Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 5

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 5
69 um, þótt ég kunni ekki að nefna. En þótt Jakob væri hlé- drægur og sækti eigi eftir vegtyllum, var hann ötull stuðn- ings- og styrktarmaður allra sannra menningarmála og veitti fleiri málum lið en almennt mun kunnugt. Þau störf vann hann í kyrrþey og vildi eigi að þeim væri á lofti haldið. Þannig lagði hann til dæmis grundvöll að þeim vísi að nátt- úrugripasafni, er nú er hér á Akureyri, og sparaði til þess hvorki fé né fyrirhöfn. Hann hafði um iangt skeið safnað eggjum og látið stoppa fugla og átti orðið af þessu talsvert safn, er hann gaf náttúru- gripasafninu, þá það var stofnað. Þá lét hann sér mjög annt um náttúrufriðun og fegrun. Átti verulegan þátt í friðun Akureyrarpolls, stofnun Andapollsins og trjágræðslu í Brekkunni á Akureyri og mörg fleiri menningarmál lét hann til sín taka. Allt þetta sýnir ljóslega hvert hugur Jakobs fyrst og fremst hneigðist. Hann dáði náttúruna og fegrun hennar ásamt ræktun lands og lýðs voru hans mestu áhugamál. Jakob Karlsson var gjörvulegur maður, hár, bar sig vel og samsvaraði sér vel. Hann var sviphreinn, hæglátur, fálát- u.r við fyrstu kynni en þó alúðlegur og vakti óðar traust og virðingu. Hann var enginn málskrafsmaður, en gagnorður, rökfastur og skoðanafastur og lét sér fátt finnast um sápu- bólur og sviptivinda. Hann var traustur maður og gerhugull og það var bæði ánægjulegt og mikill ávinningur að þekkja hann og eiga við hann samskipti. Ræktunarfélag Norðurlands þakkar Jakob ágæt og óeig- ingjörn störf hans í þágu félagsins. Ólafur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.