Dagblaðið - 25.06.1981, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981.
DB á ne ytendamarkaði
Hversu góöar eru
snertí/insumar?
Snertilinsur sem settar eru beint
inn á augað hafa á seinni árum leyst
gleraugu æ meira af hólmi. Þykir
mörgum, þá sérstaklega konum, gler-
augu lítt til prýði og auk þess óþægi-
leg. Linsan sést hins vegar ekkert eftir
að á augað er komið og á ekki að
meiða augað neitt eða valda öðrum
óþægindum. Mönnum gengur þó
alltaf misjafnlega að venja sig við
þær og sumir geta það aldrei.
Linsurnar skiptast f höfuðdráttum
i tvo flokka, harðar linsur og mjúkar.
Báðar tegundirnar eiga að vera nýti-
legar við hvers kyns sjóndepru. En
mjúku linsurnar eru i reynd ekki eins
fjölhæfar og þær hörðu.
Það sem Iinsan gerir er að breyta
halla yztu himnu augans, hornhimn-
unni. Linsan ýmist víkkar eða þrengir
sjónsviðið eftir þvi sem þörf er á.
Fyrir þá, sem vinna í umhverfi þar
sem mikið er af ryki og öðrum
óhreinindum, er ekki æskilegt að
vera með linsur. Gleraugu verja ein-
mitt augun gegn slikum óhreinindum
á meðan linsur bætast ofan á erting-
una sem af þeim getur stafað.
Um linsur verður að hugsa vel og
gæta fyllsta hreinlætis. Þvi ætti ekki
að láta ung böm fá linsur nema þau
þurfi þeirra sérstaklega með vegna
veikinda.
Harðar eða mjúkar?
Mjúkar linsur innihalda meira vatn
en þær hörðu. Þær líkjast hlaupi og
mega alls ekki þorna annars molna
þær sé komið við þær. Hörðu lins-
urnar innihalda minna af vatni og eru
minni.
Mjúku linsumar henta illa þeim
sem hafa mikla sjónskekkju sem
kölluð er, það er þegar halli horn-
himnunnar er ekki allur jafnmikill.
Til eru sérstakar linsur fyrir þetta
fólk en þær eru þykkari en þessar
venjulegu og töluvert mikið dýrari.
Hörðu linsurnar eru hins vegar
ágætar fyrir fólk með sjónskekkju.
Það er auðveldara að venjast
mjúku linsunum. Það tekur svona
1—3 vikur. Lengri tíma tekur að
venjast hörðu linsunum og þeir em
fleiri sem aldrei geta vanizt þeim.
Þess vegna hafa mjúku linsurnar
verið mikið i tizku hin siðari ár. En
hörðu linsurnar hafa batnað mikið á
síðustu tímum og eru betri viður-
eignar en þær voru.
Harðar linsur verður að nota
stöðugt ef nota á þær á annaö borð.
Það dugar ekki aö nota gleraugu á
daginn og setja svo á sig linsur á
kvöldin áður en farið er á íþróttaæf-
ingu eða dansleik. Þá verður
stöðugur pirringur í auganu. Mjúku
Iinsurnar er hægt aðnota af og til
eftir vild. En þær mega aldrei þorna á
milii og ef þær eru hviidar lengi
verður að skipta um þann vökva sem
þær liggjai.
Það er meiri hætta á því að týna
hörðu linsunum. Þær eru minni og
detta frekar úr auganu.
Kosturinn við þær er hins vegar
bæði sá að þær eru ódýrari og þær
þurfa minni umhirðu. Þær endast
einnig lengur, 10—15 ár á móti 3—4
árum.
Að sofa með
linsurnar
Tilraunir úti í heimi snúast núna
fyrst og fremst um linsur sem sofa má
með. Það er talin fylgja því of mikil
vinna að taka þær af á kvöldin þó
varla sé hún meiri en að bursta tenn-
urnar. Þessar nýju linsur eru aldeilis
rándýrar og efast margir um að þær
verði nokkurn tima almennilega til
friðs. Þegar linsur eru notaðar þurfa
augun að venjast minna súrefni en
ella. Sé sofið með linsurnar fá
augun ekki að „anda” eðliiega, ekki
einu sinni á nóttinni. Það þykir
mönnum ekki vænlegt til langframa.
Erlendis frá hefur heyrzt um að
sjúkdómar fylgi i kjölfar linsanna. Er
þá einkum um að ræða hvers konar
slímhimnusjúkdóma sem stafa fyrst
og fremst af því að fólk hirðir ekki
linsurnar nógu vel, hefur þær i of
lengi og ber hvers kyns sýkla upp i
augun með linsunum. Ekki er okkur
hins vegar kunnugt um slika sjúk-
dóma hér á landi. En þeir, sem nota
linsur, ættu að hvfla sig á þeim þegar
þeir finna fyrir óþægindum í augum
og ef þeir verða rauðeygðir.
