Dagblaðið - 07.05.1981, Page 28

Dagblaðið - 07.05.1981, Page 28
Bergur Sigurðsson verkstjóri. „Hún er dugleg stúlka hún Ragn- hildur. Ég fékk kveðju frá henni i Dag- blaðinu og það þótti mér vænt um,” sagði Bergur Sigurðsson verkstjóri hjá Miðnesi hf. 1 Sandgerði í viðtali við DB ígær. Hann flutti til Sandgerðis rétt upp úr 1940 með fjölskyldu sína og hefur staðið í fiski í 40 ár. Hann er harðdug- legur, hefur eignazt 9 börn. Bergur er hlýlegur maður enda vel látinn. Dagblaðsmenn fengu að fara um vinnslusalinn að vild og skoðuðu að sjálfsögðu hausingarvélina sem Ragn- hildur Guðmundsdóttir slasaöist i á mánudagsmorguninn. Að sjálfsögðu var hún fest á mynd til þess að lesendur geti áttað sig á því hvernig svona vél er. Hún er i raun hraðgeng hjólsög sem skilur hausinn á fiskinum frá bolnum. Fer bolurinn eftir rennu frá vélinni og hausinn eftir annarri. Færibönd taka svo við. Safnast hausarnir í kassa utan húss en bolurinn fer í flatningu þegar hann er verkaður i salt. Tveir ungir og vaskir menn stóðu við hausingarvélina þegar DB-mennbar að. Höfðu þeir röskleg handtök er þeir mötuðu vélina. Annar dregur fisk að þeim sem stendur fyrir framan hjólsög- ina sem reyndar sést varla frá honum. Sá sem nær stendur hjólsöginni ýtir fiskinum þversum að hausingarvélinni. Þá kemur upp eins konar gaffall sem þrýstir fiskinum að hjólinu. Kemur mannshöndin þar ekki nærri. Fyrir framan þann sem þannig matar vélina siðast er tafla með rofa. Ef fisk- ur hleðst upp og fer ekki með góðu niður rennuna er hjólsögin stöðvuð á augabragði með einu handtaki. Þá fyrst er óhætt að hreinsa frá með hönd- um. Sé hjólið ekki stöðvað er hætta á ferðum eins og dæmi Ragnhildar sann- ar. Samstarfsmenn Ragnhildar spyrja frétta af líðan hennar hjá Bergi verk- stjóra sem er ólatur við að afla upplýs- inga. Til hennar stafar hlýhugur vinnu- félaga þar sem hún liggur á Borgarspít- alanum. Ragnhildur Guðmundsdóttir. Hún var i morgun enn á gjörgæzludcild Borgarspital- ans en á bata- vegi. Pétur Guðlaugsson, þritugur Sandgerðingur, og Sigurður Ingvarsson, 19 ára gamall frá Hellu á Rangárvöllum, standa við hausingarvélina. Sigurður stendur þar sem Ragnhildur stóð þegar hún slasaðist. Á þeirri hlið ferkantaðrar járnplötu sem að honum veit er rofi. Með honum verður að stöðva hjólsögina í hausingarvélinni ef maður ætlar að ýta fiskinum niður rennuna frá hjólinu sem sníður hausinn frá bolnum. A minni myndinni hefur hjólið verið stöðvað en það cr flugbeitt og gengur með miklum snúningshraða. DB-myndir: Sig. Þorri. Handarágræðslan i Borgarsp.talanum: Dugleg stúlka hún Ragnhildur —sagði Bergur verkstjóri Sigurðsson, þegar DB heimsótti Miðnes í Sandgerði í gær Verðlagsráð: ASl og vinnuveitendur í bandalag um hækkanir — umf ram mörk ríkisst jómarinnar Fulltrúar Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins gengu i fóstbræðralag á fundi verðlagsráðs í gær um að ýta strax í gegn öllum hækkunum. Stóðu þeir saman að ýmsum hækkunum sem fara frám úr þeim mörkum er ríkisstjórnin hyggst setja. Björgvin Guðmundsson, skipaöur formaður af viðskiptaráðherra, og Georg Ólafsson verðlagsstjóri vildu fresta vissum hækkunum þangað til fyrir lægi ákvörðun