Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 74
stöðu, því meðan á undirbúningnum stóð, kom tals-
verður arfi í flögin og dró það úr uppskerunni fyrstu
árin.
2. Samanburður á grasfræssáningu með og án skjól-
sáðs.
Árið 1930-32, var gerð tilraun með samanburð á
grasfræssáningu, með skjólsæði og án skjólsæðis. Til-
raunin er í tvennu lagi, þannig, að í tvo liði hennar
var grasfræi sáð 1930 og í tvo aftur 1931. Árið 1930
voru skjólsáðhafrarnir ekki slegnir fyr en 12. ágúst,
þá nýskriðnir (Uppskeran ca. 85 hestar hafraheys pr.
ha.), og gaf því sá liður enga grasuppskeru það ár.
1931 eru skjólsáðhafrarnir aítur á móti slegnir í júlí
og gáfu þá litla uppskeru, (ca. 30 hesta heys pr. ha.)-
Á skjólsáðu reitunum spratt frægrasið ekkert, fyr
en eftir að skjólsáðið hafði verið slegið. Eftirfarandi
tölur sýna áhrif skjólsáðsins á grassprettuna.
Grasfræsáning 1930 Grasfræsáning 1931
Ár án með Ár án með
skjólsáðs skjólsáði skjólsáðs skjólsáði
1930 40.6 1931 33.0 23.3
1931 96.3 91.0 1932 83.0 81.8
1932 77,5 77.0
Tölur þessar sýna, að skjólsáöið dregur úr gras-
sprettunni í bili, en ekki virðist það hafa varanleg á-
hrif á grassprettuna, það er því sýnt, að hin gagnlegu
áhrif (skjólið), sem skjólsáningin' átti að hafa á gras-
fræið, vega eigi á móti því tjóni, sem hún gerir, við
að taka ljós og næringu frá frægresinu. Hinsvegar
getur heildaruppskeran orðið meiri, þegar höfrum er
sáð með grasfræinu, og á þeim grundvelli getur að-