Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 111
115
c. Vikukaup karla um slátt 4 kindafóður, vetrarfóður,
eða 3 dilkar að hausti.
Vikukaup karla um slátt 6 hestar taða eða 9 hestar
úthey.
d. Vikukaup kvenna um slátt 21/2 kindarfóður eða
tæplega 2 dilkar að hausti.
Vikukaup kvenna um slátt 314 hestar taða eða 5
hestar úthey-
16. Allsherjarnefnd kom með svohljóðandi tillögur:
a. »Fundurinn skorar á Alþingi að breyta nauða-
samningalögunum í það horf, að hver maður, sem ekki
á fyrir 60% af skuldum sínum, samkvæmt mati dóm-
kvaddra manna, eigi kröfu á nauðasamningi við lán-
ardrotna. Ef samkomulag næst ekki, skal 3ja manna
nefnd gera nauðasamninginn. Miðast greiðsluskylda
við eignir hins skulduga, að frádreginni þeirri upp-
hæð, er ekki má taka af mönnum, þegar gert er fjár-
nám hjá þeim (sbr. lög nr. 18 frá 1932) Ennfremur sé
gjaldþrotalögunum breytt þannig, að gjaldþroti eigi
kröfu til að halda eftir einhverjum eignum, t. d. eins
og þegar um aðför er að ræða«. — Tillögu þessari
var vísað frá með svohljóðandi rökstuddri dagskrá, er
var samþykt með 11 á móti 3 atkvæðum:
»Með því að hagur atvinnurekenda við landbúnað
er nú sem stendur mjög erfiður og óumflýjanleg nauð-
syn er á því, að fengin sé löggjöf, er tryggi það, að
eigi sé gengið að atvinnufyrirtækjum og bústofni
bænda, en fundurinn óviðbúinn að marka skýrar línur
um breytingar á núgildandi nauðasamninga- og gjald-
þrotalögum, þá tekur hann fyrir næsta mál á dagskrá«.
b- »Jafnframt því, að fundurinn leggur höfuðá-
herslu á,að Alþingi geri ráðstafanir til, að vextir af
fasteignalánum landbúnaðarins lækki í 4%, þá telur
8*