Dagblaðið - 12.05.1981, Qupperneq 28
V'
Er nú brennuvargur kominn á kreik:
Hugsanlegar íkveikjur
á fímm stöðum ínótt
Tveir togarar, trollbátur og byggingarsvæði vettvangar eldanna
Engu er líkara en brennuvargar
hafi farið ura Stór-Reykjavíkursvæð-
ið í nótt í miklum ham. Slökkviliðið
barðist við elda sem talið er að
kveiktir hafi verið af mannavöldum,
viijandi, bæði í Kópavogi og Reykja-
vík og slökkvilið Hafnarfjarðar fékk
einn til meðferðar i Hafnarfjarðar-
höfn.
Þetta byrjaði kl. 21.16 er eldur var
laus í sprengimottum á bersvæði við
Digranesskóla. Tókst fijótlega að
slökkva en svona mottur eru dýrar og
tjón því nokkuð.
Eldur var laus i sinu i Súðarvogi ki.
22.06 og urðu slökkviliðsmenn að
berja hann niður.
Eldvarnakerfi í togaranum Jóni
Baldvinssyni fór i gang i Slippnum kl.
1.12 í nótt. Leituðu slökkviliðsmenn
orsakar um allt skipið en fundu ekk-
ertgrunsamlegt.
Kl. 4.20 í morgun varð eldur laus i
trolli sem var upprúllað á afturdekki
Sæbjargar RE 20 við Grandagarð.
Eyðilagðist troilið sem kostar
hundruð þúsunda en eldurinn komst
ekki í skipið sjálft því slökkvistarf
var auðvelt viðfangs. Tveir menn
sváfu í skipinu. Þarna er sterkur
grunurum íkveikju.
JC-húsið að Kirkjuvegi 39 í Kefla-
vik skemmdist svo af eldi í gærkvöldi
að það er talið ónýtt. Leikur grunur á
að um ikveikju hafi verið að ræða og
beinist grunurinn helzt að ungling-
um.
Enginn var í húsinu, sem er gamalt
Loks kom upp eldur i málningar-
vörum, tvisti og fleiru á dekki togar-
ans Ottós Þorlákssonar sem lá við
Óseyrarbryggju í Hafnarfirði. Var
tilkynnt um reykjarkóf frá skipinu
kl. 23.15 í gærkvöldi. Leit þarna út
fyrir mikinn bruna en varð minna úr
þar sem eldurinn var á dekki. Talið er
timburhús, hæð og ris á steyptum
grunni. Þar fór ekki önnur starfsemi
fram en er á vegum Junior Chamber
klúbbsins sem felst i fundahöldum,
námskeiðum o.fl. Engin starfsemi
var þar í gær.
Eldurinn kom upp um ellefuleytið
að hann hafi eitthvað kraumað því
sjá má á síðu skipsins að járnið hefur
hitnað. Er nú kannað hvort leiðslur
kunni að hafa skemmzt en sé svo er
tjónið mikið.
Rannsóknarlögreglan rannsakar
alla þessa bruna sem gætu verið
íkveikjurviljandi. -A.St.
og var húsið fijótt alelda. Blankalogn
var og því var öðrum eldfimum
húsum i grenndinm ekki hætt en
þarna er fjöldi slíkra húsa.
Samkvæmt upplýsingum DB var
húsið tryggt venjulegri matstryggingu
en innbú lágt eða ekki tryggt. -A.St.
íkveikja f Keflavík?
JC-húsið eyðilagðist í eldi í nótt
Glatt logaði i sprengimottunum við Digranesskólann i Kópavogi i gærkvöldi. Siökkvilið beitti froðu til þess að slökkva eldinn. DB-mynd Sigurður Þorri.
Stykkishólmur:
Dýralæknir varö að skjóta
8 ær vegna vanhirðu eiganda
„Hingað barst kvörtun frá forða-
gæzlumanni á fimmtudagskvöld um
fé sem var illa á sig komið. Ég fór á
staðinn strax á föstudagsmorgun
ásamt lögreglu og það verð ég að
segja eins og er að ástand skepnanna
var mjög bágborið. Það var því
ekkert annaö að gera en að skjóta
þær. Þetta voru sjö kindur og eitt
lamb,” sagði Rúnar Gíslason dýra-
læknir í Stykkishólmi.
Stundum kemur það fyrir að dýra-
læknar fái kvartanir vegna skepna
sem illa er hugsað um. Þó er það ekki
algengt sem betur fer og sagði Rúnar
það einsdæmi að svo illa væri farið
með skepnur eins og i þessu tilfelli.
