Dagblaðið - 07.05.1981, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1981.
HMEBUUUO
frfáJst, ahað daghlað
Útgefandi: Dagbiaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamonn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porri Sigurðsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs-
son. Dreifingarstjóri: Valg^rður H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11.
Aðalsími blaðsins er 27022 (10 linur).
Lokið stuttrí ævi
írski skæruliðinn og brezki þing-
maðurinn Bobby Sands er látinn í
Maze-fangelsi eftir 66 daga hungur-
verkfall. Hann var 27 ára og hafði verið
næstum samfleytt í fangelsi frá 19 ára
aldri fyrir aðild að vopnuðum að-
gerðum skæruliða.
Hin stutta ævisaga Sands er dæmigerð fyrir hinn
óleysanlega norður-írska vanda, að fjölmenn miðstétt
mótmælendatrúarmanna og fámennari undirstétt
kaþólskra manna standa andspænis hvor annarri,
gráar fyrir járnum.
Kaþólsk fjölskylda Sands hraktist úr hverfi mótmæl-
enda, þegar ruslatunnu var varpað inn um gluggann að
næturlagi og skotið að húsinu. Slíkt hafa margar fjöl-
skyldur mátt reyna, beggja vegna trúarmúrsins.
Sands hraktist svo sjálfur úr vinnu í strætisvagna-
verksmiðju, þegar honum var hótað lífláti, ef hann
hefði sig ekki á brott. 1 sumum stéttum og fyrirtækj-
um Norður-írlands sitja nefnilega eingöngu mótmæl-
endatrúarmenn að vinnu.
Þannig varð Sands félagi í írska lýðveldishernum og
gerðist skæruliði. Fyrst var hann dæmdur árið 1973 í
fimm ára fangelsi fyrir aðild að tveimur vopnuðum
ránum og síðan árið 1976 í fjórtán ára fangelsi fyrir
vopnaburð og átök við öryggissveitir.
Sands er þrettándi írinn, sem lætur lífið af völdum
hungurverkfalls í fangelsi á þessari öld. í þetta sinn,
alveg eins og í fyrsta sinn, lá að baki krafan um með-
höndlun eins og á pólitískum stríðsfanga, en ekki
venjulegum glæpamanni.
Frá íslandi séð er einkar erfitt að meta, hvað sé
glæpur, hvað sé pólitík og hvað sé stríð á Norður-
Irlandi. Hitt er ljóst, að enginn maður sveltir sig til
bana án þess að meina það, sem hann segir.
Meðan Sands var í hungurverkfalli var hann kosinn
á brezka þingið i aukakosningum í Fermanagh og
Suður Tyrone, þar sem kaþólskir menn eru í naumum
meirihluta. Hann sópaði til sín svo að segja öllum
kaþólskum atkvæðum.
Eftir þessa kosningu er ekki lengur hægt að halda
því fram, að umdeildar baráttuaðferðir írska lýðveldis-
hersins njóti lítils stuðnings hjá kaþólskum almenn-
ingi. Sands hefur sameinað hann undir merkjum
skæruliða.
Margir lögðu hart að sér við að leita málamiðlunar,
allt frá Mannréttindaráði Evrópu yfir í Jóhannes Pál
páfa. Allt kom fyrir ekki og Sands dó sem venjulegur
glæpamaður, mest fyrir þrjózku Thatcher forsætisráð-
herra.
Að vísu nýtur járnfrúin stuðnings stjórnarandstöð-
unnar í þessu máli. Eftir lát Sands sagði Michael Foot,
formaður Verkamannaflokksins, að Bretar mundu
aldrei samþykkja, að skæruliðar íra fengju sömu með-
ferð og pólitískir fangar.
Ýmis sjónarmið geta verið gild í máli þessu. En upp
úr stendur þó, að Breti r fafa gert sig seka um hrika-
leg, söguleg mistök. Kaþóiskir menn á Norður-írlandi
styðja nú eindregið samtök skæruliða, sem hafa boðað
grimmilegar hefndir.
Miklir fjármunir streyma nú til skæruliða frá
írskættuðu fólki í Bandaríkjunum, sem er bæði fjöl-
mennt og valdamikið. Hinn írskættaði Reagan forseti
segir kannski ekki margt, en þingið i New Jersey sam-
þykkti stuðning við Sands.
Hinn gífurlegi viljastyrkur írska skæruliðans og
brezka þingmannsins Bobby Sands hefur i bili espað
andstæðurnar og fjarlægt hugsanlegar lausnir. Þangað
til menn byrja að reyna að skilja.
byggjum í
VATNSMÝRINNI
og fljúgum frá Keflavík
Um þessar mundir fer fram próf-
mál á það hvort nýjar og góðar hug-
myndir sem settar eru fram í
þjóðfélagi okkar- skuli ætið vera
ofurseldar tregðulögmálinu sem
lætur okkur stöðugt hjakka í sama
farinu jafnvel þó sýna megi fram á að
breytingarnar séu til hins betra. Próf-
máliö snýst um það hvort ráðamenn
borgar og þjóðar séu menn til að
krefjast breytinga og framkvæma
þær. Breytinga á borð við þær að
Reykjavíkurflugvöllur verði lagður
niður og landsvæðið notað til bygg-
ingar og hvort hægt sé að fá sveitar-
félögin á höfuðborgarsvæðinu til að
sameinast.
