Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 69
72
arinnar og þá sérstaklega þriðja liðinn (sáðslétta I),
því til þess, að það hefði getað orðið, hefði undirbún-
ingurinn á sáðsléttu II, þurft að ganga á undan hinni
eiginlegu tilraun. Helmingur þess lands, sem tilraun-
in er gerð á, er unninn úr gamalræktuðu túnþýfi
(ræktað land), en helmingurinn úr óræktarmóa (ó-
ræktað land). Báðum þessum hlutum var síðan skift
í tvo jafna parta, og hefir annar hlutinn fengið til-
búinn áburð frá upphafi, en hinn búfjáráburð. Áburð-
armagnið hefur verið:
Tilbúinn áburður 1927—1930: Kalksaltpétur 500
kg., Superf. 400 kg., Kali 37%, 200 kg., árlega pr. ha.
1931—33: Nitrophoska, 300 kg., árlega pr. ha.
Búfjáráburður 1927—30: Kúamykja 30. þús. kg.,
árlega pr. ha. 1931—33: Kúasaur 20 þús kg., kúaþvag
10 þús. kg. árlega pr. ha.
Af framanrituðu leiðir, að auk þess, sem bornar
eru saman 4 mismunandi ræktunaraðferðir í tilraun-
inni, þá er hver þessara ræktunaraðferða reynd við
4 mismunandi skilyrði:
1. Ræktað land, búfjáráburður. 2. óræktað land. bú—
fjáráburður. 3. Ræktað land, tilbúinn áburður. 4. ó-
ræktað land, tilbúinn áburður.
Það er því í raun og veru um 4 hliðstæðar tilraunir
að ræða, sem fyrst og fremst eru samanburðartdraun-
ir með ræktunaraðferðir, en jafnframt gefa nokkurn
samanburð á ræktun í mismunandi jarðvegi og með
mismunandi áburði.
Hver liður er endurtekinn 3 sinnum í hverjum hinna
4ra hluta tilraunarinnar. í eftirfarandi skýrslu eru
ræktunaraðferðirnar merktar þannig: Þ = Þakslétta,
G = Sjálfgræðsla, eða græðislétta, SI = Sáðslétta
án undirbúningsræktunar, SII = Sáðslétta með 2ja
ára undirbúningsræktun. Sjá töflu XXXIV,