Dagblaðið - 07.05.1981, Síða 15

Dagblaðið - 07.05.1981, Síða 15
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1981. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1981. 15 G íþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir I Jóhann Ingi Gunnarsson. KR vill fá Jóhann Inga! - „Ég verð áf ram hjá KR ef Jóhann Ingi verður ráðinn,” segir Alf reð Gíslason. Breiðablik einnig í myndinni hjá landsliðsþjálfaranum fyrrverandi „Tvö félög hafa haft samband vifl mig undanfarið, KR og Breiðablik, og reyndar hafa fleiri félög verið inni i myndinni,” sagði Jóhann Ingi Gunn- arsson, fyrrum landsiiðsþjiifari við DB í gœrkvöld. B-keppnin í körf u Úrslit i leikjum i B-keppninni i körfuknattleik i Tyrklandi i gœr urðu þessi: England — Finnland 91—80 Portúgal—Búlgarfa 78—73 Hoiland—Rúmenía 87—84 V-Þýzkaland — Svíþjóð 75—49 Grikldand — Belgia 90—78 Holland — Rúmenia 87—84 Eftir því sem blaðið hefur fregnað munu KR-ingar mjög hafa leitað hófanna hjá Jóhanni varðandi þjálfun liðsins næsta keppnistimabil, en Hilmar Björnsson er úr sögunni þar sem hann var ráðinn þjálfari landsliðs- ins. KR-ingar vildu ekki ráða Hilmar með þeim skilyrðum að hann tæki einnig að sér þjálfun landsliðsins. ,,Jú, það er rétt að KR-ingar hafa haft samband við mig fyrir nokkru, en enn sem komið er hafa ekki neinar samningaumræður átt sér stað. Ég er á fullri ferð í próflestri og þvi mun þetta ekki koma endanlega í ljós fyrr en eftir helgi. Ég er einnig með Breiðablik i sigtinu en vil að svo stöddu ekkert segja af eða á.” Dagblaðið hafði í gær samband við Alfreð Gislason og spurði hann álits á því hvort hann yrði áfram hjá KR. „Verði Jóhann Ingi ráðinn þjálfari er engin spurning um að ég verð áfram hjá KR,” sagði Alfreð. Stefán Halldórsson hefur hins vegar beðið DB að taka það fram að hann sé alls ekki að yfirgefa Val og ganga til liðs við KR. Það er því allt sem bendir 1 þá átt að Jóhann Ingi taki við KR-liðinu næsta haust en að sögn heillar Breiðabliks-liðið hann nokkuð. „Þetta er mjög efnilegt lið og áhuginn mikill hjá forráða- mönnum félagsins jafnt sem leikmönnum.” Búast má því við harðri keppni félaganna um landsliðsþjálfarann fyrrverandi því þar er á ferðinni maður með mikla reynslu og kann meira enlítiðfyrirsérifaginu. -SSv. Preston f éll Preston Nobby Stiies féll niður i 3. deild i gær f ensku knattspymunni þrátt fyrir sigur 1—2 i Derby. Á sama tima gerðu Cardiff og West Ham jafntefli 0—0 i Wales. Það nægði Cardiff. Liðið hefur 36 stig eins og Preston en betri markamun. I 1. deild gerðu Leeds og WBA jafntefli 0—0. Reykjavikurmeistarar Fylkis i knatt- spymu 1981. Efri röð frá vinstri: Lúð- vik Andreasen, form. knattspyrnu— deildar, Theodór Guðmundsson, þjálf- ari, Hörður Antonsson, Grettir Gisla- son, fyrirliði, Loftur Ólafsson, Ómar Egilsson, Kristján Steingrímsson, Bjami Óskarsson, Gunnar Gunnars- son, Óskar Sigurðsson, og Lárus Lofts- son, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Bjarnason, Sigurður Heigason, Þorkeil Ingimarsson, Ög- mundur Kristinsson, Hörður Guðjóns- son, Anton Jakobsson og Ingimundur Helgason. DB-mynd Sig. Þorri. FYLKIR REYKJA- VÍKURMEISTARI í FYRSTA SINN! Árbæjarliðið Fylldr, sem stofnað var fyrir 14 árum, vann sinn fyrsta stórsigur i gær, þegar lið félagsins varð Reykjavikurmeistari i knattspyrnu 1981. Sigraði Ármann 3—1 og mörkin þrjú gáfu Árbæingum aukastigið þýðingarmikla, sem þýddi sigur f mótinu. Mjög óvænt úrslit. Fáir hefðu spáð þvf, þegar mótið hófst að Fylldr yrði meistari. Fylldr hlaut 11 st|g, Vfldngur varð i öðru sæti með 10 stig og Fram i þriðja með 9 stig. Leikmenn Fylkis byrjuðu með miklum krafti i gær og eftir aðeins átta mínútur hafði knöttur- inn tvívegis hafnað í marki Ármanns. Hörður Guðjónsson skoraði fyrra markið — Grettir Gislason það siðari. Verulegur