Það er blóðugt fyrir Reykvíkinga
að horfa upp á borgina þenja sig yfir
margfalt landsvæði á við það sem
milljónaborgir erlendis standa á. Ein
leið til að sporna við þessu er sú
þétting byggðar” sem nú er haftn.
Auk þeirra svæða sem nú er rætt um
að byggja á, þyrfti þéttingin að ná til
skipulagningar á byggð á núverandi
flugvallarstæði í Vatnsmýrinni.
Borgarskipulag Reykjavíkur hefur
nú þegar gert úttekt á peningalegum
sparnaði sem í þvi er fólginn að
byggja i Vatnsmýrinni, en flytja flug-
völlinn á brott. Það eitt sér ætti að
nægja til að ráðist verði í byggingar á
svæðinu. En ekki er síður um vert
það tækifæri er hér gefst til upplífg-
unar á borgarlífinu í Reykjavík.
Hluti Vatnsmýrarinnar gæti orðið
framhald af hinum gamla miðbæ
Reykjavíkur, skipulagt með það
fyrir augum hvernig sem mest mætti
gæða þann staö lífi, jafnt daga sem
nætur. Hljómskálagarðurinn væri
vel kominn að sneið úr mýrinni og
síðast en ekki síst, þá mætti e.t.v.
hanna byggingarnar er stæðu næst
Fossvogi með tilliti til til þess að þær
drægju úr vindstrekking í gegnum
miðbæinn og gerði þar með Hljóm-
skálagarðinn íveruhæfan sumarsem
haust. Landspítalinn og Háskólinn
fengju sinn skerf mýrarinnar til
áframhaldandi þenslu þeirra bákna
og ef vel tækist til með íbúðabyggð á
r
svæðinu ættu þeir íbúar stutt að fara
í öskjuhlíð og njóta útiveru þar.
Sameining
sveitarfólaga
Á meðan að byggt væri í Vatns-
mýrinni væri a.m.k. um stundarsakir
komist hjáað byggðin þenjist langt út
frá núverandi borgarkjarna. Til að
draga megi úr þeim órafjarlægðum
sem eru að verða milii byggðar á
höfuðborgarsvæðinu væri auðvitað
eðliiegast að ReykjavUc, Seltjarnar-
nes, Hafnarfjörður, Kópavogur,
Garðabær og Álftanes kæmu sér
saman um sameiginlegt heildarskipu-
lag. í því heildarskipulagi væri vel
hugsanlegt að ekki yrði meira byggt
innan núverandi marka Reykjavíkur-
borgar, heldur að öll sveitarfélögin á
Reykjavikursvæðinu kæmu sér
saman um aukna byggð er stytti vega-
lengdirnar innan höfuðborgarsvæðis-
ins. En það mundi likast til þýða að i
framtíðinni yrði mest byggt i Kópa-
vogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á
Álftanesi.
Raunhæf stefna f
skipastólsmálum
í stað yf irklórs
og undansláttar
Stærð skipastólsins og innflutn-
ingur á togurum hefur verið mjög til
umræðu að undanförnu og æ fleirum
áhyggjuefni. Vaxandi skilningur er á
nauðsyn þess að móta raunhæfa
heildarstefnu í þessum málum.
í þessu sambandi er vert að benda
á nokkur grundvallaratriði.
1. Einungis með markvissri heildar-
stjórn veröur frambúðarafrakstur
á auðlindum hafsins tryggður.
2. Hver einstakur útgerðaraðili
sækist vitaskuld eftír sem mestu í
sinn hlut og hefur m.a. tiihneig-
ingu tíl að vilja auka sóknarmátt
sinn þótt það verði einungis á
kostnað annarra þegar fiskimiðin
eru þegar fullnýtt. Þess vegna
verða stjómvöld að takmarka
heildarsókn og þar með fjárfest-
ingu í nýjum skipum.
3. Of stór fiskiskipastóll þýðir aukna
skömmtun, minna í hvern hlut og
verri afkomu fyrir sjómenn, út-
gerð og þjóðina í heild.
4. Það skömmtunarkerfi í fiskveið-
um sem nú er beitt, er til marks
um það að fiskiskipastóllinn sé of
stór, miðað við afrakstursgetu
fiskistofnanna.
5. Til þess að takmarka stærð fiski-
skipastólsins og draga úr henni er
það til ráða að sjá til þess að
viðbætur á hverjum tíma verði
minni en brottfall úr flotanum.
Fjögur stefnumark-
andi frumvörp
Á fyrstu mánuöum þessa árs
lögðum við þingmenn Alþýðuflokks-
ins fram fjðgur stefnumarkandi
frumvðrp til laga í skipastólsmálefn-
um:
1. Frumvarp er flutt um afnám
heimildar fyrir ríkisstjórnina til
að veita ríkisábyrgð á lánum tíl