Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 14
26
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1981.
Gwt ar ráfl tyrir austan- afla norfl-
auatanátt um aát land I dag, hvaaat
varflur dt af Vaatfjörflum. llm auatan-
vart landlfl varflur auatankaldl og vlfl-
aat hvar á landlnu alnhvar úrfcoma.
Ládaga varflur alydda norðanlanda
an aúld annara staflar, þutrara varður
á Suflurlandl.
Klukkan « var auatan 1, akýjafl og 6
adg I Raykjavit, auatan 6, rlgning og
4 stig á Gufuakálum, norflauatan 8,
aúld og 8 atlg á Qattarvlta, haagvlflri,
rigning og 3 stlg á Akurayri, norfl-
auatan 1, sdld og 1 atlg á Raufarhflfn,.
suflaustan 1, þokubakkar og 2 sdg á
Dslatanga, auflaustan 1, rignlng og 7
sdg á Hflfn og suflaustan 8, rignlng
og 6 sdg á Stórhttfða.
I Þórshflfn var þoka og 7 sdg, skýj-
afl og 13 sdg f Kaupmannahttfn, látt-
skýjafl og 13 sdg I Oalfl, láttskýjafl
ogBadgf Stokkhúlml, láttakýjafl og
8 adg I London, Mttakýjað og 14 atíg (
Hamborg, skýjafl og 11 sdg I Paris,
Mttakýjafl og 8 adg I Madrld, Mtt-
skýjafl og 10 sdg I Ussabon og Mtt-
skýjaðog 11 adg (Naw York.
Andlát
Minningarspiöíd
Minningarkort kvenfélagsins
Seltjarnar
vegna kirkjubyggingarsjóðs eru seld á bæjarskrifsiof-
unum á Seltjarnamesi og hjá Láru I sima 20423.
Guðriður Jónsdóttir, sem lézt 3. mai,
fæddist 17. september 1902 á Eyrar-
bakka. Foreldrar hennar voru Jón Ás-
björnsson og Guðrún Elíasdóttir. Árið
1924 giftist Guðriður Halldóri Jónssyni
og stofnuðu þau til búskapar að Kana-
stöðum í Áustur-Landeyjum. Árið
1929-30 bjuggu þau að Hellu en fluttust
síðan til Reykjavíkur þar sem þau
bjuggu síðan. Guðríður og Halldór
áttu 5 börn.
Simon Bárðarson, Sóleyjargötu 5 Vest-
mannaeyjum, lézt á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 10. mai.
Sigurvin Eyjólfsson fyrrverandi verk-
stjóri, Meðalholti 12 Reykjavík, lézt í
Borgarspítalanum 10. maí.
Rebekka Bjarnadóttir lézt að Hrafnistu
11. maí.
Birgir Kristján Hauksson, Skólagerði
20 Kópavogi, lézt á Borgarspítalanum
9. maí. Útförin fer fram frá Kópavogs-
kirkju mánudaginn 18. maí kl. 13.30.
Minningarathöfn um Ólaf Guðmunds-
son fv. símamann frá Seyðisfirði,
Hvassaleiti 28, fer fram frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 14. mai kl. 10.30.
Jarðsett verður frá Seyðisfjarðarkirkju
föstudaginn 15. mai kl. 14.
Andrés Björnsson verður jarðsettur frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. maí
kl. 16.30.
Ólafur Halldór Þorbjörnsson, Stangar-
holti 20, sem lézt 6. maí, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 15. maí kl. 15.
Vigfúsina Jónsdóttir frá Stóra-Múla,
sem lézt laugardaginn 9. maí, verður
jarðsett frá kirkju Óháða safnaðarins
við Háteigsveg föstudaginn 15. maí kl.
15.
Sölvi Jóhann Ólafsson, Hlíðarvegi 39
Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. maí
kl. 13.30.
AA-samtökin
1 dag, miflvikudag, verða fundir á vegum AA-sam-
takanna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010)
kl. 12(opinn), 14,18og21. Crensás, Safnaflarheim-
ili kl. 21, HaUgrimskirkja kl. 21. Akranes (93-2540)
Suðurgata 102 kl. 21. Borgames, Skúiagata 13, kl.
21. Fáskrúðsfjflrflur, FélagsheirtUifl Skrúflur, kl.
20.30. Hflfn, Hornafírfli, Midtún 21, kl. 21.
Keflavik (92-1800), Klapparsi 7 Enska, kl. 21.00.
