Dagblaðið - 07.05.1981, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAl 1981.
II
Myndlist
NýlögfráAlþingi:
LOKAÐ FYRIR KEÐJUTÉKKA
—og 2425 milljón króna skattur á verzlunar- og skrifstofu-
húsnæði
Þrjú frurnvörp voru í gær afgreidd
sem lög frá Alþingi. Var þar í fyrsta
lagi um þreytingu á lögum um tékka að
ræða, í öðru lagi frumvarp um sérstak-
an skatt á verzlunar- og skrifstofuhús-
næði og í þriðja lagi frumvarp um
Norðurlandasamning um félagslegt
öryggi.
Breytingin á tékkalögunum kveðurá
um lögleiðingu skjalalausra greiðslu-
skipta. Skjalalaus greiðsluskipti hafa
mjög rutt sér til rúms m.a. í Dan-
mörku. í hugtakinu felst, að banki eða
sparisjóður, sem tekur við tékka á
annan banka eða sparisjóð, sendir
greiðslujöfnunarstöð (hér Reiknistofn-
"un bankanna) símleiðis færslu í vél-
tæku formi til þess að stöðin geti bókað
tékkann á viðskiptareikning viðkom-
andi reikningshafa. Tékkinn sjálfur er
hins vegar geymdur á afgreiðslustað
ásamt öðrum bókhaldsgögnum.
Samkvæmt áður gildandi lögum
þurfti reiknistofnunin að fá tékkana
senda til að lögleg bókun færi fram.
Var það mikið óhagræði fyrir fjarlæga
banka. Með hinum nýju lögum er loku
fyrir það skotið að hægt sé að stunda
ákveðna tékkakeðjumyndum, sém um
árabil hafði verið reynt að uppræta.
Skattur á skrifstofu- og verzlunar-
húsnæði er nú framlengdur þriðja árið
í röð. Er frumvarpið efnislega sam-
hljóða samskonar frumvarpi frá í
Þjóðhagsstofnun spáir að þjóðar-
framleiðslan vaxi ekkert í ár frá fyrra
ári. Horfur eru á, að þjóðartekjur
standi nokkurn veginn í stað þriðja árið
i röð.
, ,Áhrif af þessu gætu farið að koma í
ljós í minnkandi umsvifum í ýmsum at-
vinnugreinum, þótt það yrði líklega
ekki fyrr en seint á árinu,” segir í
spánni.
Viðskiptakjör við útlönd gætu orðið
lítilsháttar'lakari í ár en á síðasta ári.
Miðað við, að einkaneyzla aukist sem
nemur fólksfjölgun og fjármunamynd-
un dragist saman um rúmlega 4 pró-
sent, má gera ráð fyrir, að halli á
fyrra. Á fjárlögum er gert ráð fyrir að
skattur þessi nemi í álagningu 2425
milljónum króna. -A.St.
viðskiptum við útlönd verði svipaður
og á árinu 1980 sem hlutfall af fram-
leiðslunni. Atvinnuástand gæti slakn-
að nokkuð, sem meðal annars gæti
komið fram í styttri vinnutíma en áður,
segir stofnunin, en einnig má gera ráð
fyrir, að ýmis svæðisbundin vandamál
muni gera vart við sig í auknum mæli.
Eins og nú horfir er þó ekki útlit fyrir,
að almennt muni draga úr atvinnu á
næstumánuðum.
Þjóðhagsstofnun segir, að án frekari
aðgerða sé ljóst, að verðbólgan í ár
verði vart minni en sem svarar 45—50
prósentum.
-HH
Spá Þjóðhagsstof nunar:
Enn standa þjóðar-
tekjumar í stað
Eiríkur Smith -
í myndlistargrein um Eirfk Smith
listmálara sem birtist i gær, virðist
allt umbrot hafa farið úrskeiðis og
greinin þvi litt skiijanleg. Umræddur
kafli á að hljóða svona:
Mér sýnist þó að svarið sé að finna í
verkunum sjálfum. í þeim fara nefni-
lega saman ýmsir þeir þættir sem við
íslendingar höfum löngum verið
veikir fyrir.
Við leggjum mikið upp úr tiltölu-
lega raunsæjum staðarlýsingum en
kunnum þó vel að meta ljóðræna
innlifun listamannsins og alla dulúð
tengda landslagi — enda segir barna-
trúin okkur að álfar og vættir búi í
hverjum hól. Þar að auki finnunj við
stðku sinnum fyrir sektarkennd varð-
andi fortíðina sem við svo skyndilega
hristum af okkur til að gerast þátt-
takendur í tuttugustu öldinni. Því er
eins og öll gömul minni úr sveitum
eða af sjávarsíðunni hitti okkur beint
í hjartastað, gamlir' bátar, gömul
amboð, hús að falli komin.
Og þessu tekst Eiríki að koma til
skila með þeirri fáguðu tækni sem
hann hefur verið að þróa með sér
undanfarinn áratug. Hér er ekki
verið að gefa í skyn að Eiríkur hafi
komið sér upp óbrigðuli sölufor-
múlu. Sem væri út af fyrir sig talsvert
afrek. Þau verk sem hann sýnir nú
eru afleiðing margra ára tilrauna og
heilabrota, bæði um tækni og inntak,
eftir rúman áratug úti í kulda afstrak-
sjónarinnar. Efist nokkur um heil-
indi listamannsins skal honum bent á
nýlegt viðtal í Lesbók Mbl.