ítfzku
Linsur eru, eins og fyrr sagði,
nokkuð i tizku. Sérlega eru það
konur sem fyrir þeim falla og virðast
þær leggja meira á sig en karlar til að
venjast þeim. Alltaf eru þeir þó til
sem gefast upp. Fólk er misjafniega
viðkvæmt í augunum, sumir þola
nánast að segja hvað sem er á meðan
ekkert má við aðra koma. - DS •
Viö þykjumst mcstir í flestu, Islendingar. En þegar varðar þjónustu viö eldri borgara eru margir okkur fremri. Þessi mynd er
til dæmis tekin vestur í Bandarikjunum en þar ganga sérstakir strætisvagnar ætlaöir gömlu fólki scm er bundið viö hjólastól.
Ekki afsláttur fyrir
gamla fóUdð í rútunum
—verðurrætt
„Mér finnst það furðulegt að það
tíðkast i öllum aimenningsfarartækj-
um á Norðurlöndum og öllum nema
sérleyfisbilum hér að gamla fólkið'
fær afslátt af fargjaldinu. Af hverju,
bjóða sérleyfisbliarnir ekki sömu
kjör og strætisvagnar, flugvélar og
Akraborgin?” sagði Anna Guð-
mundsdóttir ieikkona í samtali viö
Neytendasiðuna. Anna taldi að þaöj
ætti að setja sem skilyrði fyrir þvi að
fá sérleyfi að veita gömlu fólki af-1
slátt.
Öiafur Steinar Valdimarsson í
samgönguráðuneyti var spurður að
því hvort fram á slikt hefði verið
farið við bilstjóra. „Nei, þetta hefur
ekki einu sinni verið rætt. Ríkið
hefur aldrei átt frumkvæðið að þvl
aö gamla fólkið fengi afslátt á
ferðum með samgöngutækjum,”
sagði hann.
Gunnar Sveinsson framkvæmda-
stjóri Bifreiðastöðvar ísiands var
spurður að þvi hvort bílstjórar hefðu,
eitthvað rætt þetta mál sín i milli.
„Beiðni um þetta frá féiagsskap
úti I bæ var að berast okkur. En hún
hefur ekki ennþá verið tekin til um-
fjöllunar. En við munum á næstunni
ræða hana og það hvernig við getum
samræmt okkar taxta öðrum sam-
göngutækjum. Hér er ekki um pen-
ingana að ræöa heidur hitt að hafa
einhverja heildarstefnu,” sagði
Gunnar.
Vonandi kemst þetta mál í höfn
áður en aðalferöalögin út um land
hefjast. -DS
Sími
Fjöldi heimilisfólks.
Kostnaður í maímánuði 1981
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
m nit iA
Mjúkar linsur eru mikiö f tizku um þessar mundir.
DB-mynd Gunnar Örn.
HVAÐ KOSTA
LINSURNAR?
Hjá Hilmari Herbertssyni, sem er
sérmenntaður i linsufræðum og selur
fólki linsur, fengust eftirfarandi upp-
lýsingar um verð:
Mjúkar linsur 1760 kr. (1280 í annað
sinn).
Mjúkar linsur fyrir sjónskekkju 2400
kr. (2800).
Harðar linsur 1280 kr. (1360).
Liklegt verð á linsum sem sofa má
með 6000 kr.
Munurinn á veröinu á mjúku lins-
unum, sem upp er gefið, er sá aö i
fyrsta sinn þarf að máta iinsurnar ná-
kvæmiega. Þaö er gert i 4 skipti og
kostar það 480 krónur. Munurinn á
verðinu á iinsum fyrir sjónskekkju
felst í því að þegar lægra verðið er
greitt tekur viðskiptavinurinn
áhættuna af þvi að geta ekki notað
linsurnar. Þegar hærra verðið er
greitt tekur hins vegar Hibnar
áhættuna af honum í mánuð.
Hærra verðið á hörðu linsunum er
greitt fyrir litaðar linsur, það lægra
fyrir glærar.
Hilmar býður i þeim tilfellum, sem
keyptar eru venjulegar mjúkar og
haröar linsur, upp á mánaðarábyrgð
á því hvort fólk þolir þær. Það
greiðir tryggingu og þoli það ekki
linsumar fær það alla upphæðina
nema trygginguna endurgreidda.
Þriggja mánaða ábyrgð er gagnvart
göllum í linsum.
Kostnaður við hreinsun á mjúku
iinsunum er á milli 70 og 80 krónur á
mánuði en mun minni á hörðu lins-
unum.
Mörgum kann að þykja þetta
nokkuð hátt verð. En vélarnar, sem
linsurnar eru búnar til í, eru rándýrar
og þarfnast oft endurnýjunar. Af
linsunum er greiddur 15% tollur,
vörugjald og söluskattur þannig að
verð á þeim hækkar þó nokkuð á
leiðinni hingað. Vökvarnir, sem
notaðir eru til hreinsunar, eru einnig
innfluttir og er framleiðsla þeirra
erfitt verk. Til eru margar tegundir
hreinsivökva og er ekki sama hverjar
eru notaðar. Um það er bezt að fá
upplýsingar hjá þeim sem selja lins-
urnar. - DS
* Nafn áskrifanda
7
til samanburðar á heimiliskostnaði!
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þcnnan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- |.
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar ,
fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar aö auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis-
tæki. *
I
-------------------------------------|
Heimili