Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 149
153
ræktarfél. Eyjafjarðar (S. N. E.) og þau svo að segja
enda í þágu þess.
Fyrstu fjóra mánuði ársins, vann eg við útreikning
mjólkur og fóðurskýrslna og auk þess gerði eg eina
fitumælingu. Annars er hægt að taka það fram hér,
að eg hefi, eins og áskilið er í erindisbréfi mínu, gert
sex fitumælingar á árinu og farið tvær ferðir um
nautgriparæktarsambandssvæðið, þá fyrri í vor og
sumar, en þá síðari í haust og vetur, og á báðum þess-
um ferðum komið til allra meðlima nautgriparæktar-
sambandsins.
Fiturannsóknir voru gerðar:
1. rannsókn var gerð frá 12. mars til 4. aprlí, alls úr 832 kúm
2. rannsókn var gerð frá 3. maí til 28. maí, alls úr 954 —
3. rannsókn var gerð frá 23. júní til 14. júlí, alls úr 998 —
4. rannsókn var gerð frá 25. ág. til 15. sept., alls úr 1047 —
5. rannsókn var gerð frá 13. okt. til 2. nóv., alls úr 974 —
6. rannsókn var gerð frá 29. nóv. til 23. des., alls úr 970 —
Fiturannsóknir samtals á árinu 5775
Tafla I sýnir meðlimafjölda S. N. E. 1932 og 1933,
kúafjölda þann er þeir höfðu þessi ár og síðast fitu-
rannsóknafjölda þann, er gerður hefur verið hvort
árið. TAFLA I.
Ár Meðlimatala Kúatala Fiturannsóknaf j öldi
1932 221 1226 5293
1933 226 1289 5775
Af þeim 1226 kúm, er gerðar voru fiturannsóknir úr
árið 1932, voru reiknaðar út skýrslur fyrir 1172 kýr.
Æskilegast hefði verið, að skýrslur hefðu komið fyrir
þær allar til útreiknings. í framtíðinni vil eg, að gerð