Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 29

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 29
93 bátnum með flekann í eftirdragi eftir endilöngu vatninu, ellefu km leið. Það var erfiður róður í fjórar klukkustundir. Birkilundur var að fá á sig býlissnið, og áður en snjóa gerði þennan vetur hafði Hrólfur gert sér hlöðu. Hann sá glöggt að þróunin gat verið miklu örari ef hann ekki þurfti að leita sér atvinnu utan býlisins, og því tók hann nú að stunda dýraveiðar, og næstu 30 árin urðu veiðarnar eina gjaldeyrislind hans, að vísu aðeins nokkur hundruð dalir árlega, en nóg fyrir aðkeyptar vörur og tæki. Þannig liðu nú fjögur ár, eftir að hann kom heim úr stríðinu, en þá gerðust stórtíðindi í lífi hans. í aðdráttum haustið 1922 lenti hann til lítils þorps er nefndist Firvale og gisti þar hjá nýbýling, er Hober hét. Frásagnir Hrólfs úr óbyggðunum vöktu athygli Hoberfólks- ins, en þó mest dóttur Hobers, grannrar, bjarteygðrar, 18 ára gamallar stúlku. Ethel Hober var heilbrigt náttúrubarn, alin upp við landnámsstörf og mótuð af viðhorfi landnema. Hún bar sig tígulega og hafði vanizt útistörfum. Rauðbrúnt hár hennar bylgjaðist um aðlaðandi andlitið, er ýmist var íhugult eða ljómaði af hlýju brosi. Hrólfur dáðist að snotr- um klæðnaði hennar og fann að hugsun hennar var þroskuð langt um aldur fram. Hve margir ungir menn hafa gengið 65 km hvora leið yfir ísi lögð vötn, fjöll og firnindi, vaðið snjó og strítt gegn stormum og frosthríðum, til þess að finna stúlku og tjá henni ást sína og aðdáun? Þennan vetur átti Hrólfur óvenjulega títt erindi til byggð- arinnar. Frá Birkilundi til Firvale, þar sem Hobersfjöl- skyldan bjó, var þetta erfið tveggja daga ferð í góðu veðri, en Hrólfur fór þetta stundum í einum áfanga. Um vorið þáðu Ethel og móðir hennar heimboð að Birkilundi og dvöldu þar eina viku. Sú vika leið skjótt, og er henni lauk voru þau Ethel og Hrólfur trúlofuð. Þau giftust 22. ágúst á heimili Ethelar, og að brúðkaupinu loknu lyfti Hrólfur

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.