Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 28
92 tré. Tvo vetur tekur að gera nýja húsið, sem er þrjú dávæn herbergi niðri og með rúmgóðu lofti, klætt timbri í hólf og gólf. Það er með rúmgóðum svölum og hann nefnir það Birkilund. Innanstokksmuni smíðar hann einnig. Samhliða þessu heldur hann áfram að ryðja skógi burtu og rífa upp trjárætur, og vorið 1917, eftir fimm vetra starf, hefur hann full-rutt 2.5 ha, en þá kom strik í reikninginn. Þegar Bandaríkin ákváðu að taka þátt í fyrri heimsstyrjöld- inni, hengdi Hrólfur veiðibyssuna sína upp á vegg, gekk frá tækjum sínum og áhöldum, og gekk í herinn. Hann var sendur til Frakklands, þar sem hann tók þátt í orrustunum og lokasigrunum yfir Þýzkalandi. í september 1919 kemur Hrólfur Eðvarðs, liðþjálfi, aftur úr stríðinu og heldur rakleitt til landnáms síns með flunku- nýjan riffil og 80 punda bagga af nauðsynjum á bakinu. Við vatnið gerir hann sér fleka, og á leiðinni upp með strönd- inni sér hann björn í skógarþykkninu, og leggur hann að velli með einu skoti. í Birkilundi er allt með sömu um- merkjum og þegar hann skildi við það fyrir tveimur árum. Um kvöldið snæðir hann bjarnarsteik, og árla næsta morg- un er hann tekinn til við ruðnings- og ræktunarstörfin af miklu kappi, því nú þarf að vinna upp hin tvö töpuðu ár. Tveim árum áður hafði hann sáð vallarsveifgrasi í blett og nú gefur hann honum mikla uppskeru, sem hann bjargar og byggir sér skýli yfir. Hann hefur safnað dálitlu fé með- an hann var í herþjónustunni, og nú hefur hann ráð á að kaupa sér hest og dálítinn bústofn. Hann leggur nú upp til aðdrátta, kaupir ágætan vinnuhest, þrjá uxa og kvígu, og með eitt og eitt dýr í einu klöngrast hann upp að vatninu. Hann hefur líka keypt sér nokkur nauðsynleg áhöld, meðal annarra tæki til að rífa upp rætur með, byrgðir til vetrar- ins o. s. frv., og öllu þessu tosar hann einhvern veginn upp að vatninu. Þar gerir hann mikinn fleka, hleður hann með búpeningi sínum og byrgðum og rær fyrir á eintrjánings-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.