Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 114
118
vélar af hæfilegri stærð og hversu mikið verkefni
mætti áætla hér fyrir þær. Ennfremur að gera áætlun
um rekstur á slíku fyrirtæki«. Samþykt í einu hljóði.
18. Jón á Másstöðum kom með svohljóðandi tillögu:
»Sambandsdeildarstjórninni heimilast fé af sjóði
deildarinnar, til að kaupa frá Ameríku 25 kg. af ilm-
smárafræi. Skal hún skifta fræinu meðal þeirra bún-
aðarfélaga, sem óska þess, gegn sama verði og er á
almennu grasfræi. Einnig skal stjórnin kaupa gras-
fræsbaðbauka svo marga, sem óskað er af fulltrúum
á þessum fundi og greiði pantendur andvirði þeirra að
öllu«.
Þá kom Ágúst á Hofi með svohljóðandi tillögu, er
var samþykt með samhljóða atkvæðum. Var því fyrri
tillagan talin fallin:
»Þar sem nokkrar líkur eru til, að afbrigði af amer-
ísku smárafræi geti gefið góðan árangur í íslenskum
jarðvegi, vill fundurinn skora á Ræktunarfélag Norð-
urlands, að gera tilraun með slík afbrigði sem fyrst
og birta árangurinn af henni«.
19. Tillaga frá Birni Guðmundssyni, samþykt með
6:2 atkvæðum:
»Fundurinn telur víst, að stjórn Sambandsins sjái
um, að Sambandið noti rétt sinn, að senda fulltrúa á
Ræktunarf élagsf und«.
20. Tillaga frá Ágúst á Hofi, samþ. með 6:2 atkv.:
»Fundurinn lítur svo á, að æskilegt væri að trún-
aðarmaður B. f. hér í sýslu mæti á aðalfundum búnað-
arfélaganna, ef þau óska þess, og að stjórn ABSH
semji við hann um, hvað slíkt mundi kosta fyrir hvert
félag og tilkynna félögunum það- Fundurinn ályktar
að félögin greiði slíkan kostnað«.
21. Stjórnarkosning: Úr stjórninni gekk samkvæmt
hlutkesti Hafst. Pétursson, en var endurk. með 8 atkv.