Eigandinn er búsettur á Hellissandi
og hafði hann féð í hrauninu ofan við
bæinn. „Þetta er í rauninni ágætis
aðstaða þarna, það var bara ekkert
hugsað um féð. Þar fýrir utan er
þetta ekki í fyrsta skipti sem við
höfum þurft að hafa afskipti af þess-
um manni.
Eg hafði afskipti af honum í fyrra
vegna vanhirðu á fénu og eftir það
lagaðist hann í smátima. Núna voru
kindurnar svo illa á sig komnar að
það var ekki hægt að halda í þeim lif-
inu. Réttur eigandans til að vera með
skepnuhaid var tekinn af honum svo
við eigum ekki von á að þetta endur-
taki sig,” sagði Rúnar Gíslason dýra-
læknir.
-ELA.
fijálst, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAt 1981.
Ólafurþriggja
makiáfundi
ríkisstjórnarinnar
umverðlagsmál
Heildarvisitöluáhrifin af þeim hækk-
unum sem Verðlagsráð samþykkti í síð-
ustu viku eru talin.0,81%. Þar af er
bensínhækkunin 0,63%. Er bensín-
hækkunin sem lögð er til kr. 0,90 eða
úr kr. 5,95 lítrinn í kr. 6,85 eða 15,1%.
Vegur því þessi hækkun langþyngst í
vísitölunni eða um 3/4 af öllum hækk-
unum sem samþykktar voru i Verðlags-
ráði.
Þrátt fyrir það að Tómas Árnason
viðskiptaráðherra fór erlendis í morgun
til að sækja ráðherrafund EFTA í Genf
og Steingrímur Hermannsson er í opin-
berri heimsókn í Bretiandi mun rikis-
stjórnin fjalla um verðlagsmálin á
fundi sínum i dag. Ólafur Jóhannesson
fer þar með embætti þriggja ráðherra,
sitt eigið að sjálfsögðu og síðan til við-
bótar embætti sjávarútvegs- og sam-
gönguráðherra, og loks viðskipta- og
ban kamálaráðherra.
Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórnin
ákveði verðhækkunarmörkin sem stað-
festing viðskiptaráðherra nægir til og
hins vegar að hún staðfesti þær verð-
hækkanir sem eru fyrir ofan þau mörk
og samþykki hennar þarf til.
Þess má geta að vísitala rekstrar-
kostnaðar olíufélaganna er reiknuð út á
þriggja mánaða fresti eftir á. Hluti
bensinverðhækkunarinnar stafar af
erlendum hækkunum, hluti hennar er
magnálagning sem leyfð er eftir á og
miðast við kostnaðarhækkanir 1. des-
ember síðastliðinn. Um helmingur
hækkunarinnar er svo bensíngjald sem
rennur til vegaframkvæmda. Verður
ekki betur séð en að sá hluti hækkunar-
innar komi að einhverju leyti á móti
niðurskurði á vegafé sem gerður var í
síðustu efnahagsráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar.
- BS
Viðbótarlán vegna
raðsmíði f iskibáta
Rikisstjórnin hefur ákveðið sérstak-
an stuðning við raðsmíði fiskibáta og
gengið frá reglum um 5% viðbótarlán
af kostnaðarverði hvers raðsmíðaðs
báts, sem komi til viðbótar framlagi
Fiskveiðasjóðs og Byggðasjóðs.
Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar er
í framhaldi af tillögu sem iðnaðarráð-
herra lagði fyrir hana i júlí í fyrra um
að ríkisstjórnin beitti sér fyrir áætlun
um smíði allt að 10 skutskipa, 200—
300 lestir að stærð, innanlands á næstu
fimm árum.
Ríkisstjórnin taldi rétt að umrædd
áætlun yrði undirbúin i sameiningu af
iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti
þannig að taka mætti ákvörðun um að-
gerðir, þar á meðal fjármögnunarþátt-
inn.
í lánsfjáráætlun fyrir árið 1981 er
sérstakt framlag að upphæð 10 millj-
ónir króna ætlað til þessa verkefnis.
Byggðasjóður er hinn formlegi lántak-
andi og eiga umsóknir um lán að send-
ast til hans. Byggðasjóður tekur af-
stöðu til þeirra að höfðu samráði við
fiskveiðasjóð sem gengur úr skugga um
að um raðsmíði sé að ræða.
Þegar hefur verið tekin afstaða til
nokkurra raðsmíðaverkefna. Þessi
verkefni eru hugsuð sem stuðningur við
skipasmiðar innanlands en einnig er
talin þörf á endumýjun bátaflotans.
-KMU.
Sanitas
drykkir
LÆKKAÐ
VERÐ