Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 14
ÓLAFUR JÓNSSON: Offramleiðsla eða varasjóður. (Útvarpserindi.) Óttinn við offramleiðslu í landbúnaðinum. Hungur og offramleiðsla eru tvö af mestu vandamálunum í þessari rangsnúnu veröld. Fljótt á litið virðist það broslegt að tala um offramleiðslu á matvælum, samtímis því sem mikill hluti mannkyns býr við sult og seyru, en til þessa ástands liggja þó gildar orsakir og fyrst og fremst sú, að þeir sem svelta geta ekki keypt og sízt á því verði, sem framleið- endurnir telja sig verða að fá fyrir framleiðsluna, auk þess sem samstarf þjóða milli í þessum efnum er enn ófullkomið og ruglað af pólitískum refjum. Einnig hér á landi er rætt um offramleiðslu hjá landbún- aðinum, er virðist valda bæði neytendum og framleiðendum landbúnaðarvara talsverðu hugarangri, en þó með ólíkum hætti. Neytendurnir sjá ofsjónir yfir útflutningsuppbótum, er greiða verður á útfluttar landbúnaðarafurðir, og óttast alveg réttilega, að þær muni valda þjóðarheildinni miklum útgjöldum, en virðast í þessu sambandi stundum gleyma því, að útflutningsuppbætur, er nema margföldum upphæð- um, eru beint eða óbeint greiddar á meginið af útfluttum sjávarafurðum sem rekstursstyrkir, bátagjaldeyrir eða jafn- virðiskaup (clearing-viðskipti). Framleiðandanum stendur hins vegar stuggur af þessari viðskiptatilhögun allri, því að hann óttast, að hún muni bresta er minnst varir og þá komi til skjalanna hið gamalkunna lögmál um framboð og eftir- spum, er muni lækka verðið á framleiðslu hans all-veru- lega. Sú skoðun, að landbúnaðurinn eigi aðeins að framleiða

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.