Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 61

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 61
63 Vjer sjáum að hjer kemur fram mjög skýr mismunur á liðunum og að þeir liðirnir, sem bestan undirbúning hafa fengið, bera langt af. Helstu skýringarnar verða þessar: a* Herfingin ein gefur ekki nægilega gott sáðbeð, fræið spírar illa og gamli jurtagróðurinn vex upp aftur og nær yfirhönd. b. Piæging og herfing geta að vísu gefið gott sáðbeð, en strengirnir liggja óherfaðir niðri í jörðinni. Pegar þeir svo fúna, myndast holur undir grassverðinum og fræ- plönturnar missa sambandið við vatnið í jarðveginum og deyja af þurk. Gamli gróðurinn nær hjer líka yfirhönd- inni. c. Pegar plægt er í annað sinn, koma gömlu streng- irnir, sem ennþá eru ófúnaðir, upp í hnausum, sem ekki miljast þó landið sje margherfað Sáðbeðið verður því slæmt og ásigkomulag jarðvegsins óheppilegt fyrir hinar smáu fræplöntur. d. og e. Jarðvegurinn er orðinn svo vel og jafnt unn- inn, að fræið fær ákjósanleg skilyrði til að spira við. Gamli gróðurinn er að miklu leyti úr sögunni, svo rót- græðslu verður lítið vart, og þó dálítið beri á fræillgresi fyrstu árin, hverfur það fljótlega. Petta skýrist mjög vel við eftirfylgjandi töflu. Jurtagróðui ■ í %. Meðaltal af rannsókn 1914 — 1915 og 1920. Sáðjurtir. Ekki sáðjurtir. a. 10,3 89,7 b. 75,0 25,0 c. 83,0 17,0 d. 84,0 16,0 e. 88,6 11,4 Jeg vil nú enganveginn halda því fram, að vjer getum hagnýtt oss þessar niðurstöður eins og ef um innlenda

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.