þungi í sókn Fylkis undan norðangolunni í f.h. en óvænt tókst Ármanni að minnka muninn í 2—1 á 25. mín. Bryngeir Torfason skoraði gullfallegt mark — hörkuskot efst i vinkilinn frá vitateig. I síðari hálfleiknum sótti Fylkir mun meira og Gunnar Gunnarsson skoraði þriðja markið þýð- ingarmikla á 70. mín. Sanngjarn sigur í höfn og Reykjavíkurmeistaratitillinn. Til hamingju Fylkir. -hsím. STORSIGURIPSWICH Ipswich vann góðan sigur, 3—0, á hollenzka liðinu AZ ’67 Alkmaar f fyrri úrslitaleik liðanna i UEFA-keppninni f Ipswich í gærkvöld. Lék beittan sóknarieik frá byrjun og aldrei var vafi á þvi hvort liðið var betra. Leikmenn AZ ’67 áttu varla skot á mark, sem hægt var að nefna þvi nafni. Yfirburðir Ipswich voru óvænt miklu meiri en reiknað hafði verið með. Liðið hafði nú öllum beztu mönnum sfnum á að skipa. 'Enska liðið hóf leikinn með miklum hraða og fljótlega komst John Wark í opið færi, sem hann misnotaði. Pressan var mikil á vörn AZ ’67 og á 28. mín. handlék Hugo Hovenhamp knöttinn innan vitateigs eftir markskot Alan Brazil. Þetta virtist óþarft hjá hollenzka varnarmanninum en dómarinn dæmdi auðvitað umsvifalaust vita- spyrnu. Úr henni skoraði Wark — 13. UEFA- mark hans á leiktímabilinu. Fleiri mörk voru ekki skoruð i fyrri hálfleiknum en vissulega hafði Ipswich möguleika á þvi. Áhorfendur vildu fá vítaspyrnu, þegar Eric Gates lék inn í vítateig á 2. mín. en var felldur á grófan hátt af Richard van der Meer. Tékkneski dómarinn Adolf Trokop var ekki á því að dæma víti — en hikaði ekki á 28. mín. Strax á fyrstu mín. s.h. skoraði FranzThijssen annað mark Ipswich eftir mikið einstaklingsaf- rek og á 51. min. skoraði Paul Mariner þriðja markið eftir góðan undirbúning Brazil. Fleiri urðu ekki mörkin í leiknum. Leikmenn AZ ’67 áttu ekki tækifæri en fengu mörg og Eddy Treyt- el, markvörður, var bezti maður Uðs síns þrátt fyrir mörkin þrjú. Áhorfendur 27.532 og Ips- wich ætti nú að hafa góða möguleika á að sigra í UEFA-keppninni. Síðari ieikur liðanna verður i Alkmaar 20. mai. -hsim. Skíðamót í Hveradölum —á vegum Skíðafélags Reykjavíkur í kvöld Innanfélagsmót Skiðafélags Reykjavikur verður haldið i Hveradölum i kvöld og hefst kl. 19:30. Starfsemi félagsins stendur nú með miklum blóma og hefur gert i vetur. Um síðustu helgi hélt félagið göngumót i sam- vinnu við Félag áhugamanna um skíðagöngu. Gengið var í námunda við Bláfjöll, alis um 5 km leið. Var keppt í átta aldursflokkum karla og kvenna. Helztu úrslit urðu sem hér segir: Björgvin hyggur á þjálfaraferil Nokkrar hræríngar virðast vera yfirvofandi i handknattleiksheiminum og leikmenn kunna að skipta um félög i rikari mæli en áður. Við höfum fregnað að næsta vist sé að Ár- menningurinn Friðrik Jóhannesson gangi til liðs við Val og þá hefur heyrzt kvittur um að Jens Einarsson, sem í vetur var hjá Tý, muni ganga i Fram. Björgvin Björgvinsson kvað hyggja á þjálfaraferil og höfum við frétt það að hann hafi undanfarið verið að viða að sér bókum um hand- knattleiksþjálfun. -SSv. Karlar 21—40 ára: sigurvegari Eiríkur Stefánsson 41—45ára: sigurvegari Pétur Pétursson 46—50 ára: sigurvegari Pálmi Guðmundsson 51—55 ára: sigurvegari Hermann Guðbjörnsson (bezti timinn) 56—60ára: * sigurvegari Haraldur Pálsson 60 áraog eldri: sigurvegari Tryggvi Halldórsson. Konur 16—40 ára: sigurvegari Sigurbjörg Helgadóttir 41—50 ára: sigurvegari Lilja Þorleifsdóttir. Keppt var um verðlaun sem verzlunin Sportval gaf til keppninnar. Þótti mótið takast hið bezta og er reiknað með að fleiri slík verði haldin i framtíðinni — jafnvel þegar i sumar, verði nægur snjór. -ÓV. Aðalfundur Víkings Aðalfundur Knattspymufélagsins Vikings verður haldinn i kvöld i félagsheimilinu við Hæðargarð og hefst kl. 20.30. \Va %y°< %

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.