Dagblaðið - 25.06.1981, Page 28

Dagblaðið - 25.06.1981, Page 28
—meðnýja Kjarasamníngmn við ríkisvaldið Næstu skref í stórvirkjunum: Stífla víð Sultartanga verður boöin út ítíaust f ramkvæmdir hefjast strax eða í vor stækkun Hrauneyjafossvirkjunar Kvíslarveitur næsta verkef ni með Stíflugerð í Sultartanga, þar sem saman koma Þjórsá og Tungnaá, er næsta skref í stórvirkjun raforku á Íslandi. Stíflugerðin verður boðin út í haust og bygging stíflunnar hafin næsta vor. Hún er forsenda þess að ákvarða næstu virkjun. Með aukinni miðlun og ísskolun með stíflugerðinni einni, eykst orku- framleiðslan um 140 gígavattstundir, skv. upplýsingum DB. Fyrsta vélasamstæðan í Hraun- eyjafossvirkjun verður tekin í notkun í ár og önnur á næsta ári. Með til-- komu þeirra eykst vinnslugeta vatns- orkuvera landsins um 800 gígavatt- stundir. Það er um 24% aukning frá núverandi vinnslugetu. Við þetta bætist svo aukningin af Sultartangastíflunni sem siðar kemur í gagnið. Verður þá heildarvinnslu- getan orðin 3.940 gígavattstundir. Til þess að tryggja vatnsorku í Hrauneyjafossvirkjun, miðað við þriðju og ef til vill fjórðu vélasam- stæðuna, sem þar er gert ráð fyrir að unnt sé að setja upp með viðbótar- húsbyggingu stöðvarinnar, eru Kvíslarveitur næsta viðfangsefni. Þar er um að ræða Þjórsá, Grjóta- kvísl, Hreysiskvísl, Eyvindarkvisl og fleiri kvíslir ofan Þjórsárvera. Þeim yrði veitt í Þórisvatn til aukningar á miðlun þar. Úr Þórisvatni fengist miðlun í Sigöldulón eða Krókslón í Tunganárkróki. Umræða kann að verða um ná- lægð sumra þeirra staða, sem getið hefur verið, við eldvirk svæði. Hugsanleg Sultartangavirkjun verður ef til vill rædd samhliða athugunum á virkjunarmöguleikum annars staðar á landinu. Ofangreindar fram- kvæmdir eru þær, sem næstar eru á dagskrá samkvæmt heimildum DB. -BS Vit;dís gróðurseth ríða tré íjiir smni um Dalinu on Strandir. Þarna er Karl E. Loftsson, oddriti Hólmarlkur, að stingafyrir birkihríslu scm Vigdis gróðursetti i hliðinni fyrir neðan Hólmarikurkirkju. DB-mynd: Kristján Jöhannsson, Hólmarík. Vigdísheim til Bessastada í gærkvöldi Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- Dalasýslu og Strandasýslu. Heimsókn- forsetann á Holtavörðuheiði í gærdag. Starfsmaður á forsetasetrinu sagði í dóttir, kom til Bessastaða um kl. 21 1 inni lauk þegar Hjördís Hákonardóttir, Ferðalag forsetans hófst síðastliðinn morgun að Vigdís væri mjög ánægð gærkvöldi eftir opinbera heimsókn í sýslumaður Strandamanna, kvaddi laugardag og stóð því yfir í fimm daga. eftir vel heppnaða ferð. -KMU. 116 með, 40 á móti samkomulaginu á læknaf undinum: LÆKNARNIR „EKKI YFIR SIG ÁNÆGÐIR” „Úrslit atkvæðagreiðslunnar má túlka sem svo að læknahópurinn í heild sé ekki yfir sig ánægður með samningana,” sagði PáU Þórðarson framkvæmdastjóri Læknafélags íslands í morgun um nýjan kjara- samning lækna og ríkisvaldsins. Hann var samþykktur á félagsfundi lækna í gærkvöldi með 116 at- kvæðum gegn 40. 