Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 17
19
II. Uppskeran.
Eins og við er að búast, eftir jafn hagstæða veðr-
áttu og var síðastliðið sumar, varð öll uppskera með
langmesta móti. Túnasláttur byrjaði 6. júní og var
fyrri slætti lokið í júlíbyrjun.
Kartöflur voru settar í nokkru stærra land en venja
er til, ca. 7000 m.2, en gulrófur í svipað land og áður,
ca. 2000 m.2
Uppskera varð þannig, talin í 100 kg.:
Taða Kartöflur Gulrófur
680 160 80—90
Auk þessa fékst nokur uppskera af höfrum, fóður-
rófum og fóðurkáli. Dálítið fékst af þroskuðu korni,
bæði byggi og höfrum, en landið, sem kornyrkjan var
reynd í, hefur sennilega verið of frjótt, því mikið af
korninu fór í legu og varð því þroskunin minni og
misjafnari, en annars hefði getað orðið.
III. Frœðslustarfsemin.
a. Verklegt nám.
Við verklegt garðyrkjunám voru eftirtaldar 8 stúlk-
ur:
Á vornámsskeiði frá 14. maí til 80. júní:
Elín Stefánsdóttir, Hvammi, Höfðahverfi, S.-Þing.
Halldóra Kjartansdóttir, Grímsst., Fjöllum, N.-Þing.
Svanfríður Guðlaugsdóttir, Bárðartjörn, Höfða-
hverfi, N.Þing.
Unnur Sigurðardóttir, Grímsst., Fjöllum, N.-Þing.
Valborg Ryel, Akureyri.
Á sumarnámsskeiði frá 14. maí til 30. september.
Herdís Pálsdóttir, Fornhaga, Skriðuhr. Eyjafj.sýslu.
Kristín N. Breiðfjörð, frá Elliðaey, Snæfellsness.
2*