Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 144
148
8. Jóhannes Laxdal hafði framsögu fyrir allsherjar-
nefnd og bar hann fram svohljóðandi tillögu:
a. »Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar get-
ur eigi mælt með, að frumvarp það, um stjórn búnað-
armála, er sambandinu hefur borist til umsagnar, eft-
ir ákvörðun aukabúnaðarþings 1932, verði að lögum,
þrátt fyrir það, þótt frumvarpið innifeli eins sjálfsögð
réttindi til handa Búnaðarfélagi íslands og það, að
Búnaðarþing kjósi stjórn félagsins.
Fundurinn lítur svo á, að búnaðarráð skipað á þann
hátt, -er frumvarpið fer fram á, geti á engan hátt ráð-
ið málefnum búnaðarins frekar til lykta, eða verið rík-
isstjórninni hagkvæmari ráðunautur í þessum málum,
heldur en stofnanir þær, sem hlut eiga að málum, geta
verið hver á sínu sviði, en geti á hinn bóginn, ef það
beitir því valdi, er því er gefið með frumvarpinu, haft
truflandi áhrif á starfsemi þessara stofnana. Enn-
fremur liggur í augum uppi, að svona lagað ráð yrði
mjög þunglamaleg stofnun og hefði verulegan kostnað
í för með sér«.
Tillagan samþykt með öllum atkvæðum.
b. »Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar lítur
svo á, að það hafi verið mjög vanhugsað af Alþingi
1932, að fresta framkvæmd laga um verkfærakaupa-
sjóð, og draga úr styrk til kaupa á tilbúnum áburði,
þar sem það mátti vera sjáanlegt, að útgjöld ríkisins
vegna þessara laga og vegna jarðræktarlaga, myndu
sjálfkrafa minka mjög mikið vegna kreppunnar. Sér-
staklega telur fundurinn, að það hafi verið mjög mis-
ráðið af Alþingi, að kippa að sér hendinni með styrk
til áburðarkaupa, þar sem stórkostleg nýræktarverð-
mæti eru i húfi.
Fundurinn skorar því á stjórn Búnaðarfélags ís-