Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 19
83
Fólksfjölgunin og áhrif hennar á neyzluna.
Árið 1956 var eðlileg fólksfjölgun um 3400 manns og má
gera ráð fyrir, ef engin óáran steðjar að, þá verði fjölgunin
áþekk á næstunni eða rúm 2% á ári, en þá fjölgar líka þjóð-
inni um 38 þúsund næstu tíu árin. Af þessari viðbót fer
sennilega ekkert í landbúnað, en það þarf að sjá henni fyrir
neyzluvörum og af landbúnaðarvörum þeim, er hér hefur
verið rætt um, þarfnast hún tæpra 3000 tonn af kjöti og 20
millj. kg af mjólk.
Vera má að landbúnaðurinn, að óbreyttum ástæðum,
anni því að fullnægja innanlandsþörfinni af þessum vör-
um eftir tíu ár og að enn verði nokkuð í afgangi, einkum
af kjöti, en mikið verður það varla, og tíu ár er skammur
tími, eða aðeins augnablik af þjóðarævinni, og hvernig verð-
ur þetta eftir 20 ár? Þá verður mannf jölgunin orðin 84—85
þúsund og neyzluþörf hennar af kjöti og mjólk 6400 tonn
af kjöti og 41 millj. kg af mjólk. Engar líkur eru til, að
landbúnaðurinn geti fullnægt þessari neyzluþörf, nema
stefnuhvörf verði frá því sem nú er, og einhver verulegur
hluti af fólksfjölguninni hverfi að landbúnaðarstörfum.
Með sama hraða verður fólksfjölgunin um næstu aldamót,
eða eftir 43 ár, orðin 244 þúsund og fólksfjöldinn allur 406
þúsund, eða 2,5 sinnum meiri en nú.
Þegar þessar tölur eru athugaðar ætti að vera ljóst, að sá
smávægilegi útflutningur af landbúnaðarvörum, kjöti og
mjólkurafurðum, sem nú á sér stað, er aðeins óveridegur
varasjóður handa komandi fólksfjölgun, og áróðurinn gegn
honum getur fólgið í sér verulega hættu, því að allar líkur
benda til, að í náinni framtíð verði það miklu meira vanda-
mál að fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir mjólk og kjöt
með innlendri framleiðslu, heldur en sá tiltölulega litli út-
flutningur þessara afurða er, sem nú á sér stað, og sem við
ranglega nefnum offramleiðslu.
6*