Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 160
165
mættu á sýningu 1932 og fengu verðlaun. Mér finnst
nú nokkuð vafasamt, hvort sumar þeirra hefðu ekki
átt skilið að fá hærri verðlaun, en þær hafa hlotið,
sökum sinnar fitumiklu og miklu mjólkur, en aðrar
kýr, er hlotið hafa fyrstu verðlaun, tæplega átt þau
skilið vegna sinnar fitulitlu mjólkur. Þær kýr á þessari
töflu, er ekki hafa fengið verðlaun, hafa eigi komið á
sýningu. Eg tel hinsvegar víst, að hefðu þær komið,
þá hefðu þær, að minnstakosti flestar ef ekki allar,
hlotið verðlaun. Meiri hluti þeirra, átti líka að mínu
áliti fyrstu verðlaun. Það er raunar slæmt, að þær kýr,
er skara fram úr með nythæð og feita mjólk, skuli
ekki allar mæta á sýningum,þegar þær eru haldnar.
Þá sjá þeir, sem kunnugir eru, að meira en helm-
ingur kúnna eru úr Öngulstaðahreppi, 12 þeirra úr út-
hluta hreppsins — 7 af þeim eru hálfsystur. Af þeim
111 kúm í öngulstaðahreppi, er gefa yfir 10000 fitu-
einingar um árið, eru 27 al- og hálfsystur, þær eiga
þar í hreppnum 4 hálfsystur, er ekki hafa gefið 10000
fitueiningar síðastliðið ár. 3 þeirra þó ekki nema
nokkrum fitueiningum neðar, en ein langt þar neðan
við. Hún hefur híka fitulitla mjólk og auk þess heíir
hefir hún ekki haft það mikið fóður, að maður geti
vænst, að hún nái þessu marki, er hér er sett, en
hvort hún hefði getað tekið á móti meira fóðri til um-
myndunar í mjólk, skal ekkert sagt um nú.
Eg ætla, og verð líka að mestu leyti í þetta sinn, að
ganga fram hjá að minnast nokkuð verulega á mjólk
og fitumagn hennar fyrir hinar einstöku kýr. Að
þessu hefi eg flokkað kýrnar eftir fitueinngafjölda
þeim, er reiknast í ársnyt þeirra.
Það verður dálítið fljótlegra að reikna út skýrsl-
urnar með því, að reikna þær út í fitueiningum, heldur
en séu þær reiknaðar út í kg- smjörs. Kýrnar eru