Dagblaðið - 07.05.1981, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAl 1981.
3
Ekkert kerf i er verra en það
fólk sem við það starfar
—er fólkið þá orðið að ómannlegum
vélum án hæfileika til að hugsa
sjálfstætt?
P. J. Þórshöfn hringdi:
Ég vil taka undir það sem G.S.
sagði í bréfi sem birtist á lesendasíðu
DB 29. apríl sl.
Ég hef svipaða sögu að segja, en þó
ekki alveg jafn slæma, ég hef fengið
ca ein mánaðarlaun greidd síðan í
desember.
Ég er hissa, þetta „kerfi” virðist
vera mjög ómannúðlegt. Ég hef alltaf
staðið i þeirri trú að kerfið geti ekki
verið verra en það fólk sem starfar
við það. Ef það er rétt, er fólkið þá
orðið að ómannlegum vélum án
hæfileika til að hugsa sjálfstætt?
fyrirvinna sex manna fjölskyldu:
Ekki fengiö krónu í laun
síöan 1. desember
—ogfær ekki á næstunni því skatturinn hiröir allt kaupið
Ið htfur hln ðll Uun mln upp I
reyna hafa hjálpuhdlur mlnar oa
irihluu alpuigltmanna hlýtur að fjðlikyldu minnar, vonast tt til að
dnfdtv^amil. tóra ,a t*» dm. að ééua ^ M
Kon« min oi *«°* **■>!= <*kar *ra t, hefi nú raiö.Með þaJtUáuun’ hiu
OðgurjiðB það «Wild göðra manna huga td þdrra Sia*örtndm*a, acm miIUndinuaíuþarImdrihii
Bréfrítarí vill taka undir meö G.S. Skagaströnd sem skrifaði í DB þann 29. apríl
sl.
SATT-hljómleikar:
Nauðsynlegt innlegg f annars dauft
tónlistarlíf okkar mörlanda
vonandi verður framhald á þessu
Garri skrifar:
SATT stóðu fyrir miklum hljóm-
leikum laugardaginn 18. apríl sl. Þar
komu fram ftmm hljómsveitir sem
voru hver annarri betri. Sjálfur
komst ég þvi miður ekki á hljómleik-
ana en hef heyrt að þeir hafi verið
fjandi góðir. Vonandi sjá SATT sér
fært að standa fyrir fleiri slíkum
uppákomum í framtíðinni því svona
nokkuð er alveg nauðsynlegt innlegg í
annars dauft tónlistarlíf okkar
mörlanda.
Sigurður Sverrisson blaðamaður
Raddir
lesenda
hjá DB hefur oft skrifað um tónlist í
DB og hef ég haft mikla ánægju af
lestri greina hans. Vona ég að
Sigurður haldi sem lengst áfram að
skrifa um tónlist í DB.
„Horft af brúnni” hét páska-
skemmtiþáttur sjónvarpsins og beið
ég eins og fleiri eftir honum með
eftirvæntingu en vonbrigðin voru
mikil því þátturinn var alveg ferlega
lélegur.
Einu Ijósu punktarnir í honum
voru þeir Ómar Ragnarsson og
Guðni Koibeins en þeir stóðu sig
mjög vel.
Hvenær ætlar sjónvarpið að koma
meö almennilegan islenzkan
skemmtiþátt? Við eigum fullt af
ungum efnilejum skemmtikröftum,
hvernig væri að gefa þeim tækifæri?
..........
Ekkert mál, ég vinn næstu þeysu á þessum. Ómar Ragnarsson, fréttamaður m.m.
DB-mynd Sig. Þorri.
Samúel:
Ættuðlíkaað
birta myndir
af fáklæddum
karlmönnum
Jafnréttissinnaður karlraaður
(1586—2335) skrifar:
Alveg var mér nóg boðið þegar ég
las af gömlum vana afþreyingarrit
unga fólksins, Samúel.
í þessu siðasta blaði er tylft mynda
af berrassa kvenfólki en ein af
fáklæddum karlmanni svona rétt til
að sýnast.
Vita ritstjórar Samúels ekki að
kvenfólk er í meirihluta á íslandi?
Væri ekki sjálfsagt að birta jafn-
margar myndir af fáklæddum karl-
mönnum og stúlkum ef birta á slíkar
myndir á annað borð?
Erlend blöð sem Samúel reynir ef-
laust að líkja eftir bera á forsíöu
orðin „entertainment for men”.
Legg ég til að að þeir geri hið sama
hjá Samúel ella breyti þeir sinni
stefnu, svo að bæði kynin hafi gaman
af.
Kjötbúð Suðurvers
kynnir eigin fram/eiðs/u límfíífidR
tegundir af bjugum:
Kindabjúgu, folaldabjúgu, hrossabjúgu.
tegundir afkjotfarsi:
Nýtt fars, saltkjötsfars, heilsufars |án hvíts hveitis)
grófhakkað saltkjötsfars (eins og heimalagað). ham
borgarreykt fars (uppskriftir fylgja).
Allar tegundir á sama verði.
tegundir afsaltkjöti:
Lambasaltkjöt, folaldasaltkjöt. saltað hrossakjöt bein
laust. saltað nautabrjóst beinlaust. saltaðar lamba
siður, saltir grísaskankar. saltaðar lambabringur.
tegundir af kjotaleggi:
Hangikjöt, rúllupylsa, malakoff. skinka, spægipylsa.
nautatunga, skinkupylsa. lifrarkæfa. kindakæfa.
Verzhð hjá v/ður-
kenndum kjötiðnaðarmönnum
Spurning
dagsins
Hvað f innst
þór um kjara-
baráttu
fóstra?
Pálina Björnsdóttir, sjúkrallði: Mér
finnst hún eiga fullan rétt á sér.
Gerður Kristjánsdóttir, húsmóðir:
Þetta er ábyrgðarmikið starf sem fóstr-
ur gegna og ég tel aö það eigi aö launa
það vel.
. Fjóla Rut Rúnarsdóttir, sjúkraliöl: Mér
finnst að kjarabarátta fóstra eigi fullan
rétt á sér.
Saevar Kristjánsson, vélstjóri: Mér
fínnst að öli kjarabarátta eigi rétt á sér.
Kristin Þórflardóttir, húsmóflir: Mér
finnst að hún eigi fullan rétt á sér.
Þórir Leifsson, vlnnur hjá Olis:
Auðvitað hef ég samúð með kjarabar-
áttu þeirra.