Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 122
126
Loks hefur Búnaðarfélag fslands veitt sambandinu
aukastyrk þetta ár, að upphæð kr. 1875.00, samkvæmt
ákvörðun síðasta Búnaðarþings, til þess að stuðla að
hagnýtum nýjungum í búnaði, og meiri fjölbreytni í
framleiðslu bænda. Hér er um að ræða nýmæli og mik-
ilsverðan styrk, sem getur orðið aflvaki margra og
merkilegra nýjunga í búnaði bænda, ef framhald yrði
á styrkveitingunni.
Skifta má starfsemi sambandsins í þessa aðalþætti:
1. Efling garðræktar:
A. útvegun á útsæði og fræi: Sambandið hefur, eins
og síðastliðið ár, lagt höfuðáhersluna á útbreiðslu og
eflingu garðyrkjunnar í héraðinu. f því skyni útveg-
aði sambandið síðastliðið vor búnaðarfélögum á sam-
bandssvæðinu 7867 kg. af útsæðiskartöflum og af því
var útbýtt gefins til félaganna, handa nýbyrjendum í
kartöflurækt 2475 kg. Ennfremur útvegaði sambandið
og útbýtti gefins miklu af gulrófna- og fóðurrófnafræi
og nokkrum fleiri frætegundum.
B. Sýning og útvegun garðyrkjuáhalda. Það hefur
þótt brenna við, að tilfinnanlegur skortur væri á hin-
um nauðsynlegustu garðyrkjuáhöldum, er stæðu garð-
yrkjunni mjög fyrir þrifum. Stjórn sambandsins af-
réð því að hafa sýningu á þessum áhöldum á síðasta
aðalfundi sambandsins og var jafnhliða því samþykt,
að sambandið útvegaði þessi verkfæri eftir pöntun og
styrkti til kaupa á þeim. Helstu verkfæri, sem keypt
voru, eru þessi: Raðhreinsarar, rófnasáðvélar, arfa-
sköfur, garðhrífur, handherfi, rákajárn, höggkvíslar,
garðkönnur og stungukvíslar. Til styrktar þessum
verkfærakaupum, varði sambandið um 400 krónum.
En alls voru verkfæri keypt að þessu sinni fyrir rúm-
ar 900 krónur.