Á morgun, fímmtudag, verða fundir i hádeginu
scm hér segir: Tjarnargata 5, grœna húsifl, kl. 14.
Fyrirtestrar
Háskólafyrirlestrar
Brczki rithöfundurinn og ljóöskáldiö Kevin Cross-
ley-Holland, sem staddur er hér á iandi um þcssar
mundir, mun flytja tvo opinbcra fyrirlestra í boöi
heimspekideildar Háskóla íslands.
Kevin Crossley-Holland cr fæddur 1941. Hann
hefur unniö hjá brezka útvarpinu BBC og bókaút-
gáfunum Gollancz og Macmillan i Lundúnum.
Hann hlaut menntun sina i Oxford og er sérgrein
hans fomenskar bókmenntir. Hann hefur þýtt fom-
ensku kvæöin The Battle of Maldon og Beowulf og
auk þess Storm og fleiri fomenskar gátur. Sem
bamabókahöfundur er hann ma. þekktur fyrir bók
ina The Green ChBdren, sem fékk Arts Coundl
verðlaunin sem bezta bamabókin 1966—1968.
Einnig hafa komiö út eftir hann tvær Ijóðabækur,
The Dream og The Rain Glver, hann var og ritstjóri
tveggja bóka sem Faber gaf út nýlega um norræna
goöafræöi og þjóðsögur.
Fyrri fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 13. maí
kl. 7:15 i stofu 101 i Lögbergi og nefnist ..Old Eng-
lish Riddles” og fjallar sérstaklega um Exeter gát-
urnar með nokkrum samanburöi viö islenzkar gátur.
Siðari fyrirlesturinn verður laugardaginn 16. mai
kl. 15:00 i kennsluhúsnæöi ensku aö Aragötu 14 og
nefnist „British Poetry from 1945—1981”. Aö fyrir-
lestrinum loknum mun skáldiö lesa úr kvæðum
sínum. Báöir fyrirlestramir verða fluttir á ensku.
Tónleikar
Tónlistarskóli Rangœinga
Bamakór Tónlistarskóla Rangæinga er aö ljúka
vetrarstarfi sínu um þessar mundir. Fyrstu tónleikar
kórsins veröa fimmtudagskvöldiö 14. mai kl. 21.30 i
Hvoli. Daginn eftir leggur kórinn svo af staö i söng-
för og er henni fyrst heitið til Hverageröis. Þar mun
kórinn syngja i kirkjunni föstudagskvöld 15. mai kl.
20.30. Laugardaginn 16. maí heldur kórinn tónleika
í Hallgrimskirkju i Reykjavik og hefjast þeir kl. 14.
Að þeim loknum liggur leiðin til Njarðvíkur þar sem
kórinn mun halda tónleika sem eru liöur í „Menn-
ingardögum” Njarðvíkurkirkju. Kórinn syngur i
Njarðvíkurkirkju kl. 17. Á sunnudeginum mun
kórinn syngja i Grindavikurkirkju kl. 11 og kl. 16
sama dag verður sungið í DAS í Hafnarfirði.
Fjár til fararinnar hefur kórinn aflaö meö likum
hætti og undanfarin ár, haldið hlutaveltu, selt jóla-
kort, haldið grimuball og kórskemmtun. Einnig
hafa kórforeldrar staðið fyrir kökubasar til styrktar
kórnum. 1 Bamakór Tónlistarskóla Rangæinga er
31 bam, 14 drengir og 17 stúlkur. Börnin eru á aldr-
inum 8—13 ára.
Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt og
spannar allt frá þjóðlögum til nútimatónlistar.
Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga mun taka
þátt i 3ja landsmóti ísl. bamakóra sem halda á i Há-
skólabíói sunnudaginn 31. maí.
Einsöngvarar með barnakórnum eru Oddgeir
Sigurðsson og Sölvi R. Rafnsson. Stjórnandi er
Sigriður Sigurðardóttir.
Sýningar
Sýning á graf Rcmyndum f
anddyri Norrœna hússins
Sett hefur verið upp sýning á grafíkmyndum eftir
norska listamanninn Anne-Lise Knoff.
Hér er um að ræða myndskreytingar sem hún
hefur gert við Sólarljóð, íslenzka helgikvæðið frá
13. öld. Ivar Orgland þýddi kvæðið á norsku og
bókin var gefin út af Dreyers forlag 1980. Alls eru
myndirnar 16 talsins. Einnig sýnir hún myndir sem
hún hefur gert við Lilju Eysteins Ásgrímssonar og
myndir gerðar við sögu eftir norska rithöfundinn
Veru Henriksen, sem íefnist Dronningasagen. Alls
eru á sýningunni 34 grafikmyndir, allar unnar með
þurrnál.
