Dagblaðið - 22.09.1981, Side 16

Dagblaðið - 22.09.1981, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. Hjónin Óskar Aðalsteinn rithöfundur og Valgorður H. Jónsdóttir vrta- irörður. DB-myndir: Bjarnloifur. „Þessi ódráttur fór með spíraglösunum á hauginn” — komið við í Reykjanesvita „Ég er veikur fyrir að vera í vitum. Ég hef þörf fyrir að vera í vitum,” sagði Óskar Aðalsteinn rithöfundur sem í meira en þrjátíu ár hefur ásamt konu sinni, Valgerði H. Jónsdóttur, búið í vitum. Dagblaðsmenn voru á ferð um Reykjanesskaga fyrir nokkrum dögum og komu við í vitanum sem kenndur er við nesið.. Siðustu fjögur áf hífa þau Óskar og Valgerður búið í Reykjanesvita en Valgerður er nú vitavörður þar. Áður höfðu þau verið þrjú ár í Hornbjargs- vita og 24 ár í Galtarvita en Óskar var vitavörður í báðum þeim vitum. „Okkur líður vel hér báðum, hér er afskaplega gott að vera,” sagði Ósk- ar. Og Valgerður tók undir það. „Ég kann vel við þetta starf, það er gott að vinna hjá Vitamálastofnun,” sagði hún. Þau voru bæði sammála um það að að mörgu leyti væri betra að vera í Reykjanesvita en í vitunum fyrir vest- an. „Hér njótum við fjölbýlisins líka enda ekki langt frá Reykjavík,” sagði Óskar. Eins nefndi hann að gestakomur væru tiðar. „Þetta er sérkennilegur vitastaður, eins og vin í eyðimörk. Ég geri mikið að því að labba um í nágrenni vitans, um hraunið,” segir Óskar. ,,Ég hef orðið var við ýmislegt dul- arfullt, ég sé. Ég sé verur hérna á nes- inu, skrautlega klæddar sem dansa „Aldrei sé ég þetta,” skýtur Val- gerður inn í. „. . . þær dansa hringdans, keðju- dans. Þetta er mikið litskrúð, stundum eru allir alhvitir. Svo eru aðrir flokkar sem klæðast á annan hátt, í marglit skrautföt, gul, blá, græn og rauð.” „Eru þetta ekki ímyndanir?” spyr Valgerður. „Þetta er það sem ég sé. Og ég er ekkert einn um að sjá þetta, maður væri eitthvað klikkaður ef maður væri að búa þetta til. Þetta er bara skyggnigáfa. Ég sé þetta oft í breytilegu veðri, það er ákaflega gott aö sjá þetta í skúraskini. Þetta eru verur sem dansa á hverasvæðinu, þetta eru heilir skar- ar, þeir heillast til að dansa í kringum hverina. Þessar miklu sýnngar standa mis- jafnlega lengi yfir, oft ekki nema ör- fáar mínútur sem þetta sést, og mikil dagaskipti á því hversu oft það sést. Aldrei verða þó dansstundirnar lang- ar eða leiðar fyrir sjáandann. En svo er það smáfólkið, ákaflega litlar og fínlegar verur sem fara hljóðlega um holt og móa og virðast vera í eins konar sæluástandi, fyrir utan gott og illt á mannlegan mæli- kvarða. Og áhrifrn frá þessu smá- fólki eru aldrei nema góð, maður kemst helzt i samband við það á kyrr- um og hlýjum sólskinsdögum og þá í algerri einsemd. Svo hef ég séð eina mannlega veru hér í kjallaranum . . .” „Farðu nú ekki að segja drauga- sögur,” skýtur Valgerður inn í. „Þetta var leiðindadraugur,” held- ur Óskar Aðalsteinn áfram. „Hann var hér í kjallaranum, ég vildi alls ekki hafa hann. í kjallaranum hafa verið geymd spíraglös, glösin þefjuðu illa. Ég henti spíraglösunum út á haug. Þessi ódráttur fór með þeim á hauginn. Þetta er eini vágesturinn sem ég hef haft,” segir Óskar. Frá huldufólki og draugum snýst samtalið að veraldlegri hlutum. Ósk- ar er spurður hvernig honum lítist á að fá saltverksmiðju sem næsta ná- granna en nú þegar hefur tilrauna- verksmiðja verið reist skammt frá vit- anum. „Mér lízt ákaflega vel á að fá salt- verksmiðju. Hér á nesinu eru miklir möguleikar til að gera stóra hluti. Það gerir heita vatnið. í Sandvíkinni verður einhvern tímann reist heilsuverndarstöð. Það mætti bjóða hingað heilsulausum út- lendingum og rækta þar aldingarða. Það verður fjölskrúðugt mannlíf hér á tánni. Heilsustöðvar og sjó- efnaverksmiðjur sjá til þess að hér verður fjölmenni mikið áður en margir áratugir liða. ” -KMU. „Heilsustöðvar og sjóefnaverksmiðjur sjé tilþess að hór á tánni verður fjöimennimikið óður en margir áratugir líða," segir Óskar Aðalsteinn. FÓLK — / brezka blaðinu Record Business Alltaf öðru hvoru gera ísiendingar það gott í útlöndum. Nú heyrum við frá hljómsveitinni Mezzoforte. Með- limir hennar, þeir Friðrik Larsson, Jóhann Ásmundsson, Björn Thorar- ensen, Gunnlaugur Briem og Eyþór Gunnarsson eru um þessar mundir staddir í Lundúnum þar sem þeir vinna við þriðju plötu sina. Plata þeirra félaga, í Hakanum, sem út kom hér á landi fyrir tæpu ári er einmitt nýlega komin út í Eng- landi. Nýstofnað útibú Steina hf., Steinar Records Ltd., gefur út plöt- una og nefnist hún einfaldlega Mezzoforte. Viðbrögð komu strax í ljós og það ánægjuleg því 14. þ.m. var platan komin i áttunda sæti á diskó-vin- sældalista brezka blaðsins Record Business og stefndi í fimmta sæti. Meðal annarra á þessum lista eru Stevie Wolder, Quincy Jones, Randy Plata Mezzoforte, í Hakanum, gerir það gott í Bretlandi: Komin í áttunda sœti yfir vinsœlustu diskóplötumar — Vinna nú að þriðju plötu sinni í Lundúnum Crawford, Level 42, Aretha Franklin ogSyro Gyra. Platan hefur sem sagt vakið athygli brezkra plötusnúða auk þess sem hún hefur mikið verið spiluð í Capital Radio. Mezzoforte hefur verið boðið að koma þar fram, svo og viðtal i BBC Radio 1. Megum við því vel við una með strákana okkar í Mezzo- forte. Þá má geta umfjöllunar um hið ný- stofnaða fyrirtæki Steina hf. og Mezzoforte í vikuritinu Music and Video Week. Mezzoforte hefur starf- að í fjögur ár og má minnast hljóm- sveitarinnar sem frábærs stjörnu- bands áStjörnumessu DB árið 1980. -ELA. u Mezzoforte taiið frá vinstri: Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmundsson, Björn Thorarensen, Gunnlaugur Briem og Eyþór Gunnarsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.