Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 20

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 20
84 Útflutningur og uppbætur. Þrátt fyrir allt verður því ekki neitað, að útflutningur kjöts og mjólkurafurða og útflutningsuppbætur þær, er greiða verður á þessar vörur, er nokkurt vandamál, en verð- ur þó að skoðast og leysast í sambandi við aðrar útflutnings- uppbætur og ívilnanir, og er þá komið inn á víðara svið en þessum hugleiðingum er ætlað. Það er ekki hægt eða sann- gjarnt að gera hróp að landbúnaðinum, þótt hann fái út- flutningsuppbætur á örlítið brot af framleiðslu sinni, meðan meginútflutningur þjóðarinnar býr við sömu kjör og marg- háttaðar útflutningsívilnanir. Þessi stuðningur ríkisins við útflutningsframleiðsluna hefur ekki verið skilgreindur sem styrkur eða stuðningur, af forráðamönnum þjóðarinnar, heldur sem endurgreiðsla á því, er atvinnuvegirnir hafa of- greitt í framleiðslukostnað. Þetta er hliðstætt því, er nást mundi, ef krónan hefði sitt rétta gengi og getur hver haft sína skoðun á þessum aðferðum sem vill, en meðan þessi háttur er á hafður, getum við í raun og veru ekki dæmt um ágæti útflutningsins nema með hliðsjón af reynslunni fyrir stríð, áður en haggrundvöllur þjóðfélagsins raskaðist, en þá var kindakjöt mjög sæmileg útflutningsvara og gaf, að minnsta kosti sum árin, eins gott verð á erlendum markaði eins og innanlands. Hins vegar mun útflutningur mjólkur- afurða lengst af hafa verið mjög örðugur. Allar aðstæður hníga í þá átt, að kjötframleiðsla ætti að vera hagkvæm hér. Haglendi er hér mikið, grasræktarskil- yrði ágæt og kindakjöt eða kjöt af holdanautum má fram- leiða mestmegnis með innlendu fóðri. Líklegt er, að eftir- spum eftir kindakjöti fari vaxandi, vegna þess, að sum þeirra landa, sem ennþá hafa verið notuð til sauðfjárræktar, verða smám saman tekin til akuryrkju. Á hinn bóginn er það auðskilið, að meðan útflutningur- inn er aðeins kúfurinn af framleiðslunni, er getur verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.