Anne-Lise Knoff er kennari að mennt en sneri sér
aö grafík- og málaralist. Hún hefur haldiö margar
sýningar og tekiö þátt i samsýningum, bæði á
Norðurlöndum og viöa i Evrópu. Mörg söfn hafa
keypt myndir hennar og má m.a. nefna norska lista-
safnið (Norske nasjonalgalleri) og Riksgalleri.
Sýning Anne-Lise Knoff var opnuð 11. mai og
stendur til 24. mai og er opin daglega á opnunartima
hússins kl. 9—19 alla daga nema sunnudaga en þá er
sýningin opin frá kl. 12—19. Aðgangur er ókeypis.
ar
I
GÆRKVÖLDI
Himnaríki til sölu ísjónvarpi
Slcyldi nokkur í alvöru trúa, að
aukin lífshamingja fylgi Lee Cooper
gallabuxum, Vilko súpum og
Natusan smyrslum? En svo virðist
sem framleiðendur sjónvarpsauglýs-
inga fyrir þessar vörur og aðrar slíkar
vilji láta okkur neytendur trúa þessu.
Eitthvert ömurlegasta efni sjón-
varpsins eru auglýsingarnar. Mjög er
sjaldgæft, að í þeim sé reynt að koma
á framfæri upplýsingum, sem kaup-
endum geta komið að gagni. Miklu
fremur er reynt að hafa þá að fíflum.
í gallabuxum og súpum er ekki
verið að selja vörur, heldur kátinu. í
snyrtivörum og tannkremi er ekki
heldur verið að selja vörur, heldur
rómantik og ást. 1 pakkaferðum tíl
sólarlanda er ekld verið að selja þjón-
ustu, heldur sex.
Ég veit ekki betur en að mikill
meirihluti sjónvarpsauglýsinga sé
ólöglegur samkvæmt gildandi reglum
um verzlunarhætti, Þetta kom ekki
vel fram í sjónvarpsumræðu gær-
kvöldsins um neytendartíál, þótt
drepið væri á ýmislegt markvert í
þessum þunga og lítt aðgengilega
þættí.
Auglýsingar sjónvarpsins eru
gerólíkar ýmsum öðrum auglýsing-
um, sem eru til fyrirmyndar, til
dæmis skókaupmanna, er leggja
áherzlu á að segja frá verði allra
hluta, sem þeir hafa á boðstólum.
Þessar síðastnefndu auglýsingar
segja neytendum, hvernig varan litur
út, í hvaða litum og stærðum hún
fæst og hvað hún kostar. Þar er verið
að kynna vöruna sjálfa á heiðarlegan
hátt, en ekki verið að rugla neytendur
í ríminu, eins og hin almenna regla er
í sjónvarpsauglýsingum.
Sjálfur hef ég fyrir reglu að forðast
þær vörur og þá þjónustu, sem aug-
lýst er út frá því sjónarmiði, að kaup-
endur séu fávitar. Með því að gera
slíkt hið sama gætu neytendur smám
saman losnað við hinar hvimleiðu
auglýsingar, sem tröllríða sjónvarp-
inu; auglýsingar, sem spila á félags-
lega vanmetakennd áhorfenda.
Jónas Kristjánsson.
Tilkynníngar
Hár og ffegurð
Fyrsta fagblaflifl um
hártizkuheiminn
Nýtt tímarit, Hár og fegurð, hóf nýlega göngu sína
og er það fyrsta fagblaðiö um hár og snyrtingu sem
hér hefur verið gefið út.
Tilgangur meö útgáfu blaösins er að efla sam-
skipti fagfólks i hársnyrtiiön og gefa þvi kost á að
koma þjónustu sinni og hugmyndum á framfæri,
bæði innan síns hóps og við almenning.
í þessu fyrsta tölublaði eru kynningar frá ýmsum
þekktum sýningum; eins og hinni heimsfrægu al-
þjóðlegu sýningu Hairdressing Congress þar sem
meðal annars kemur fram frægasta og fremsta hár-
snyrti- og sýningafólk i heiminum í dag. Sýningin
fór fram í Royal Albert Hall-óperu og sýningarhöll-
inni glæsilegu í London.
