Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 112
116
hann óhjákvæmilegt, að allur kostnaður við banka-
starfsemi landbúnaðar lækki til stórra muna. Sér-
staklega virðist útibú Búnaðarbankans á Akureyri
vera óþarft og lægi nær, að sparisjóðum héraða væri
veitt fé til útlána með sem bestum kjörum«. — Sam-
þykt með öllum greiddum atkvæðum.
c. »Fundurinn skorar á Alþingi að koma í veg fyrir,
að þeir bændur, sem komnir eru í greiðsluþrot vegna
bygginga á jörðum sínum, hvort sem þeir hafa byggt
fyrir fé Landnámssjóðs eða annað fé, verði að hrekj-
ast frá þeim eða jarðirnar teknar af þeim á næstu
árum«. — Samþykt með öllum greiddum atkvæðum.
d. »Fundurinn telur, að oflangt hafi verið gengið í
því, að byggja of stórar og dýrar byggingar á býlum
fyrir fé Landnámssjóðs og skorar því á Búnaðarþing,
að gera öruggar ráðstafanir, er komi í veg fyrir, að
of há jarðarleiga eigi sér stað fyrir þær sakir fram-
vegis«. — Samþykt með öllum greiddum atkvæðum.
e. »Fundurinn lítur svo á, að lækkun íslenskrar
myntar gæti í svipinn bætt úr hinni geigvænlegu land-
búnaðarkreppu, en hins vegar alveg órannsakað,
hversu mikið rót slík breyting gæti haft á íslenskt
fjármálalíf, en fundurinn eigi þess viðbúinn að dæma
um alhliða áhrif gengisfalls, þá væntir hann þess, að
gengisnefnd hafi vakandi auga á, að íslensk mynt sé
í hlutfalli við afkomu atvinnuveganna, svo sem fært
þykir«. — Samþykt í einu hljóði-
17. Búnaðarmálanefnd kom með svohljóðandi til-
lögur:
a. »Fundurinn er mótfallinn, að sú breyting sé gerð
á yfirstjórn búnaðarmála, sem frumvarp um það frá
B. í. gerir ráð fyrir«. Samþykt með 11:2 atkv.
b. »Fundurinn leggur áherslu á, að sú skipun kom-
ist í kring um kosning í stjórn B. í., sem gert er ráð