Björn Hermannsson flugvirki vill ekki nafngreina „grunaðan”
starfsmann Sjálfstæðisf lokksins:
„Fullyrðing Bjðrns
rakalaus ósannindi”
— nema hann tilgreini við hverja hann áf segir Kjartan
Gunnarsson f ramkvæmdastjóri sjálfstæðismanna
„Ég veit ekki til þess að fastráðnir
starfsmenn flokksins hafi á neinn hátt
misnotað aðstöðu sína vegna for-
mannskosninga í Heimdalli,” sagði
Kjartan Gunnarsson framkvæmda-
Jón Magnússon formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna vill koma á
framfæri athugasemd vegna „ummæla
í Dagblaðinu um formannskjör í Heim-
dalli, þar sem vitnað er til mín sérstak-
lega.” Ummælin sem Jón vitnar til eru
í viðtali við Árna Sigfússon blaðamann
í briðiudagsblaðinu:
stjóri Sjálfstæðisflokksins um ummæli
sem höfð eru eftir Birni Hermannssyni
flugvirkja í Dagblaðinu á þriðju-
daginn. Björn er frambjóðandi til for-
mannskjörs í Heimdalli á aðalfundi
„Lengi vel var ekki vitað um önnur
framboð til formanns (þ.e. framboð
Árna til formanns í Heimdalli og
Gunnlaugs Snædals til varaformanns;
athugasemd DB) og Jón Magnússon
formaður SUS sagði að við Gunnlaug-
ur værum þeir sem hann teldi að hægt
væri að násamkomulagi um.”
Athugasemd Jóns Magnússonar er
svohljóðandi:
næstkomandi sunnudag. ! DB-við-
talinu segir hann orðrétt:
„Þvi er ekki að neita að framboðið
mitt hefur vakið hörð viðbrögð. Sögur
eru settar af stað sem ég m.a. gruna
ákveðinn starfsmann Sjálfstæðis-
flokksins um að hafa komið á kreik. ”
„Ef Björn tilgreinir ekki við hvern
eða hverja hann á þá ber að taka full-
yrðingu hans sem rakalaus ósannindi.
Átta til tíu starfsmenn flokksins liggja
þá undir grun á meðan,” sagði
Kjartan Gunnarsson.
Þá hafði blaðið samband við Björn
Hermannsson flugvirkja og innti hann
nánar eftir við hvern hann ætti af
starfsmönnum sjálfstæðismanna I fyrr-
greindum ummælum.
„Ég tel ekki rétt að upplýsa það enn
sem komið er en til þess kann að koma
fljótlega,” sagði Björn.
-ARH.
Jón Magnússon formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna:
HEF HEITIÐ HVORUGUM
FRAMBJÓDANDA STUDNINGI
— íformannskosningum f Heimdalli
t.d. þessir tveir, sem hér roga fiskkössunum i land.
DB-mynd: RagnarSig., Vestm.
Vestmannaeyjar:
Mjög góður af li í
öll veiðarfæri
— þorskveiðibann tekur gildi hjá
vertíðarbátum á morgun
í gær var landlega hjá Eyjabátum
og hefur svo verið frá því á sunnu-
dag. Nokkrir netabátar hafa rétt
skotizt út en ekki fengið næði vegna
brælu. Annars hafa gæftir verið
mjög góðar frá því í endaðan marz og
vart fallið út dagur; mjög góður afli i
öll veiðarfæri.
Aflahæstur netabáta er Þórunn
Sveinsdóttir með 1435 tonn. Suðurey
er næst með 1392 tonn og Glófaxi í
þriðja sæti með 1220 tonn. Valdimar
Sveinsson, Álfsey, Gjafar og Gandí
eru allir komnir með yfir þúsund
tonn. Þá hafa trollbátar einnig aflað
mjög vel og er Freyja þeirra afla-
hæstur með yfir 800 tonn.
Mikil atvinna hefur verið i landi
við vinnslu aflans. Fjölmargir sem
ekki hafa fiskinn að aðalatvinnu,
hafa brugðið sér í slorið, bæði til að
bjarga verðmætum og eins til að ná
sér í skjótfenginn gróða.
Nú sér fyrir endann á þessari hrotu
því þorskveiðibann tekur gildi á
morgun, föstudag, hjá vertíðarbát-
um.
-FÓV, Vestmannaeyjum.
leiðrétting
1 leit sinni hefur Eiríkur borið
niður víða, t.d. í ljóðrænu raunsæi
Wyeths, kannski í súrrealisma og
nýju bandarísku raunsæi, en þar sem
honum tekst bezt upp, í myndum eins
og Farfuglar (nr. 48), Að kvöldi skal
dag lofa (nr. 35) og Á sandinum (nr.
42), — svo nefndar séu nokkrar
metnaðarfyllstu myndir Eiriks, — er
tónninn hans eigin og jafnframt
islenzkastur.
„Ég hef ekki hvatt þá frambjóð-
endur sem nú eru í kjöri til að gefa kost
á sér né heitið öðrum stuðningi fram
undir þetta.
Mér fannst æskilegt að náð yrði sam-
komulagi um formannsmál í Heimdalli
með tilliti til þess ástands sem ríkir í
Sjálfstæðisflokknum. í því skyni átti
ég viðræður við ýmsa Heimdellinga
fyrr í vetur og nú upp á síðkastið þá
Árna Sigfússon og Björn Hermanns-
son.
f formannskosningum í Heimdalli
getur aðeins annar sigrað. Óumdeilan-
lega eru tveir mjög hæfír menn í fram-
boði og ungliðahreyfing Sjálfstæðis-
flokksins þarf á starfskröftum þeirra
Jón Magnússon: Tveir mjög færir aðhalda.”
menn f framboði i Heimdalli. -ARH.
Kjartan Gunnarsson: Átta til tiu starfs-
menn flokksins liggja undir grun.
ATLI RUNAR
HALLDÓRSSOIV