Ýmis fyrirtæki sýna nýjustu aðferðir við með-
Sölumaður deyr í 30. skipti,
Fáar sýningar eftir
Sölumaður deyr eftir Arthur Miller verður sýnt i 30.
skiptið i Þjóðleikhúsinu nk. föstudag, 15. maí, og
skal fólki jafnframt bent á að nú eru aðeins fáar sýn-
ingar eftir á þessu vinsæla leikriti þvi leikárið fer að
styttast og munu leiksýningar ennfremur liggja niðri
um hvítasunnuna t.d.
Verkið fjallar um farandsalann'Willy Loman sem
tekinn er að reskjast en á erfitt með að sætta sig viö
aö lífi hans ljúki án þess að draumar hans hafi rætzt.
— Gunnar Eyjólfsson leikur sölumanninn Willy
Loman, Margrét Guðmundsdóttir leikur Lindu
konu hans, Biff og Happy syni þeirra leika Hákon
Waage og Andri örn Clausen, Róbert Amfinnsson
leikur Ben frænda sem i augum Willys er ímynd þess
sem allt getur. Ámi Tryggvason leikur Charley ná-
búa Willys sem vegnar vel i lifinu og Randver Þor-
láksson leikur Bernhard son hans. Bryndis Péturs-
dóttir leikur glaðværa konu sem Willy heimsækir
gjarnan á söluferðum sinum.
Dr. Jónas Kristjánsson þýddi leikinn, Þórhallur
Sigurðsson er leikstjóri, Sigurjón Jóhannsson gerði
leikmyndina, Dóra Einarsdóttir gerði búningana,
Áskell Másson samdi tónlistina og Kristinn Daniels-
son sá um lýsinguna.
höndlun hárs, bæöi litun og permanent auk nýjunga
i klippingu. Fyrirhugað er einnig að fá Islenzkt hár-
snyrtifólk til að sýna hugmyndir sinar i blaðinu. Auk
þess er ætlunin að uppfræða almenning um meðferð
hárs og segja frá þvi nýjasta sem gerist i tízkuheimin-
um.
Einnig er ætlunin að koma hugmyndum frá is-
lenzku hársnyrtifólki á framfæri i erlend hártizku-
blöð, sem Hár & fegurð hefur umboð fyrir.
Útgendur þessa nýja blaös eru Pétur G. Melsteð
og Torfi Geirmundsson. Efni i næsta blað streymir
inn erlendis frá, frá heimsþekktum aðilum.
Stúdentaráð
styður nýlistamenn
Á fundi Stúdentaráðs Háskóla íslands 6. maí sl. var
eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:
„Stúdentaráð Háskóla lslands harmar þær
skerðingar á valfrelsi til náms sem yfirvofandi eru
hjá nemendum i Myndlista- og handiöaskóla íslands
og fylgt gætu ákvörðun skólastjóra MHÍ um lokun
nýlistadeildar. SHÍ lýsir furðu sinni á þessari ein-
hliða ákvörðun skólastjóra MHÍ. Slíkar einhliða
ákvarðanir skólastjóra án samráðs við nemendur eru
ekki i samræmi við hugmyndir ráðsliða um stjórnun
slíkra stofnana. SHÍ litur á ákvörðunina sem tilræði
við frjálsa listsköpun og fordæmir því þessa einhliða
og skorar á skólastjóra að breyta ákvörðun sinni. Ef
hann gerir það ekki, þá skorar SHÍ á menntamála-
ráðherra að staðfesta ekki ákvörðun skólastjórans. ”
Hótel Loftleiðir 15 áre
Hinn 1. mai sl. voru liðin 15 ár frá þvi Hótel Loft-
leiðir var opnað. Bygging og opnun hótelsins var
merkur áfangi í ferðamálasögu íslands. Með til-
komu þess jókst feröamannastraumur til íslands
verulega og öll aðstaða til gestamóttöku batnaði.
Sérstaklega má þó segja að aðstaða til ráðstefnu-
halds hér á landi hafi stórlega breytzt og batnað viö
stækkun hótelsins 1972. Þá var m.a. byggður ráð-
stefnusalur þar sem möguleikar voru til túlkunar á
ræðum yfir á sex tungumál. Þessi ráðstefnusalur er
enn sá eini sinnar tegundar hér á landi.
Fyrsti hótelstjóri var Þorvaldur Guðmundsson og
réð hann miklu um búnað og gerð hótelsins. Aðrir
hótelstjórar hafa veriö Stefán Hirst, Erling Aspe-
lund og núverandi hótelstjóri er Emil Guðmunds-
son. Á Hótel Loftleiðum vinna 108 manns.
