Dagblaðið - 12.05.1981, Síða 6

Dagblaðið - 12.05.1981, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent 3 Elísabet Englandsdrottning hefur undanfarna daga verið í opinberri heimsókn i Noregi. Myndin er tekin er hún hlýðir á þjóð- söngva Bretlands og Noregs, „God save the Queen” og „Ja, vi elsker”. Við hlið hennar stendur Ólafur Noregskonungur cn að baki þeim eru Philip prins og rikiserfingjarnir í Noregi, Haraldur og Sonja. Bardagar halda áf ram í Líbanon: Veðrið bjargaöi loft- vamabyssum Sýriands —þegar Menachem Begin hafði skipað að þeim skyldi eytt , —Sýrlendingar auka vamarviðbúnað sinn af ótta við árásir Israelsmanna Philip Habib, sendimaður Banda- ríkjastjórnar, hélt áfram friðarum- leitunum sínum í Miðausturlöndum í gær. Vonir manna um að honum takist að koma á sáttum milli fsraels- manna og Sýrlendinga hafa allt ann- að en glæðzt við þá yfirlýsingu Menachems Begin, forsætísráðherra ísraels, að það hafi aðeins verið óhagstætt veður sem hafi komið í veg fyrir að ísraelsmenn eyddu Ioftvarna- byssum Sýrlendinga í Líbanon 30. april síðastliðinn. Síðan hafi komið til beiðni Bandaríkjaraanna um að ekki yrði gripiö til slikra aðgerða. Habib ræddi viö Begin í hálfa aðra klukkustund en ekki var greint frá því sem þeim hefði farið á milli. Skömmu fyrir fund þeirra kom Begin ísraelska þinginu Knesset mjög á óvart með fyrrgreindri yfirlýsingu sinni. „Hálfri klukkustund áður en ráð- ast átti á loftvarnabyssurnar var mér sagt að veðrið væri óhagstætt,” sagði Begin í yfirlýsingu sinni í þing- inu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu þessari yfirlýsingu hans og sökuðu hann um aö afhjúpa ríkis- leyndarmál. Begin sagöi að þrívegis þennan dag hefði veðrið komið i veg fyrir árásina og daginn eftir hefði borizt bréf frá Alexander Haig, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem ísraelsmenn voru beðnir um að láta af öllum hernaðaraðgerðum þar til Bandaríkjamenn hefðu reynt að miðla máium. Var fallizt á það. Sýrlendingar hafa nú lýst því yfir að þeir muni auka varnarviðbúnað sinn í ljósi hótana ísraelsmanna um að eyða hinum mjög svo umdeildu loftvarnabyssum þeirra í Libanon. Bandaríkin: Vextir hækka Helztu bankar í Bandaríkjunum hækkuðu forvexti í gær úr 19 í 19,5 prósent. Þetta var önnur hækkunin á einni viku og sú fjórða síðan í apríl. Hömlurá hemaðar- aðstoð við El Salvador Utanríkisnefnd Bandaríkjaþings hef- ur greitt atkvæði með því að auknar hömlur verði settar við áframhaldandi hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við E1 Salvador, þrátt fyrir að Alexander Haig utanríkisráðherra hafi lagzt mjög eindregið gegn því að slíkar hömlur yrðu settar. Nefndin lagðist hins vegar gegn því að slíkar hömlur yrðu settar við hern- aðaraðstoð Bandarikjanna við stjórn Argentínu. Reagan-stjórnin leggur mikla áherzlu á bætt samskipti við Argentínumenn. Francois Mittcrrand. Pólland: Nóbelsverð- launahafinn Bob Marley lézt í gær Bob Marley, fyrsti „reggae”-söngv- arinn til að öðlast heimsfrægð, lézt af völdum krabbameins á sjúkrahúsi í Miami í Bandaríkjunum í gær. Marley var 36 ára gamall er hann lézt. Margar af hljómplötum hans hafa selzt í millj- ónatali. Krabbamein Marleys uppgötvaðist á síðastliðnu ári er hann féll í öngvit á hljómleikum í Madison Square Garden. Lengst af síðan hefur hann verið til meðferðar 1 krabbameinsstofn- un nærri Múnchen í V-Þýzkalandi. Marley verður grafinn í heimalandi sínu, Jamaica. snýr heim Pólska skáldið Czeslaw Milosz, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á síðastliðnu ári, mun heimsækja Pól- land í næsta mánuði eftir þrjátíu ára útlegð þaðan, að því er Varsjárútvarpið sagði í gær. Pólska rithöfundasambandið bauð Milosz, sem er 69 ára gamall. Honum mun verða veitt heiðursdoktorsnafnbót við kaþólska háskólann í Lublin. Skáldið yfirgaf Pólland og kommún- istaflokkinn árið 1951 og fluttist til Bandaríkjanna. Þar til hann vann nóbelsverðlaunin í fyrra voru ritverk hans einkum þekkt í neðanjarðarútgáf- um en á síðustu mánuðum hafa þau verið gefin út af ríkinu og kaþólskum útgáfufyrirtækjum. Margir reknir úrflokknum Miðstjórn pólska kommúnista- flokksins hefur skýrt frá því að 768 manns hafi verið reknir úr flokknum á síðustu sex mánuðum. Ástæðan hafi í flestum tilfellum verið spilling og brot á siðferðilegum viðmiðunum. Mjög ófriðlegt hefur verið I Miðausturlöndum, einkum i Libanon, að undanförnu. Óttazt menn að þá og þegar muni sjóða upp úr milli ísraelsmanna og Sýrlendinga, sem eru dyggustu stuðningsmenn Sovétmanna i þessum heimshluta. Myndin er af israelskum hermanni á vesturbakka Jórdanár. UOD Marley. Forsetinn nýkjörni hefur boðað til þingkosninga í lok júní þar sem hann mun freista þess að fá kosinn þing- Costa Rica sleit stjórnmálasambandi við Kúbu: „Stjómin þolir ekki móðganir Kúbumanna” Costa Rica sleit í gær stjórnmála- „Stjórnin getur ekki þolað jafn mun átt við þær ásakanir Kúbu- sambandi sínu við Kúbu vegna móðg- móðgandi ummæli og stjórn Kúbu manna í garð stjórnar Costa Rica, að andi ummæla fulltrúa Kúbu hjá Sam- hafði um Costa Rica,” sagði í yfirlýs- hún styddi byltingartilraunir Banda- einuðu þjóðunum í desembermánuði. ingu ríkisstjórnar Costa Rica. Hér ríkjamanna gegn stjórn Kúbu. Erlendar fréttir Búizt við að Mitt- errand skipi einn kommúnista í stjóm Gengi frankans lækkaði talsvert í gær þegar ljóst var orðið að sósíalistinn Francois Mitterrand hafði farið með sigur af hólmi í frönsku forseta- kosningunum. Þá hækkuðu franskir bankar vexti um 2,5 prósent. Að baki viðbrögðum fjármálamanna við kjöri Mitterrands liggur sú stefna hans, að þjóðnýta ellefu stór iðnfyrir- tæki og einkabanka, hækka lágmarks- laun og auka útgjöld til félagsmála um leið og vinnuvikan verður stytt úr 40 stundum í 35. meirihluta vinstrimanna. Þar hafa nú miðju- og hægrimenn 80 þingsæta meirihluta. Ýmsar bollaleggingar eru hafnar um hverjir verða ráðherrar í stjórn Mitterrand og er almennt reiknað með að einn kommúnista fái sæti 1 stjórn hans að launum fyrir stuðning Kommúnistaflokksins.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.