5 skUuðu auðum eða ógUdum atkvæðum. Páll sagði að margir andstæðingar samkomulagsins væru þeirrar skoð- unar að átt hefði að semja um grunn- kaupshækkanir á kaupi lækna. Á slíkt er hins vegar ekki minnzt í samn- ingnum en samið um margvísleg önn- ur kjaraatriði. Til dæmis fá nú læknar á bakvöktum, sem sinna út- kaUsskyldu, greiddan bílastyrk sem nemur 8 þús. kilómetrum á ári. Það taldi PáU Þórðarson eitt af mikilvæg- ustu atriðum samningsins nýja. Þorsteinn Geirsson í fjármálaráðu- neytinu vísaði tU fyrri ummæla Ragnars Arnalds fjármálaráðherra þess efnis, að samningarnir væru „viðunandi og í samræmi við upp- haflegt samkomulag um að ekki yrði um grunnkaupshækkanir að ræða.” Þorsteinn sagðist ekki hafa á reiðum höndum tölur um hvað nýi samning- urinn kostaði ríkið í beinhörðum peningum. Samkomulagið felur í sér að fram- lag ríkisins 1 lífeyrissjóð verður 5 % af brúttólaunum en var 6% af föstum launum. Vaktaálag hækkar, álag vegna bakvaktar um nætur og helgar hækkar úr 33% í 45%. Fallizt var á að greiða læknum hálfan áttunda tíma á mánuði til undirbúnings fræðslufunda. Þá er læknum heimilt að fara í námsferð i hálfan mánuð á ári. -ARH Félagsfund lækna í gærkvöldi sóttu 160—170 manns. Þar voru samningar sam- þykktir med miklum atkvæöamun. DB-mynd Gunnar Örn. frjálst, nháð daghlað FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981. „Hækkun í hafi” skoðuð íiðnaðairáðu- neytinu Þrír menn frá brezka endur- skoðunarfyrirtækinu Coopers & Lybrand hafa dvalizt hér í Reykjavík undanfama 5 daga. Hafa þeir unnið að skýrslu sinni um viðskipti íslenzka álfélagsins og Alusuisse og farið í saumana á henni með starfshópi á vegum iðnaðarráðuneytisins. Er hún sögð um margt athyglisverð en um efni hennar er að svo komnu máli ekki unnt að gera neitt uppskátt. Brezku endurskoðendurnir fara utan í dag. Fullbúin skýrsla fyrirtækisins er væntanleg um miðjan júlímánuð næst- komandi. -BS. „Varað við gylliboðum": Ekki nýja Húseigna- þjónustan Vegna fréttar, sem birtist í Dag- blaðinu í gær, þar sem lögfræðingur Húseigendafélagsins varaði við „gylli- boðum” óprúttins húsaviðgerða- manns, skal tekið fram að Halldór Kristjánsson, sem rekið hefur húsavið- gerðaþjónustu undanfarna tvo mánuði undir nafninu Húseignaþjónustan, og auglýst undir því nafni í Dagblaðinu, á engan hlut að þeim málum sem rakin voru í fréttinni. Eins og skýrt var tekið fram í frétt blaðsins í gær liggja fyrir kærur á mann nokkurn sem í október sl. rak húsaviðgerðaþjónustu undir því sama nafni. Um þann mann snerist frá- sögn blaðsins. -ÓV Áskrifendur DB athugið Einn ykkar er svo Ijónheppinn aö fá aö svara spurningununj í leiknum „DB-vinningur i viku hvcrri”. Nú auglýsum viö eftir hon- um á smáauglýsingasiðum blaðsins i dag. Vi'nningur í þessari riku er 10 gíra DBS eða Raleigh reióhjól fró Fólkanum, Suðurlandsbraut 8 i Reykjarík. Fylgizt rel með, óskrijendur, fyrir nœstu helgi rerður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli ríkari. hressir oetur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.