í öndverðu gistu aðallega útlendingar á Hótel
Loftleiöum og þá oft í sambandi við viðdvalartilboð
á leiðinni yfir Atlantshafið. Á síöari árum hefur
Orkuþing '81
Orkuþing verður haldiö að Hótel Loftleiðum 13.,
14. og 15. mai 1981:
Dagskrárefni verður allir helztu þættir íslenzkra
orkumála. Auk erinda sem beðið var um frá ýmsum
aðilum sem kunnugir eru islenzkum orkumálum
verða einnig erindi sem send hafa verið til undirbún-
ingsnefndar þingsins.
öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Þátttökugjald er kr. 300.-.
Að þinginu standa eftirtaldir aðilar: Iðnaðarráðu-
neytið, Orkustofnun, olíufélögin, Rannsóknaráð
rlkisins, Samband islenzkra hitaveitna, Samband is-
lenzkra rafveitna, Verkfræðingafélag íslands.
Ferðafólag íslands
Miövikudaginn 13. mai kynnir Feröafélag íslands í
máli og myndum ferðir félagsins .sumarið 1981 að
Hótel Heklu, Rauðarárstig 18, kl. 20.30 stundvís-
lega. Allir velkomnir. Veitingar i hléi.
Útivist
Miövikudagur 13. maí kl. 20: Geldinganes, létt
kvöldganga, verð kr. 40. Farið verður frá BSÍ,
vestanverðu.
Tindafjallajökull um helgina. Farseðlar fást á skrif-
stofu Útivistar Lækjargötu 6a, simi 14606.
þetta breytzt og nú gista íslendingar þar meðan a
Reykjavikurdvöl stendur ekki siöur en útlendir
ferðamenn.
í tilefni af 15 ára afmælinu bauð hótelið öllu
starfsfólkinu til veglegrar kaffidrykkju 1. mai. Emil
Guðmundsson hótelstjóri, sem starfað hefur við
hótelið frá opnun, sagði frá ýmsu skemmtilegu sem
á dagana hafði drifið og hópar starfsfólks færðu
hótelinu blóm. í kaffisamsætinu voru tiu manns sem
störfuðu hjá Hótel Loftleiðum við opnun og starfa
þar enn. Þau eru talin frá vinstri: Bjami Guðjónsson
barþjónn, Emil Guðmundsson hótelstjóri, Gylfi
Ingólfsson, gestamóttöku, Stefania Runólfsdóttir,
veitingabúð, Sigurður Brynjólfsson þjónn, Hildur
Friðjónsdóttir barþjónn, Jenny Clausen Ward her-
bergisþema, Hilmar Jónsson veitingastjóri, Soffía
Andrfedóttir, forstöðukona, þvottahúsi, og Erla
Bjamadóttir yfirherbergisþema. Á myndina vantar
Reinholde Kristjónsson herbergisþernu, Bertha
Johansen gjaldkera og Rúnar Finnbogason, gesta-
móttöku.
GENGIÐ
i*L - - í
jsj m i d
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
Nr. 88 — 12. maí 1981 gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarfkjadollar 6,826 6,844 7JB2B
1 Steriingspund 14,29« 14,333 15,766
1 Kanadadollar 5,679 6,694 8,283
1 Dönsk króna 0,8491 0,9516 1,0468
1 Norsk króna U070 1,2110 1,3321
1 Sœnsk króna 1,3966 1,4003 1,5403
1 Hnnsktmark 1,5871 1,6913 1,7504
1 Franskur franki 1,2391 U424 1,3666
1 Belg.franki 0,1825 0,1829 0,2012
1 Svissn. franki 3,3084 3,3171 3,6488
1 Hollonzk florljia 2,8834 2,6905 2,9696
1 V.-þýzktmark 2,9853 3,9932 3,2825
1 ítölsk Kra 0,00699 0,00601 0j)0661
1 Austurr. Sch. 0,4225 0,4236 0,4660
1 Portug. Escudo 0,1125 0,1128 0,1241
1 Spánskur peseti 0,0747 0,0749 0,0824
1 Japansktyen 0,03122 0,03130 0,03443
1 (rsktDund 10,910 10,938 12,087
SDR (sérstök dráttarróttindi) 8/1 8,0496 8,0708
• - Stmsvari vegna gengisskráningar 22190.