegar liggur það í augum uppi að innfluttar plötur hljóta að hækka í verði áður en langt um líður að óbreyttu ástandi. Þýöir það ekki að titlum fækki á hljómplötu- markaðinum? „Vafalaust fækkar titlum eitthvað en ekki þó svo að það skipti neinu máli,” sagði Steinar Berg. „Staðreynd- Meðal þeirra hljómplatna sem þegar hafa verið pressaðar hér er safnplata með vin- sælustu lögum Dr. Hook. Hún stenzt fyllilega samanburð við þær plötur sem fram- leiddar eru erlendis, — og verðið er hagstæðara. DB-mynd Ragnar Th. enská tónlistarmanninum Mike Old- field og loks nýjasta plata söngvarans Ians Gillan, Future Shock. Þessar plötur verða sömuleiðis seldar á 148 krónur stykkið. Lúxusvarningur Hljómplötur teljast lúxusvarningur og eru því tollaðar samkvæmt því. Til viðbótar er lagt þrjátíu prósent vöru- gjald á verð erlendra platna. — Það var einmitt sá skattur sem hleypti verðinu upp úr öllu valdi árið 1978. — Séu plöt- urnar framleiddar hér á landi falla toll- ur og vörugjald niður. Á móti kemur að íslenzku fyrirtækin verða að kaupa mót platnanna eða láta framleiða þau og greiða höfundarlaun, einkarétt og önnur gjöld til erlendu rétthafanná, auk tolls af mótunum. Aðeins söluplötur? Utkoman á þessu dæmi er sú að það margborgar sig að pressa plöturnar hér á landi, — ef þær seljast í einhverjum mæli. Fálkinn setur sér það lágmark fyrst í stað að framleidd séu fimm hundruð stykki af hverjum titli. Hjá Steinum hf. er lágmarkið eitt þúsund. Það er því ljóst að hér verður fyrst og fremst um framleiðslu á öruggum sölu- plötum að ræða, — eða hvað? „Leiðarljósið hjá Steinum hf. verður vitaskuld það að gefa út þaö sem beðið er um,” sagði Steinar Berg Ísleifsson, „en einnig erum við reiðubúnir að gefa út plötur með litt þekktum tónlistar- mönnum, sem hafa áhuga á að skapa sér nafn hér á landi. Það þýðir þá að þessir tónlistarmenn verða að koma hingað til hljómleikahalds og annarrar in er sú að það er ótrúlega mikið úrval af hljómplötum hér á landi. Hingað er flutt inn hérumbil allt sem einhverju máli skiptir, bæði á evrópskum og bandarískum markaði. Ég sé ekki að það ætti að skaða neitt þó að titlum fækki aðeins því að mikið af þessu eru plötur sem fluttar eru inn í óverulegu magni og eru nánast dauður lager.” „Ég hygg að eitthvað dragi úr inn- flutningi til að byrja með en á ekki von á að það vari lengi,” sagði Ólafur Har- aldsson. „Takmarkið með þessu öllu er að auka plötusölu í landinu. Einnig er rétt að benda á það að eftir að pressun erlendra platna er komin i gang hér- lendis er stjórnvöldum ekki stætt á öðru en að lækka toUa á plötum. Sam- kvæmt viðskiptasamningum við Efna- hagsbandalag Evrópu og EFTA er hreinlega ekki leyfilegt að keyra ís- lenzkan samkeppnisiðnað undir toll- vernd.” Sömu tekjur án vörugjalds Ólafur bætti því við að hann sæi ekki að það skaðaði ríkiskassann þó að vörugjaldið yröi fellt niður af erlendum plötum. „Eftirspurnin var í hámarki árið 1977,” sagði hann. „Samkvæmt verzl- unarskýrslum hefur hún minnkað um hérumbil fjörutíu prósent til ársins 1980. Án vörugjaldsins myndi hún auk- ast svo mikiö aö toUa- og söluskatts- tekjur yrðu nánast þær sömu og nú meðan gjaldið er lagt á.” Pressun erlendra hljómplatna er visir að nýjum iðnaði hér á landi. Alfa plötupressan hefur verið starfrækt síðan fyrir jól. Ein pressa er i gangi eins og er hjá fyrirtækinu. önnur kemst i gagnið um miðjan mánuð og búið er að ganga frá kaupum á þriöju pressunni. í henni verða framleiddar litlar plötur. Hún kemur væntanlega til landsins í þessum mánuði eða þeim næsta. Sex manns vinna nú hjá Alfa. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins þarf að fjölga starfsmönnum þegar skriður kemst á pressun erlendu hljóm- platnanna. Þá kemur þessi nýbreytni prentiðnaðinum mjög til góða því að framleiða verður öll hljómplötuum- slögin hér á landi. — Allt er þetta þó með þeim fyrirvara að þessi nýja hlið á íslenzkri hljómplötuútgáfu fái að þró- ast eðlilega án nýrra skatta. -ÁT- Úr Alfa 1 Hafnarfirði. Þar er nú ein plötuprcssa i gangi. Önnur kemst I gagnið um miðjan þcnnan mánuö og búið er að ganga frá kaupum á þeirri þriðju. DB-mynd Sig. Þorri. Silungsveiði í ýmsum vötnum hófst formlega 1. maí sl. Þótt veðrið hafi ekki alls staðar verið sérlega vorlegt létu stangaveiðimenn það ekki á sig fá — að minnsta kosti ekki þeir sem fjölmenntu að Elliðavatni og stóðu af sér létta snjókomu síðari hluta dags- ins. En þótt vorið sé heldur svalt hefur það furðulega gerzt a'ð fiskurinn Silungsveiðin hafin ívötnum: VEIÐIMENN Á ÖLLUM ALDRIVIÐ ELLIÐA- VATN FYRSTA DAGINN Það er friðsælt og fallegt við Elliðavatnið, sem segja má að sé I bakgarði höfuö- borgarbúa. DB-myndir Gunnar Bender. Veiðimcnn í Elliðavatni fyrsta veiðidaginn voru á öllum aldri minni en veiðistangirnar sem þeir héldu á. hefur gefið sig. Aðallega veiða menn á flugu i Elliðavatni en þó var það svo að fyrsti fiskurinn sem veiddist þar í ár var 3,5 punda urriði sem tók á laxahrogn. Sá næsti veiddist á flugu envarheldurminni. Það er bæði friðsælt og fallegt við Elliðavatn og hefur það væntanlega sitt að segja til að laða menn þar að. Fróðir menn telja að bezt veiðist í vatninu fyrri hluta sumars. Veiðileyfi eru seld í Vesturröst, Vatosenda, Elliðavatni og Gunnarshólma. Kost- ar hálfur dagur fimmtíu krónur en heill áttatíu. Vel er hægt að mæla með dagferð í Elliðavatn, ekki sízt úr Reykjavík, þvi vatnið er þar við bæj- ardyrnar, og til dæmis gæti slík veiði- ferð verið ágæt upphitun fyrir lax- veiðina sem nú fer að byrja. Á leiðinni heim renndu Dagblaðs- menn í Rauðavatn og fengu væna bleikju — en þar hefur ekki fengizt — og sumir talsvert ætur fiskur í áraraðir. Kraftaverkin gerast enn. -G.Bender.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.