Dagblaðið - 12.05.1981, Side 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAl 1981.
Ci
Útvarp
Sjónvarp
D
Uæmi um fréttamynd sem geymir sögulegan atburð: Jack Ruby myrðir Lee Harvey Oswald, morðingja Kcnnedys Banda
ríkjaforseta.
LITIÐ Á GAMLAR UÓSMYNDIR - sjónvarp kl. 20,45:
Sagt f rá þróun
fréttamyndanna
Tíundi þáttur brezka heimilda-
myndaflokksins um ljósmyndina
verður sýndur í sjónvarpinu i kvöld.
Alls eru þættimir þrettán þannig að
farið er að síga á seinni hluta mynda-
flokksins.
Að sögn þýðandans, Guðna
Kolbeinssonar, verður í þættinum í
kvöld fjallað um fréttamyndir og
hvernig þróun myndavélarinnar gerir
fréttamyndir mögulegar.
Fyrstu ljósmyndavélarnar útílok-
uðu fréttamyndir. Vélarnar voru of
fyrirferðamiklar og myndefnið mátti
ekki vera á hreyfingu. En þær þróuð-
ust eins og flest annað og brátt kom
að þvi að blöð fóru að notfæra sér
þessa tækni. Þátturinn í kvöld fjallar
einmitt um þá þróun. Sagt verður frá
fyrstu ljósmyndunum sem birtust í
blöðum, fyrsta blaðaviðtalinu sem
var myndskreytt og þeim tækni-
vandamáium sem við var að striða í
sambandi við myndbirtíngar. Á tíma-
bili var t.d. ekki hægt að hafa neinn
texta á þeirri síðu sem mynd var á.
Allir sem lesa dagblöð nútímans
sjá að ljósmyndin gegnir þar mikil-
vægu hlutverki. Oft kemur það fyrir
að hún segir meira en hægt er að gera
ílöngu máli.
-KMU.
NEYZLUÞJOÐFELAGIÐ
— sjónvarp kl. 21,50:
UMRÆÐUÞATTUR
UM NEYTENDAMÁL
Neyzluþjóðfélagið nefnist umræðu-
þáttur um neytendamál sem Árni
Bergur Eiríksson, stjórnarmaður í
Neytendasamtökunum, annast í sjón-
varpinu í kvöld.
Þátttakendur verða fjórir, þeir
Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrek-
andi, Friðrik Sophusson alþingis-
maður, Jón Magnússon, lögfræðingur
Neytendasamtakanna, ogTómas Árna-
son viðskiptaráðherra.
Auk þess verður skotið inn viðtölum
við fólk sem hefur haft afskipti af neyt-
endamálum. Dr. Bjarni Helgason
jarðvegsfræðingur spjallar almennt um
neytendur og stöðu þeirra, Jón Óttar
Ragnarsson matvælafræðingur ræðir
um matvæli og fæðuval manna, Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttír talar um
tengslin milli verkalýðsmála og neyt-
endamála, Gísli Jónsson prófessor
tekur fyrir þjónustu opinberra stofn-
ana, Jóhannes Gunnarsson, fulltrúi hjá
embættí verðlagsstjóra, segir frá þjón-
Árni Bergor Eiriksson stjórnar um-
ræðuþættinum.
ustu- cg verðkönnunum, Sigríður Har-
aldsdóttir, sem einnig starfar hjá verð-
lagsstjóra og var lengi hjá leiðbeininga-
stöð húsmæðra, fjallar um mál sem
snerta starf hennar, og loks útskýrir
Hrafn Bragason borgardómari lög sem
snúa að neytendum. -KMU.
YFIRLITYFIR FUGLANA Á ÍSLANDI—ífyrramálið kl. 11,15:
ERINDISEM JÓNAS HALL-
GRÍMSSON FLUTTI1835
Knútur R. Magnússon les í fyrra-
raálið kl. 11.15 erindi eftir Jónas Hall-
grímssonskáld, sem höfundur flutti á
fundi íslendinga í Kaupmannahöfn 7.
febrúar árið 1835. Erindið birtíst í
Fjölni árið 1847 og er það um fuglana á
Islandi.
Jónas er fyrst og fremst kunnur fyrir
ljóð sín en hann var náttúrufræðingur
að mennt og nam þau fræði við Kaup-
mannahafnarháskóla. Danska stjómin
veittí honum styrk til náttúrufræði-
rannsókna á Islandi og feröaðist hann
um nær allt landið á fjórum sumrum.
Víst er að þau ferðalög hafa veitt
honum innblástur í nokkur af hans
beztu kvæðum.
í erindinu fjallar Jónas vítt og breitt
um fuglana á fslandi. Að sögn lesarans,
Knúts R. Magnússonar, kemur vel
fram hinn væni tónn Jónasar í erindinu
þó kannski megi segja að fróðleikurinn
sé ekki ýkja merkilegur fyrir nútima
náttúruvísindamenn.
NEMENDALEIKHÚSIÐ
Morðiö á Marat
3. sýning í kvöld, þriðjudag, kí. 20.
4. sýning föstudagskvöld kl. 20.
Miðasala í Lindarbœfrá kl. 17 alla daga nema laugardaga.
Miðapantanir í síma 21791.
Viö gerum við rafkerfið í bílnumþítlUttl.
rafvélaverkstæði. Sími 23621.
Skúlagötu 59,
í portinu hjá Ræsi hf.
Töfraten-
ingurinn
er kominn
Hjá Magna
Laugavegi 15
Sími 23011
HAÞRYSTtÞVOTTUR
Húseigendur,
útgerðarmenn, verktakar!
Tökum að okkur að háþrýsti-
þvo hús, skip, vélar o.fl. Þrýstí-
kraftur allt að 10.000 psi.
llpplýsingar í simum 84780 og 83340.
Matvæladreifing
Við leitum að manni—konu með sendiferðabil til útkeyrslu á afurðum
okkar. Frjáls vinnutími, um það bil hálfs dags starf. Uppl. á staðnum cða í
síma 76340 milli kl. 16 og 18.
REYKIÐJAN HF.
SMIÐJUVEGI36 KÓPAVOGI
Aðatsafnadarfundur
Breiðholtssafnaðar verður haldinn í hátíðarsal
Breiðholtsskóla sunnudaginn 17. maí nk. að lok-
inni messu sem hefst kl.i 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
\
Safnaóarnefnd
UTBOD
Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í lagningu dreifi-
kerfa fyrir fjarvarmaveitur í Bolungarvik og Patreksfirði.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Orkubúsins Stakkanesi
1, ísafirði, mánudaginn 25. maí 1981 kl. 14.
Útboðsgögn verða afhent í tæknideild Orkubús Vestfjarða
gegn 300 króna skilatryggingu fyrir hvort verk.
Orkubú Vestfjarða,
tæknideild.
Kínverskir hjötbarðar
900—16—10 strigalaga auk fjölda algengra stærða undir
smábíla. Umboðsmenn um allt land.
í Reykjavík: Hjólbarðastöðin Skeifunni 5.
Góð ending, gott verð.
Einkaumboð á íslandi:
REYNIRS/F
Sími 95-4400 — Blönduósi.
-KMU.