Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 113
117
fyrir í lögum félagsins eins og þau voru samþykt á
Búnaðarþingi 1931«. Samþykt með 10:4 atkv.
c- »Fundurinn telur æskilegt, að sala á landbúnaðar-
afurðum til útlanda, væri alveg aðskilin frá öðrum
verslunarrekstri og sett yfir þá verslun sérstök stjórn
eða ráð, sem jafnframt nyti ríkisstyrks til markaðs-
leitar«. — Samþykt með 11:3 atkv.
Svohljóðandi viðaukatillaga samþykt með 7:3 atkv.:
»Telur fundurinn eðlilegt, að slíkt ráð sé sett með
þeim hætti, að 2 menn séu frá SÍS og einn frá Versl-
unarráði íslands«.
d. »Fundurinn felur formönnum búnaðarfélaganna
að leitast fyrir um, hverjum í sínu félagi, að fá bænd-
ur til að halda búreikninga samkvæmt búreikninga-
formum Guðm. Jónssonar, kennara á Hvanneyri«. —
Samþykt með samhljóða atkvæðum.
e. »Þar sem fundurinn telur ástæðulaust, að veita
eigi stöðu búnaðarmálastjórans eins og til hefur verið
ætlast, þá skorar hann á næsta Búnaðarþing að fá
því framgengt«.
»Jafnframt mælir fundurinn með því, að núverandi
búnaðarmálastjóri, Sigurður Sigurðsson, fái stöðuna«.
— Fyrri hluti tillögunnar samþyktur með öllum atkv.,
en síðari hlutinn með 10:4 atkv-
f. »Fundurinn telur að of miklu fé sé varið til skrif-
stofu- og ráðunautsstarfs hjá Búnaðarfélagi íslands
og skorar því á Búnaðarþing, að gera ráðstafanir í þá
átt, að lækka þau útgjöld að mun. Ennfremur lætur
fundurinn í ljósi vanþóknun yfir því, að ráðunautar
félagsins hafa mikil, óviðkomandi aukastörf«. — Sam-
þykt með öllum greiddum atkvæðum.
g. »Með tilliti til þess, að kostur mun verða á ódýrri
raforku til iðnaðar á Blönduósi, ályktar fundurinn, að
fela stjórninni að rannsaka, hvað kosta mundu kembi-