ríkisstjórnar um mörkin. Töldu þeir að verðlagsráð ætti að afgreiða aöeins þær beiðnir sem brýnastar væru. Ráðgert var að ríkisstjórnin tæki í dag ákvörðun um hámark verðhækk- ana sem Ieyfðar verða næstu þrjá mánuði. Á aðalfundi VSf lét for- sætisráðherra að því liggja að þessi mörk yrðu ekki fjarri 8%. Viðskiptaráðherra staðfestir einn hækkanir sem samkvæmt tillögum verðlagsráðs eru innan markanna. Þær hækkanir sem fara yfir mörkin þurfa að fara fyrir ríkisstjórnina. Tuttugu mál voru afgreidd á fundi verðlagsráðs og voru samþykktar til- lögur um 4—20% verðhækkanir, þar á meðal 18% verðhækkun á sementi frá Sementsverksmiðjunni. Þá voru afgreiddar beiðnir frá steypustöðvun- um, Sandi & Möl, Björgun hf., Flug- leiðum hf. um fargjöld innanlands, Landfara, félagi vöruflutningabíl- stjóra, skipafélögunum um farm- gjöld almennt og olíufragtir innan- lands, brauðgerðarmönnum og fram- leiðendum niðursoðins fiskmetis, svo nokkur mál séu nefnd. Um einstök mál var ekki alvarlega deilt. f verðlagsráði sitja nú auk Björgvins Guðmundssonar þeir Snorri Jónsson og Ásmundur Stefánsson frá ASÍ, Einar Ólafsson, BSRB, Þorsteinn Pálsson, VSÍ, Kjartan P. Kjartansson, SÍS, Ámi Árnason, Verzlunarráði, og Unn- steinn Beck og Þórir Einarsson til- nefndir af Hæstarétti. - BS frýálst, nháð dagblað FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1981. Flugmanna- deilan brátt úr sögunni „Það er ekki ástæða til að ætla annað en þetta verði til þess að flugmannadeilan leysist, a.m.k. i bili,” sagði Þór Sigur- bjömsson flugmaður og einn talsmaður FfA í morgun. Sátta- semjari rikisins hefur lagt fram sáttatillögu I deilunni og ræddi félagsfundur Ff A máliö I gær- kvöldi. Niðurstaöa fundarins var jákvæð og er liklegt að Fé- lag Loftleiðaflugmanna gangi nú inn 1 Félag islenzkra atvinnu- flugmanna. Sáttatillagan byggist á þvi að tveir aðstoðarflugmenn á Boeingþotum verða ffugstjórar á Fokker og tveir aðstoðarflug- menn á Fokker veröa aðstoðar- flugmenn á Boeing. Þá fá nokkrir flugmenn sem næst flugstjórastöðu standa launa- hækkun. ,,Málið verður líklega afgreitt sem bókun hjá sáttasemjara en ekki skrifað undir neitt og unnið verður eftir gildandi kjarasamningi áfram,” sagði Þór. ,,Þá er einnig inni klásúla um að samráð skuli haft við flugmenn um mikilvægar ákvarðanir í flugrekstri. ” -JH. „Innan- skólamál” — segir Sigurður Þórarinsson „Það er öllum aðilum fyrir beztu að þetta mál sé ekki til umræðu í blöðum, þetta er inn- anskólamál,” sagði Sigurður Þórarinsson jarðfræðiprófess- or. Eins og fram kom í DB í gær, urðu 30 jarðfræðinemar vitni að þvi í fyrradag að Þor- kell Jóhannesson læknisfræði- prófessor nánast henti prófess- or Siguröi út úr kennslustund og hóf siöan munnlegt próf, með alla jarðfræðinemana fyrir framan sig. Jarðfræðinemarnir mótmæltu frarakomu læknis- fræðiprófessorsins með bréfi til háskólaráðs. ,,Mér þykir út af fyrir sig vænt um aö krakkamir skyldu taka upp þykkju fyrir kennara sinn en þessi framkoma Þorkels hefur verið I skapbræði en ekki neinni mannvonzku. Málið var einfaldlega það að við vorum diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Sanitas

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.