Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 162
167
Hér er efni til athugunar og hugleiðinga, til tilrauna
og rannsókna. Hvað er það, sem þessu veldur? Er það
fóðrið, útiveran (hreyfingin), útiloftið, sólarljósið,
eða er það fyrir samstilta krafta þessara hluta?
Væri það fóðrið eitt, er þessu veldur, þá mætti mjög
mikið bæta úr því, með hagkvæmari fóðrun.
Menn hafa víða hugboð um, eða gera sér í hugar-
lund, að aðalfóður okkar — heyfóðrið — sé mjög mis-
jafnt innan sömu sveitar og misjafnt á einu og sama
heimili-
Eg geri ráð fyrir, að hugboð manna í þessu efni séu
rétt og að rannsókn myndi staðfesta það, og gera
menn sér nú bestu vonir um, að þeir geti áður en mjög
langt líður, orðið nokkru fróðari um þessa hluti.
Mér hefir nokkrum sinnum fundist, að nautgripa-
rækt okkar hér hafa á undanförnum árum stefnt í
einhæfa átt, sem er sú, að leggja aðaláhersluna á nyt-
hæðina, en slíkt virðist mér ekki rétt. Mér finnst, að
það ætti alls ekki að ala upp naut, til notkunar, undan
kúm, er haf fitulitla mjólk, þó þær séu nytháar, heldur
ala naut upp, aðeins undan þeim kúnum, er hafa báða
þessa eiginleika sameiginlega, þ. e. kúm, er bæði gefa
feita og mikla mjólk, og þær kýr eru það margar til,
að með slíkt yrðu engin vandræði. Þá vil eg aðeins
minnast á. hvort ekki sé tímabært, ef í náinni fram-
tíð yrði farið að gera fjölþættari kröfur til sýningar-
gripa innan nautgriparæktarinnar, en hingað til hafa
verið gerðar, að reyna til að aðgreina hina ýmsu kúa-
liti. Þessir mörgu litir, sem eru á kúm okkar, geta al-
drei bent til þess, að kúakyn okkar sé ræktað. Nú
virðist mér, að víða séu, innan hinna ýmsu héraða og
sveita landsins, sérstakir kúalitir, er mest eru áber-
andi. Eg geri ráð fyrir, að væri meiri áhersla lögð á
litinn, sem kyneinkenni í nautgriparæktinni, þá mætti